Vikan - 05.01.1961, Blaðsíða 26
/
4. hluti
Barbara Crosby hefur
nýlega misst móöur
sína og eftir fyrirmœl-
um hennar er hún nú á leiö til HlégarÖa viö
Alsvík. Þegar þangaö kemur finnst henni eins
og hún hafi veriö þarna áöur. Þar kemst hún
einnig aö raun um, aö frú Georgina Temperly,
sem móöir hennar haföi talaö um í bréfinu er
látin, en Denísa Temperly frænka 'hennar hefur
tekiö viö eigum hennar. Einnig er þarna Robert
Soames, lögfrœöingur, sem hefur uggvœnleg
áhrif á Barböru þrátt fyrir dónskap og frekju.
Þau Denisa og Robert komast aö því aö Barbara
er hinn rétti erfingi og Robert tekur til sinna
ráöa til aö hjálpa Denísu og falsar sannanirnar,
þannig aö Barbara heldur aö hún sé ofsótt. Hún
veröur um kyrrt aö Hlégöröum, og vinnur á skrif-
stofu Júlíans, jafnframt veröur hún ástfangin af
honum, en þaö er Denísa líka. Einn daginn þýtur
byssukúla framhjá henni í skóginum. Júlian hugg-
ar hana meö því aö þaö hafi veriö veiöiþjófar ...
ástríðuþrungnum kossum hans. Barbara roðnaði og
reyndi að draga sig í hlé.
En það var um seinan. Róbert hafði litið upp og
séð hana.
Hann var rjóður í andliti, og annarlegur glampi
skein úr augum hans. En svo brosti hann til henn-
ar.
— Komdu inn, Barbara, og vertu ekki svona
vandræðaleg, annars gerirðu okkur feimin, mælti
hann glaðlega. Þú getur orðið fyrst allra til þess að
óska okkur til hamingju með trúlofunina. Denisa
hefur lofað að giftast mér.
— Ó, það var yndislegt! svaraði Barbara með
innilegri hlýju. En hvað mér þykir vænt um það,
Denísa!
— Það er líka eins og þér létti, svaraði Denísa
hlæjandi. Hvað hélzt þú? Ég þori að ábyggjast,
að þú hefur aldrei orðið ástfangin.
Svona gat stúlkum skjátlazt, hvorri um aðra.
Hvar var nú þessi annálaða getspeki kvenna?
hugsaði Barbara. Hún, sem hefði getað lagt eið út
á, að Denísa væri hrifin af Júlían!
— Ég hef lengi verið ástfanginn af henni, hélt
Róbert áfram, en ég hef ekki beðið hennar fyrr en
nú. Ég gat varla trúað, að hún segði já.
— Hvernig ætti ég að geta sagt annað? sagði
Denísa. Rödd hennar var dúnmjúk, en einhvern
veginn fannst Barböru sem hún væri ekki i þeim
sjöunda himni, sem hún ætti að vera. Þú ert svo
aðdáanlegur maður, elskan mín, að ég var dauð-
hrædd um, að einhver önnur stúlka mundi kló-
festa þig, — kannski Barbara.
— Barbara hefur um annað að hugsa, mælti
hann alvarlega. Ég vona, að þér sé óhætt hérna,
Barbara. Bn verðir þú vör við eitthvað grunsam-
legt, máttu til með að segja mér frá því — eða
Júlían.
— Það kom nokkuð fyrir . . . hún sagði þeim
frá skotinu í skóginum.
— Óttalegt er að heyra þetta! hrópaði Denísa.
Róbert, heldurðu, að ...
Hann virtist áhyggjufullur. — Vitaskuld getur
þetta verið rétt hjá Júlían, með veiðiþjófana . . .
það var efi í rödd hans . . . En þeir kunna til
sinna verka og mundu sannarlega ekki villast á
stúlku, sem gengur um götu á björtum degi, og
fugli í tré, — þvi að fráleitt hefur verið farið að
dimma, fyrst þú áttir að ná póstinum, Barbara.
Hún kinkaði kolli, en henni varð órórra. Hann
hafði sagt það, sem hún hugsaði.
