Vikan - 05.01.1961, Blaðsíða 15
Svona, Sleipnir minn, nú máttu hvíla þig. Þú ert búinn að gera það
gott í dag. Þú ert bezti og fallegasti hesturinn i Fákshúsinu núna. Svona
vinur, ég kembi þér ekki meira. Vertu sæll, vinur.
Valdimar kjötkaupmaður fór út úr húsinu og mætti þar Böðvari
hestahirði.
„Heyrðu, Böddi minn, þú iætur nú klárinn minn hafa aukaskammt
af höfrum, svona fyrstu dagana, svo að hann taki fijótt við sér.“
„Jaá, ég get það.“
„Ég læt þig hafa eina flösku af brennivini, þegar hann er kominn
f eidi. Það verður fyrir Mosfeilssveitarferðina.“
„Allt i lagi, ég skal gera hann fínan.“
Valdimar vildi allt gera til þess að hafa Sleipni sem fegurstan. Hann
hafði verið i tamningu hjá einum færasta tamningamanni Borgfirðinga,
nú vantaði bara að koma á hann þessu allra finasta útliti, sem næst
ekki nema með geysifóðrun. Karlarnir voru alveg vitlausir af öfund,
þegar þeir sáu hann fyrst, enda reyndu þeir strax að fala hann. Jón
Þingeyingur hafði til dæmis boðið sautján þúsund i hann. Hann hefur
séð, að Sleipnir var fallegri en Nasi, þó að Nasi væri almennt talinn
mesti hestur húsanna.
„Nei,“ hafði Valdimar sagt, „Sleipnir verður minn, meðan hann lifir.
Það stoðar ekkert að ganga eftir mér, ég læt hann aldrei.“
Valdimar var nú kominn heim undir hjá sér. Hann stöðvaði bílinn
þar, en sat um stund og rifjaði upp fyrir sér öfundarsvip karlanna
þá um daginn, þegar þeir höfðu farið 1 hópreið upp að Geithálsi. Þeir
störðu, þegar hann gaf Sleipni tauminn og leyfði honum að vaða töltið
sem hann gæti. Þeir höfðu aldrei séð annað eins. Eða þegar rakararnir
hleyptu niður slakkann. Hann hafði hvatt Sleipni til að hlaupa, þegar
hinir voru komnir svona tuttugu meira af stað og á fullan liraða. Bn
hvað gerðist? Sleipnir náði þeim skjótlega og bókstaflega týndi þeim
aftur fyrir sig. — Ha, ha. Ja, karlar minir þetta er sko gripur i lagi.
Það er laugardagskvöld skömmu cftir mat. Leikritið „Einum unni
ég manninum" er að hefjast.
„Eigum við ekki að fara eitthvað út í kvöld, elskan?“ sagði Hildur,
kona Valdimars kjötkaupmanns. „Það er orðið svo langt siðan við
höfum farið eitthvað krassandi.“
„Við fórum i Framsóknarhúsið á fimmtudaginn, var það ekki?“ sagði
Valdimar. „Mér þætti gaman að hlusta á þetta leikrit í útvarpinu, þarna,
Eanum unni ég mann ...“
„Hver heldurðu, að hlusti á svoleiðis vitleysu nú til dags, — einum
manni, ha, ha.“
Valdimar vissi, að konan hafði ákveðið, að farið yrði út, en hann
tautaði alltaf eitthvað um, hvað hann helzt vildi.
„Hvert förum við?“
„Guðmundur og Laufey koma hingað eftir hálftima, og sa'o förum
við i Lídó.“
„Já, frú.“
/-w'
Það var margt í Lidó, eins og jafnan þegar opið er til eitt. Mannskap-
urinn varð fljótt „hífaður", og raddirnar voru farnar að fara sínar
eigin leiðir — eftir tónstiganum. En allir voru eins, og enginn dæmdi
annan, og þá elskast allir, og þá er þetta eins og biblian sí»gi|r, að
þúsundáraríki guðs verði, þegar Kristur er kominn aftur. Og hvað er
réttlætanlegra en einmtt það að lifa eftir bibliunni á þessum siðustu
og verstu timum?
Þegar klukkan var að verða hálfeitt, vildu allir dansa, þvi að það
var nú raunar ætlunin, að allir gætu dansað við alla, svo að allir gætu
talað við alla og látið í Ijós hrifningu sina á þessu fyrirframfram-
tíðarlandi.
Valdimar kom að borðinu með Laufeyju úr dansi. Enginn var við
borðið, en það var nú bara betra.
,ySkál, Laufey min, skál fyrir þér og mér.“
„Ég elska þig, Valdimar, skál fyrir þvi.“
„Eigum við ekki bara að stinga af, áður en allir fara að troðast?"
„Jú, elskan mín, skál fyrir þvi.“
Þau fóru fram i fatageymslu, og Valdimar tók yfirhafnir þeirra, en
hann tók ekki eftir þvi, að þedrra föt voru bara eftir á snaganum.
Þegar út kom, tóku þau bíl.
„Kjötbúð, vinur, aktu inn í kjötbúð. Ég á nefnilega eitthvað að drekka
þar. En heyrðu, hvaða fólk er þarna? Stoppaðu bilstjóri, ég þarf að
sjá þetta.“
Framhald á bls. 25.
Smásaga
eftir
Óla Ágústar
VIKAN 15