Vikan


Vikan - 05.01.1961, Blaðsíða 6

Vikan - 05.01.1961, Blaðsíða 6
Ung hjón hlutu verðlaunin: Húsgögn fyrir kr. 12.000 Lesendum Vikunnar gekk yfirleitt mjög vel að leysa málverkagetraunina og mega listamenn þjóðarinnar vel við una. Þegar dregið var, kom upp hlutur Eggerts Haraldssonar símvirkja, Langholtsvegi 145 og konu hans Sigrúnar Friðriksdóttur. Þau eru bæði kornung og nýgift og sögðu, að vinningurinn hefði komið þeim mjög vel. Þau voru ekki farin að afla húsgagna til búsins að neinu ráði og höfðu ein- mitt talað um, að gaman væri að eignast raðhúsgögn. Nú hefur draumur þeirra rætzt og það er vel, þegar vinningar lenda í hlut þeirra, sem raunverulega hafa not fyrir þá. / næsta blaði hefst ný verölaunakeppni Verðlaunin: Kiev-A myndavél verðmæti: kr. 18,000,00 Verðlaunagetraunin, sem byrjar í næsta blaði mun standa yfir í mánuð, það er að segja, hún mun birtast í fjórum blöðum. Sem verðlaunagrip hefur Vikan fengið Kiev-A myndavél, sem er fullkomnasta myndavél Rússa utan þeirra er ætlaðar eru til vísindalegra starfa. Kiev-A er 35 mm. vél og mjög fullkomin að öllum búnaði. Hún hefur tökuhraða upp í 1/1250 á sek. og með vélinni er hægt að fá aðdráttarlinsur og víðhornslinsu. Hér sit ég úti, baða mig í glampaiidí sólskín- inu og horfi á börnin min, kát og kvik, er leika sér í sandinum fyrir framan mig. Og allt í einu er sem fjarlægðir tímans hverfi. Mér finnst ég sjái sjálfa mig, fimm ára gamla, sólbrúna telpu, vera að leika mér með þeim án þess að hafa hugmynd um allar þær raunir, sem biðu mín á lífsleiðinni. Það var einmitt á nákvæmlega eins degi og í dag, sem það gerðist. Ég hafði farið upp í bæ- inn með móður minni, og við vorum að kaupa hitt og þetta í búðinni hjá kaupmanninum, en nú vornm við á leiðinni niður að sjónum til sumarbúst4ðarins okkar. Ég hélt á stórum, nýkeyptum bolta i fanginu og hlakkaði til að vígja hann á flötinni heima. Þá hrasaði ég um stein í götunni, og rauði boltinn skoppaði úr höndunum á mér út á krossgöturnar fram und- an okkur. Ég þaut á eftir honum og hugsaði ekki um neitt annað en að ná í boltann. Mamma æpti upp yfir sig. Hún heyrði það, sem ég ekki sá, — að bíll kom á fleygiferð eftir þorpsgötunni. Það, sem eftir þetta gerðist, man ég ekki upp á hár. Skellur, dynkur og meðvitundarlaust barn með brotinn fót. I.jósrautt blóðið rann út í gulan götusand. E'FTIR þetta lá ég mánuðum saman á sjúkra- húsinu. Fyrstu vikurnar var mamma með mig á einbýlisstofu. Hún svaf á legubekk frammi við dyr, og hvert sinn, er ég hreyfði mig í nóttunni, rauk hún upp til þess að vita, hvort eitthvað væri að. Sjálfri fannst mér þetta bara óstjórn- Iega gaman og sparkaði með heilbrigða fætin- um allt hvað ég orkaði. Sótthitinn og sóttarbrigði þau, er læknirinn hafði sagt mömmu frá, hafði ég ekki hugmynd um. Að sex vikum liðnum voru gipsumbúðirnar teknar af, og ég átti aftur að fara að læra að ganga. Þá kom í ljós, að beinin höfðu gróið rangt saman, svo að ég gat ekki hreyft hnjá- liðina. Og ekki nóg með það, heldur hékk fót- urinn og dinglaði, án þess að ég gæti stjórnað honum. Ný aðgerð var framkvæmd á ökklaliðn- um, en hnéð varð að biða. Það átti ekki að taka til meðferðar, fyrr en ég væri orðin fullvaxta. Það var komið haust, þegar ég brautskráðist loks af spítalanum. Veturinn þar á eftir varð mér langur og leiðinlegur, því að nú gat ég ekki verið úti með öðrum börnum og velt mér í sköflunum. Ég hnipraði mig saman úti í glugga- kistunni og fylgdist með leikjum þeirra gegn- um rúðuna. Ég var veik af löngun eftir að vera með þeim. Mamma veik ekki frá þeirri reglu að fara með mig út í gönguför á hverjum degi, eff það var mér hreinasta kvalræði. Fóturinn var eins og dauður kubbur, og ég stakk við í hverju spori, sem ég steig. Það var eins og þegjandi samkomulag okkar á milli að sniðganga alla þá staði, þar sem ég hafði leikið mér áður fyrr. Svo kom sumarið að nýju, mér leið betur. Ég lék mér í fjörunni eins og fyrr. Sólin skein í heiði, og börnin i næsta húsi komu alveg eins fram við mig og áður. Þau hétu Hans, sem var níu ára, og Gréta, sem var sex ára ,og voru svo sem ekkert nærgætnari við mig en þau höfðu verið og létu ekki heldur á sér skilja, að ég væri öðruvísi en annað fólk. UM haustið átti ég að byrja að ganga í skóla, og til þess hafði ég lengi hlakkað. Ég var að vísu ekki fullra sjö ára, en ég kunni að lesa og reikna, því að meðan á hinni löngu spítalavist stóð, hafði mamma oft farið í skólaleik við mig til þess að stytta mér stundir. Ég var uppfull af ákefð og dansaði eftir göt- unni á undan mömmu, að svo miklu leyti sem ég gat. Það úði og grúði af börnum í slcóla- garðinum. Sum voru feimin og héldu í höndina á mömmu sinni, en önnur voru duglegri og fóru í eltingarleik eða stukku yfir spotta úti á leikvellinum. Þegar við mamma nálguðumst, fór einkenni- leg hreyfing um fjöldann. Börnin hættu að leika sér, og mér fannst sem allir litu við, eins og kippt hefði verið i snúru, er hvert einasta höf- uð léki á. Óteljandi augu störðu á mig, full- 6 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.