Nú kom Júlían imí. — Hún hefur vist sagt ykk-
ur frá þviR? mælti hann. Það var engan veiði-
þjóf að sjá, enda bjóst ég ekki við þvi. Maður,
sem gerir sig sekan um svo ófyrirgefaniega skyssu,
lætur ekki bíða að hypja sig.
— Getum við verið viss um, að það hafi verið
veiðiþjófur, sem skaut?
— Við getum ekki verið viss um neitt, — ekki
einu sinni, hvort nokkur hafi skotið, svaraði Júlían.
Þetta hefur getað verið grein, sem brast. Barbara
getur fráleitt gert sér greinarmun á svo líkum
hljóðum enn.
— En ég heyrði, þegar kúlan skall í tréð! hróp-
aði hún.
— Kúlan? Hann hló. Þetta sýnir, að þér hefur
skjátiazt, því að veiðiþjófar nota högl, en ekki kúl-
ur. Hvað heldurðu, að sé hérna, Barbara, — villta
vestrið? Þú þarft ekkert að óttast — nema þinn
eigin hugarburð.
— Ætlarðu að halda því fram, að ég hafi fundið
upp á þessu? Hún nötraði af reiði. Ég skal sýna
þér, hvar kúlan hitti . . .
— Já, gerðu það, svaraði Júiían glaðlega, —
einhvern tíma þegar við höfum lítið að gera.
— Svona, Júlían, gerðu hana nú ekki reiða,
sagði, sagði Denísa i ávítunartón. Það er engin
furða, þótt taugar hennar séu í uppnámi. Það væru
minar taugar líka, ef ég stæði i hennar sporum
og hefði lesið þessi bréf.
Bezta taugameðalið er kampavin, greip Róbert
fram í. Við þurfum að gera okkur dagamun, Júl-
ían. Denísa ætlar að giftast mér. Hann brosti til
hennar, þótt hann vissi, að með sjálfri sér var hún
fokvond af þvi, að hann skyldi flýta þessu svona
í votta viðurvist.
En hún gat ekki ráðið við það. Ef hún vildi
njóta auðæfa, sem ekki voru vel fengin, varð hún
að sitja með hann í kaupbæti, því að án hans hjálp-
ar var úti um allt. Og hann ætlaði sér að ná í hana
og peningana, — eftir þvi hafði hann sótzt árum
saman.
Að stundarkorni liðnu hafði Róbert náð i
kampavínið, og nú var skálað. Glaðværðin dvinaði
þó skjótt, þvi að hvorugur karimannanna kærði
sig um að taka boði Denísu um að koma út og
skemmta sér. Og eftir skamma stund var hún
orðin fokreið af því, að þeir skyldu vera með and-
úð og álasanir yfir framferði hennar. Róbert
neyddist að lokum til þess að biðja hin að hverfa
úr stofunni, svo að hann gæti lægt heiftaröldurnar
í unnustu sinni.
— Hann getur áreiðanlega látið hana taka söns-
um, drafaði í Júlían, þegar þau Barbara voru kom-
in út fyrir. Þessi stúlka og þvílíkar geðshræringar,
—■ það er verra en þú með þínar furðusagnir.
Það er ekki lengra en vika, síðan hún fleygði diski
i hausinn á mér fyrir þá sök, að ég hafði ekki
tekið eftir nýjum kjól, sem hún var í. Eins og
það mætti ekki á sama standa!
— Henni hefur ekki staðið á sama um það.
Barbara vildi ekki ásaka stúlkuna, sem mælt hafði
til vináttu við hana. — Stundum langar mig til
að fleygja hinu og þessu.
En ekki gat hún að sér gert að undrast þá
skýndilegu breytingu, sem orðið hafði á Denísu,
og hvað hefði getað gert hana svo reiða.
Þegar þau Róbert og Denísa voru orðin ein í
stofunni, hlustaði hann í fyrstu þegjandi á orða-
flaum hennar. En svo greip hann fram i fyrir.
henni með svo hvössum rómi, að hún þagnaði.
