Vikan


Vikan - 05.01.1961, Blaðsíða 35

Vikan - 05.01.1961, Blaðsíða 35
Karlmannafatnaður Framhald af bls. 12. ekki nokkur vafi á Jjví, aö slíkar breytingar hljóta aö koma mjög hægt. Menn eru almennt haldnir hræðslu við að láta sjá sig í flík- um, sem eru ekki í almennri notk- un. Það er raunar nokkur vor- jcunn; geri einhver það, er hann óðara stimplaður „skrýtinn“, ef ekki eitthvað enn verra. Fáir hafa kjark til þess að ganga í berhögg við al- menningsálitið. Þegar rætt er um fábreytilegt útlit á karlmannafatn- aði, þá er því oft haldið fram, að virðulegir borgarar geti ekki geng- ið öðruvísi til fara. Það er einmitt blessaður virðuleikinn, sem átt hefur drjúgan þátt í því að skapa leiðinleg föt. Það er líka mjög eðli- legt; virðulegir menn eru oftast heldur leiðinlegir og ekki liklegir til þess að brjóta upp á einhverju skemmtilegu. Fegurðarskyn nútlinainanna hef- ur uppgötvað einfaldleikann, og eftir lögmálum hans hefur verið unnið í byggingarlist, húsbúnaði og klæðnaði. En öllu rná ofgera. Einhvers staðar hljóta þó takmörk- in að vera, og ævinlega er hollt að liafa í liuga, að meðalhófið er af- farasælast. Við brosum að íburðar- miklum búningum manna á barokk- skeiðinu, en ætli þeir hefðu ekki brosað að gráu jakkafölunum okk- ar, ef þeir hefðu séð heilan hóp ^manna í þeim? Þarna höfum við tvenns konar öfgar, annars vegar í útflúri og íburði, hins vegar í fábreytileik. Þegar borinn er sam- an kvenklæðnaður á barokktímanum í lcringum 1600 og nú á 20. öld, sést, að hann er að vísu miklu einfald- ari í formi, en fjölbreytileikanum hefur hann ekki glatað. í kven- k'æðnaði licfur verið unnið eftir sams konar lögmálum, sem ein- kenna flesta nytjahluti nú á tím- um nema karlmannaföt. Enn hefur ekkert komið fram, sem talizt getur upphaf nýrrar stefnu í klæðnaðarmálum karl- manna. Jafnvel ekki í París, og þar eru menn þó heldur óragari við nýj- ungar en víðast annars staðar í heiminum. Mörgum hefur fundizt, að skíðabúningur karlmanna gæti orðið fyrirmynd að einhverju leyti. Þá mætti sækja fyrirmyndir í þjóð- búninga ýmsa, sem búa yfir feg- urð í ákveðnum atriðum, og jafn- vel að einliverju leyti í búninga frá 19. öld, sem áður hefur verið tálað um. Til þess að skapa nýja tízku og gera liana almenna, — að minnsta kosti meðal yngri kynslóð- arinnar, — þarf aðeins eilt: að nokkrir frægir menn, sem æskan tekur sér jafnan til fyrirmyndar, hefji notkun fatnaðar, sem búi yfir þeim kostum, sem lcarlmannafatn- að vantar á okkar tímum. Þegar við virðum fyrir okkur gamlar myndir af vel klæddum herrum, þá finnst okkur oft, að klæðnaður þeirra hafi yfir sér kvenlegt svipmót. Hann var þó ekki ögn kvenlegur í þá daga, en kven- klæðnaðurinn nú á dögum hefur eitthvað nálgazt gömlu karlmanna- fatatiskuna, eins og sjá má á með- fylgjandi mynd. Þegar rætt er um þennan gamla klæðnað frá liðinni öld, má ekki gleyma því, að margt er það honum viðvíkjandi, sem gott er að vera laus við. Má þar nefna firna fyrirferðarmikla hálsklúta og föðurmorðingjana frægu. Hálstau nútímans er þó ögn slcárra, þótt ekki sé það þægilegt fremur en margt annað i klæðnaði nú. Verstir eru ef til vill jakkarnir, kappfóðraðir og þungir, svo að menn rennsvitna undan jieim spennitreyjum á skemmtunum og mannfundum, þar sem hiti er meiri en góðu liófi gegnir. Hálstauið á líka sinn þátt í því að lialda hitanum að mönn- um. Og að fara úr jakkanum, — það er svo mikill skepnuskapur, að menn leyfa sér ekki slíkt nema á réttarböllum eða í fylliríispartíum. Það virðist sanngirniskrafa til þeirra, sem teikna karlmannafatn- að og móta tízkuna, að fötin séu þægileg íveru. Jakkarnir eru hrein- asta þrælabyrði og valda því, að menn fá gigt í axlir og handleggi svo og vanlíðan, hvern dag, sem menn verða að dúsa í þeim flíkum. En hvað á að gera? Almennings- álitið hefur séð um það, að Jón Jónsson getur ekki komið i peysu á opinbera skrifstofu eða i verzl- un, sem vönd er að virðingu sinni. Því er ekki heldur að neita, að klæðnaður starfsmanna setur tals- verðan svip á fyrirtæki. ítalir töldu.sig hafa fundið lausn- arorðið fyrir nokkru og prédilcuðu, að jakkar ættu ekki að ná nema niður á mjaðmir, og buxur átti að þrengja svo, að þær fylgdu línum fótarins. Árangurinn varð sæmileg- ur hjá þeim fámenna hópi manna, sem vaxnir eru eins og ungir guðir, en þar fyrir utan varð útkoman hryllileg. Endirinn verður sá, að sú tegund fatnaðar verður eingöngu í eign skálda svo og manna með und- arlegar náttúrhr. Niðurstaðan er þessi: Karlmanna- klæðnaðurinn er í algerum ógöng- um. Hann býr ekki yfir glæsileik og þaðan af síður nokkurri til- breytingu. Og það, sem verst er: Fötin eru við mörg tækifæri ein- staklega óþægileg. ★ heimilistækin hafa dóm reynslunnar eru nýtízkuleg létta hússtörfin staðist H.F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN, HAFNARFIRÐI jjSfjij ’,= — JitnnifniSi; ijl|sjlÍÉ.i 1 i iJ Iji VIKAN. 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.