Vikan - 05.01.1961, Blaðsíða 4
Eftir bandaríska blaðakonu, Jane Dallinger
N
NAN
M
URA
Ýmsir brjóta heilann um það, hvort lífið innan múra kvennabúranna sé raunveru-
Iega eins og því er lýst í sögum og sögnum frá Austurlöndum. I þessari grein
getur lesandinn sjálfur gengið úr skugga um, hvernig því er háttað.
Fimm vikur í kvennabúri voru mér fullnóg.
Það varð að nægja, bví að herrann og hús-
bóndinn var á heimleið.
En í fjarveru Ahmeds A1 Yamans frá höll
sinni, sem rís uppi í hæðadrögum Marokkós
og er stranglega gætt af vopnuðum vörðum,
hafði ég komizt í náin kynni við Þrjár eigin-
konur hans. Ég hafði háð baráttu við „hið
illa auga“ tortrygginna hjákvenna og kynnzt
því, hvernig lífi kvenna í kvennabúri er varið.
Og það var ómaksins vert og áhættunnar.
Ég hef ferðazt mikið um furðulönd ævintýra-
iífsins, siðan ég hætti skrifstofustörfum fyrir
fjórum árum. Á þeim tima hef ég lifað innan
um hausaveiðara í frumskógum Suður-Ame-
ríku og snætt með þeim steikta maðka og soðn-
ar slöngur. Ég hef stundað gimsteinagröft í
Kólumbíu og kannað hinar lítt þekktu
Galapagoseyjar. Hætturnar, sem ég lenti í á
þessum ferðum, höfðu þó alls ekki orðið til
þess að búa mig undir erfiðleika þá, er' mættu
mér, þegar að því kom, að ég reyndi að fá
inngöngu í kvennabúr.
En þrautseigjan vann. Ég hafði tekið í mig
að kynnast því, hvernig lífinu í kvennabúri
væri háttað. Fyrstu drögin til þess lagði ég,
þar sem ég er nú stödd, sem sé í Tanger. Það
er dularfull borg með mjóturna, blæjum hjúp-
aðar konur og karla, sem dansa magadans, —
lífssvið með svo flókin og ótrúleg leikbrögð,
að hvergi getur slikt á venjulegu leiksviði. Ég
hafði hugsað mér að reyna þetta í Marokkó
fyrir þá sök, að flest önnur lönd Múhameðs-
manna loguðu i pólitískum erjum og sum höfðu
bannað kvennabúr. En jafnvel í Marokkó virt-
ust kvennabúrin hafa sokkið ofan í jörðina. Var
um kennt flokki róttækra Múhameðsmanna,
er vilja breyta þjóðháttum eftir vestrænum
fyrirmyndum.
Kvennabúr það, er ég heimsótti, átti rikur
jarðeigandi um hálffimmtugt. Ég kalla hann
Ahmed al Yaman. Hann átti þrjár eiginkonur
og tólf hjákonur, sem ég mun einnig nefna
dulnefnum. Það var ein eiginkvennanna, sem
lét óskir mínar og drauma rætast. Ég kalla
hana Azizu, sem er algengt arabískt nafn.
Aziza fór leyniferðir til Tanger að hitta elsk-
huga sinn, sem dansaði Þar á skemmtistað.
Arabískur blaðamaður vissi um þessi stefnu-
mót þeirra og fylgdi mér til skemmtistaðarins,
sem var langt inni í gamla borgarhverfinu,
Casbah. Við blaðamaðurinn og ég sátum fast
við dansgólfið i daufri birtu. Ég var svo hepp-
in, að Aziza kom þangað, meðan ég stóð við.
Flestir gestanna reyktu pípur sinar og drukku
ávaxtasaía, því að í Kóraninum er þeim bann-
að að drekka áfengi. Sumir voru gengnir af
trúnni og sátu með ölflöskur. Samræðuklið-
urinn fyllti salinn. X-ogar blöktu á vaxkertum
og vörpuðu hjákátlegum skuggum á veggina.
Kona með andlitshjúp kom inn I salinn. Hún
var klædd bláum kufli, sem náði niður á ökla.
Það var gönguklæðnaður hennar. Augun voru
stór, og á vinstri hönd hennar glampaði á
geysistóran smaragð.
Þetta var Aziza. En við urðum að bíða með
að ná tali af henni, þar til Hafid hafði lokið
dansi sínum. Hann var elskhugi hennar,
sextán ára að aldri. Hans vegna lagði hún í
þá tvisýnu að laumast út úr kvennabúrinu.
Dansinum er naumast unnt að lýsa. Hafid
var klæddur síðum buxum með demöntum
skreyttu belti. Hann hnykkti sér og sneri með
ýmsu móti og hreyfði magavöðvana eftir æs-
andi hljóðfallinu. Gestirnir hrifust af hrynj-
andi tóniistarinnar og tóku að klappa taktinn
með lófunum, hærra og hærra.
Eftir að dansi lauk, gekk blaðamaðurinn,
vinur minn, til fundar við Azizu. Þegar hann
kom aftur, hvislaði hann því að mér, að Aziza
hefði fallizt á að lauma mér inn í kvenna-
búrið. Abmad al Yaman var I orlofi I Cannes
og ekki búizt við honum fyrr en eftir margar
vikur.
Ég hafði gert ráð fyrir að koma til kastala,
þar sem Ahmed hefði konur sínar og hjákonur
í haldi — gegn vilja þeirra. Það reyndist og
rétt, að þrír stórir og sterkir varðmenn gættu
þessarar fögru, márisku hallar. Byggingar-
stillinn og hinar viðamiklu hurðir minntu mig
á Þúsund og eina nótt. En innan við þær var
spaugsemi, hlátur og hljómlist.
Anziza kom til móts við mig og heilsaði mér
á laukréttri spænsku og lélegri ensku. Ég hrós-
aði henni fyrir málakunnáttu, en hún fræddi
mig um, að allir Arabar væru góðir málamenn.
E’r ég nú sá hana slæðulausa í fyrsta skipti,
féll ég í stafi yfir fegurð hennar. Hún hafði
dökk og tindrandi augu, nautnalegar varir og
gljásvart hár.
Ég spurði, hvernig hún ætlaði að útskýra
komu mína.
— Það er ekki ótítt, að kona eða hjákona
bjóði vinum eða vandamönnum hingað til sín,
— að þvi tilskildu, að það sé kvenfólk, svaraði
hún og hló.
— Ég ætla að segja, að þú sért vinkona móð-
ur minnar. Hún er Evrópukona. Með því fæst
skýring á, hvers vegna bláeyg kona skuli vera
komin inn í kvennabúrið.
Hún leiddi mig niður í garðinn. Þar sátu
ungar, slæðulausar stúlkur umhverfis marm-
aragosbrunn. Ein þeirra lék á gítar með þrem-
ur strengjum.
Stúlkurnar þyrptust um mig þegar i stað og
skoðuðu mig með eftirvænting í augum. Sumar
þeirra voru fyrirmannlegar á svip, aðrar hvers-
dagslegri, en ósköp „sætar". Aðeins ein af öllum
hópnum horfði á mig með hatur í augum. Hún
hét Thorya, var frjórtán ára, ættuð ofan úr
f jallahéruðunum. Ég komst brá.tt að ástæðunni.
EIGINKONUR Ammeds þrjár voru hver annari
ólíkar. Fyrsta kona hans, Raria, var 27 ára