-— Hættu þessu, Denisa! Þú kemur þeim hinum
til að brjóta heilann um hvers vegna þú hafir far-
ið að trúlofast mér, ef þú lætur svo greinilega i
ljós, að þú sért ástfangin af Júlían!
— Ég er það ekki! Ég hata hann!
— Fyrir það að vilja ekki fara út með þér i
kvöld? Vertu nú ekki svona barnaleg.
— Það var ekki þess vegna, svaraði hún fýlu-
lega.
— Þá hlýtur það að vera vegna þess, að ég
opinberaði trúlofun okkar. Við hverju bjóstu af
mér, - að ég heldi henni leyndri, til þess að þú
gætir smeygt þér úr leiknum, þegar þér hentaði?
Það var ekki sérlega skynsamlegt, að þú skyldir
missa stjórn á þér við svo ánægjulegt tækifæri.
Hún beit á vör og barðist við að ná valdi á sér.
Þennan mann mátti hún ekki styggja.
— Þú misskilur þetta allt, mæiti hún í kvört-
unarrómi. Mér leið svo illa út af skotinu á Bar-
böru. Mig grunaði einhvern veginn, að þú hefðir
verið þar að verki, Róbert.
— Og þótt svo hefði verið?
Hún starði á hann, — en ekki með skelfingu,
það sá hann. Henni varð alltaf fyrst fyrir að hugsa
um sjálfa sig.
— Ég vil ekki taka þátt í neinu morði! Það er
of hættulegt. Þegar þú sagðir, að engin þörf væri
á, að hún fengi nokkurn tíma að vita um rétt sinn
til erfðanna, var mér ekki ljóst, að þú ætlaðir að
myrða hana!
— Nefndu ekki það orð, mælti hann ákafur.
Heldurðu, að skotið hefði geigað, ef ég hefði ætlað
mér að stytta henni aldur?
— Hvers vegna skauztu þá?
Hann tyllti sér í stóran hægindastól og dró hana
niður á hné sér. Hún sat upprétt, horfði kuldalega
á hann og beið svars.
— Auðvitað gerði ég það til að hræða hana,
litla flónið mitt, sagði hann ástúðlega. Þú skalt
ekki láta þér bregða, þótt ýmislegt fleira komi
fyrir. Mér er nauðugur einn kostur að hræða
stúlkuna svo alvarlega, að hún grípi tækifærið, ef
þú býðst til að borga fyrir hana farseðil til, —
ja, segjum Ástraliu. Þegar hún er komin úr landi,
eru erfiðleikar þínir á enda, en fyrr ekki.
Það glaðnaði yfir Denisu. Hún hallaði sér mjúk-
iega að honum.
— Heldurðu, að þú getir þetta?
— Ég geri það, — ef þú vilt láta það vera að
fleygja þér í fangið á Júlian.
Hún kleip hann i kinnina. ■— Veiztu, nema ég
sé bara að gera þig afbrýðisaman, af því þú ert
svo skolli viss um, að ég sé alltaf eins og þú vilt?
— Þú getur ekki farið á bak við mig, Denísa.
— Það ber ég ekki heldur við. Viljirðu vita,
hvorn ykkar ég elska, geturðu bara reynt að
kyssa mig.
Það var ástríða í kossi hennar, og hún vonaði,
að hann fengi ekki getið sér þess til, að sú ástriða
var öðrum helguð. Að svo komnu varð hún að
vera honum eftirlát, þvi að nú reið á að koma
Barböru út úr tilveru hennar — og Júlíans. Hann
var ekki fallinn fyrir stúlkunni enn sem komið
var, en að því gat rekið, þegar þau voru saman
allan daginn á skrifstofunni. Þetta hafði Róbert
séð, og hann hafði krafizt þess, að hún fengi þar
vinnu, — til þess að hann fengi sínum fyrir-
ætlunum framgengt!
Þegar Barbara var að klæða sig úr um kvöldið,
kom frú Padgett inn í herbergið til hennar með
heita mjólk í glasi.
— Mig langar til að tala við yður, ungfrú, af
því að við hjónin vorum að hugsa betur um það,
þegar móðir yðar var að koma í heimsóknir hing-
að, sagði hún.
FORSAGA
26 VIKAN