Vikan - 05.01.1961, Blaðsíða 24
KARLMANNA-
FATNAÐUR
í ÓGÖNGUM
Nýtt snið, nýtt snið, segja framleiðendur. En munurinn er svo lítill, að
hann sést ekki með berum augum.
Herra Velklæddur 1961. Skórnir, hatturinn, hanzkarnir og regnhlífin eru
í brúnum lit, en frakkinn grár með brúnum röndum og buxurnar dökk-
gráar.
Franskar úlpur og stuttir frakkar. Þetta eru yfirleitt fallegar flíkur,
og hér er reynt að brjóta upp á tilbreytingu. Þeir ættu að sjá þjóðbúning
íslendinga, grænu úlpuna, þar í París. Ætli þeir yrðu ekki hrifnir?
Að undanförnu hefur það mál talsvert verið rætt, að klæðnaður
karlmanna sé í rauninni kominn í sjálfsheldu. Þetta mál á ser nokk-
uð langa þróunarsögu, en þótt við förum ekki lengra aftur en á ,
öldina sem leið, þá er augljóst, að munurinn er mikill. Þá var
reisn og „elegans“ yfir klæönaði karlmanna, sem nú er týndur og
tröllum gefinn, því miður. í haust var sýnd í Laugarásbíói kvik-
myndin Á hverfanda hveli, sem gerist í Bandaríkjunum á síðustu
öld. Búningar karlmanna í þessari mynd hafa vakið talsverða
athygli hér og umtal, og þykir mörgum ærið fátæklegur sá klæðn-
aður, scm nú tíðkast, samanborið við það, sem sést í þessari um-
ræddu mynd.
Snið á karlmannafötum er komið í svo steinrunnið form, að næst-
um virðist vera ógerningur að bjarga því úr þeim ógöngum. Helztu
breytingar, sem orðið geta, eru svo litlar, að það sést varla, og
tekur þvi tæpast að gera það að umtalsefni. Jakkinn styttist kannski
um einn þumlung, eða buxurnar þrengjast eilítið, og það eru á vixl
þrír eða fjórir hnappar á jakkanum. íhaldssemin í litavali er þó enn
meiri, Grámann hefur verið nær einráður, þegar um vinnuföt hefur
verið að ræða, dökk föt eða alveg svört við hátíðlegri tækifæri, en
í sumar- og sportklæðnaði hefur þó helzt örlað eitthvað á tilbreyt-
ingu.
Nú eru föt það dýr, að Pétur og Páll geta ekiki leyft sér þann
munað að eiga mikið úrval af þeim. Vinnufötin, sem þeir keyptu
í fyrra, verða helzt að endast árið í ár, og sparifötin eru ekki notuð
svo oft, að þau verða helzt að duga eitthvað lengur, enda þótt sniðið
sé ekki beinlínis eftir nýjustu tízku. Eina tilbreytingin, sem þeir
Pétur og Páll geta veitt sér í klæðaburði, er sú, að þeir geta skipt
um bindi, það kostar ekki svo voðalega mikið, og þeir geta ef til
vill gengið í hvítri skyrtu i dag og á morgun og farið siðan í rönd-
ótta og brúna skó i stað hinna svörtu. Engu að síður er heildar-
svipurinn hinn sami: grá föt, sem hylja meira en níutíu prósent af
manninum, og í bezta lagi önnur ljósgrárri eða dökkgrárri til skipt-
anna, en vel að merkja: Sniðið er nákvæmlega eins á báðum, og
það er ekki að sjá annað en manngreyið sé alltaf í sömu fötunum,
þótt hann eigi bindi og skyrtu til skiptanna.
Nú i ár hefur örlað á þvi, að lituðum þráðum væri blandað í grá
fataefni, og fá þau við það sérstakan blæ, brúnan, bláan eða grænan.
Hefur mörgum fundizt, að slíkt væri spor í rétta átt. Ef til vill mundi
það leiða til þess, að úr raknaði og karlmannaföt yrðu með tím-
anum fjölbreytilegri að sniði og lit en verið hefur. Hins vegar er
Framhald á bls. 35.
1 2 VIKAN