Vikan - 05.01.1961, Blaðsíða 14
John Ostrom, sölustjóri hjá verksmiðjunum í Énglandi. Hann segir, að öll
Gillette rakblöð eigi að bíta nákvæmlega jafnvel.
5000
MILLJÓN
Rakblóð i
Á einu Ári
Dagsverkið' byrjar með rakstri
hjá tugum milljóna manna um all-
an heim. Það er hreint ekki svo
lítils virði, að þessi athöfn fari á-
nægjulega fram, því að menn eru
kannski önugir i morgunsárið og
illa vaknaðir, og það hefur ef til
vill talsverð áhrif á skapferlið allan
daginn, hvernig raksturinn gengur.
John Ostrom frá Gillette-verksmiðj-
unum i Englandi var hér á ferð
fyrir nokkrum vikum og fræddi
menn á því meðal annars, að notk-
un rakblaða væri með mesta móti
hér á íslandi, miðað við höfðatölu
auðvitað. Þetta voru nokkuð merki-
legar fréttir, þar sem vitað er, að
fjöldi manna notar rafmagnsrak-
vélar, og ekki síður hitt, að skegg-
vöxtur er jafnan minni í kaldara
loftslagi. Hér hlýtur því að koma
til, að menn raki sig oftar almennt
en gengur og gerist, og svo hitt,
sem er miklu líklegri skýring, að
íslendingar nýti verr rakblöð en
útlendingar og liendi þeim jafnan
eftir eina notkun.
Á blöð sögunnar er skráð hitt og
annað um rakstur. Það er vitað til
þess, að menn rcyndu að raka skegg
sitt um 3400 fyrir upphaf timatals
okkar. Það var í Egyptalandi, og vel
rökuð andlit koma víða fyrir með
Forn-Grikkjum, jiar sem rakáliöld
voru orðin algengir hlutir.
Sagt er, að Alexander inikli hafi
skipað svo fyrir, að hermenn sin-
ir rökuðu af sér skeggið, þar sem
það gat vcrið helzti gott handtak
fyrir óvini í návígi. Annars hefur
skegg ýmist verið borið sem vottur
virðingar eða niðuríægingar. í
Rómaveldi hinu forna áttu þrælar
að raka sig á tfmabili til þess að
sýna þjóðfélagslega stöðu sina.
Annars staðar kemur þetta öfugt
fyrir; þá var þeim bannað að raka
sig eins og öðrum frjálsbornum
mönnum.
Nú má heita, að rakhnífurinn sé
úr sögunni, en samt má kalla, að
rakvélin sé tiltölulega nýtt fyrir-
brigði. Hugmyndin kom fram síð-
ast á öldinni sem leið, og fram-
leiðsla á rakblöðum hófst ekki fyrr
en eftir aldamót. Ileiðurinn af upp-
finningunni á Bandaríkjamaður frá
Boston, King C. Gillette, og munuð
þið nú sjá, að við hann eru hin
ágætu rakblöð kennd. Það var árið
1895, að Gillette kom til hugar að
búa til rakvél með lausu rakblaði.
Sex árum síðar stofnaði liann fyr-
irtæki til þess að framkvæma hug-
myndina og hefja framleiðslu, og
þá fékk hann einkaleyfi á uppfinn-
ingu sinni.
Rakvél Gillettes var vel tekið, og
fyrirtækið blés út. Hann lét það
aldrei verða til þess að slaka á
kröfum sínum um gæði, og allt frá
byrjun hafa Gillette-verksmiðjurn-
ar haldið öruggri forystu. Fyrir ut-
an Bandaríkin eru Gillette-verk-
smiðjur í Englandi, Mexikó, Ivól-
umbíu, Brazilíu, Argentínu, Kanada,
Þýzkalandi, Frakklandi, Sviss og
Ástralíu. Verksmiðjurnar í Eng-
landi eru stærstar, framleiða 2000
milljónir rakblaða af 5000 milljón-
um, sem framleidd voru i Gillette-
verksmiðjum uin allan heim.
Framleiðsla á rakblöðum er flókn-
ari en svo, að frá verði sagt í
noklwum orðum. Undirstaðan er
sjálft stálið, og aðeins örfáir staðir
í heiminum eru þess umkomnir að
búa til nægilega gott stál í Gillette-
blöð. John Ostrom sagði, að verk-
smiðjurnar i Englandi fengju stálið
frá Sandviken í Svíþjóð og Solingen
í Þýzkalandi. Það er afhent i löng-
um rænium, sem eru svipað og
venjulegt rakblað á breidd. Þessar
stálræmur renna gegnum vélar, sem
vinna með ótrúlegri nákvæmni.
Ræmurnar fara gegnum „stansa“,
sem sníða blaðið, og þá hanga þau
saman á endunum. Letrið er brennt
á blöðin með sýrum, og þau renna
gegnum slipingarvélar, sem gera
eggina í þrem áföngum. Á ódýrum
rakblöðum er -eggin gerð með einni
brýningu aðeins. Á Gillette-blöðum
er liún fyrst slipuð, eins og tiðkast
um rakblöð af öðrum gerðum en síð-
an fara blöðin gegnum tvær aðrar
vélar, og hin síðasta slípar aðeins
bláeggin. Forráðamenn Gillette
segja, að ekki sé unnt að gera eggina
beittari en gert er og ekkert sé
beittara en Gillette-rakblað. Að
þessu búnu er miðja blaðsins mýkt
með rafgeisla, og er það gert til
þess, að blaðið þoli sveigju og
Framhald á bls. 34,
Af rúllunum renna stálþynnurnar inn í
pressur, sem „stansa" blöðin út í þeirri
lögun, sem við á.
-rakblaðanna ér álgertega vél- Stálþynnurnar í Gillette-rakblöðin koma í rúll-
lertir ekki á þeim- í verksmiðj- um, sem líta út eins og kvikmyndaspólur. Stálið
70 vélar, eingöngu í pökkun. er meðhöndlað eftir sérstökum formúlum.