Vikan


Vikan - 05.01.1961, Blaðsíða 16

Vikan - 05.01.1961, Blaðsíða 16
Þegar þið dúkið veizluborð, þykir alveg sjálfsagt að láta ekki servíett- urnar vera útundan. Þær verða að vera snyrtilegar og öðruvísi en venju- lega, til hátíðabrigða. Og reynt er að láta þær vera í stíl við borðbúnað og fyrirkomulag hans. Hérna hafið þið fjórar aðferðir til að brjóta servíett- urnar og nú skuluð þið reyna. 1 ) 2 w 1. Brjótið servíettuna einu sinni saman um miðjuna, svo að hún myndi ílangan rétthyrning. 2. Brjótið síðan upp á hornin eins og sýnt er á skýr- ingarmynd 2, en gætið þess að öðrum megin brjótið þið upp á, en hinum megin undir. 3. Brjótið nú lengjuna saman um miðjuna og leggið svo neðra hornið upp á hitt. Til þess að geta formað servíettuna á þenn- an hátt verður hún að vera mjög vel stífuð. 1. Þið leggið servíettuna saman, en hafið bil- ið frá neðri röndinni að þeirri efri um það bil 5—7 cm. Báðir kantar liggja samsíða. 2. Þá takið þið neðsta kantinn og leggið hann upp, þannig að jafnlangt sé frá efri brún hans upp á miðlínuna og var í fyrsta broti (5—7 cm.). 3. Byrjið á að brjóta þessa lengju saman um miðjuna og haldið svo áfram að brjóta upp og niður til skiptis og hafið svona 1 % cm. á milli. 4. Takið svo um neðri endann og haldið serviettunni fast saman, stingið henni síðan niður í glas (eða þröngt glas) og látið efri hlutann opnast eins og hann vill. • ® BJ Steiktur fiskur í ofni %-l kg. fiskur (þorskur eða ýsa), sitrónusafi, salt, egg, brauðmylsna, 3 matsk. smjör- líki og 2’( dl. mjólk. Fiskurmn er hreinsaður. Nudd- aður með sundurskorinni sítrónu og salti. Látinn i smurt eldfast mót eða ofnskúffu. Sé fiskurinn smár og um fleiri en einn að ræða er þeim raðað hlið við hlið en ekki of þétt. Fiskinn má fylla með tómötum og steinselju þegar það er fyrir hendi. Einnig gefur það gott bragð að leggja mjóar kryddsíldarræmur yfir fiskinn (sjá mynd). Síðan er hann penslaður með eggi, brauð- mylsnu stráð yíir og að síðustu smjörbitar. (1 staðinn fyrir krydd- síld er ágætt að strá rifnum osti yfir, er hann þá látinn á eftir brauðmylsnunni). Steiktur við 250°—275° i um Það bii 20 mín. Þegar fiskurinn er orð- inn brúnn er mjólkinni hellt í ofn- skúffuna og ausið yfir öðru hvoru. (Það er ágætt að stinga trépinna í fiskinn til að sjá hvort hann er gegnum steiktur. Boririn fram í ofnskúffunni ásamt sítrónusneið- um og soðnum eða hrærðum kart- öflum. Framhald á bls. 33. Hér sjáið þið fallega pappirs- körfu, sem er heimilisskraut um leið og hún ge-gnir sínu hlutverki. StærS: Karfan er um 26 cm á hæð og botninn 16 cm í þver- mál. Efnið er bast og srxúrusnæri, saumað með Javanál, sem hentar grófleika bastsins. Gjarnan má nota perlonbast, en þar sem gardbast er miklu ó- dýrara og ekki síður fallegt i stórum lilut, er frekar mælt með því. Snúrusnæri svokallað fæst í veiðafæraverzlunum. Sjálfsagt er að nota ekki of grófa snúru, þar sem léttara er að vinna og hægara að forma körfuna með finni snúru. Hæfileg er um 7 mm þykk snúra, fáist hún. Þarf um 27 mm í körfuna. Byrjið á að þynna snúruna i endann, vefja bastinu um 15 hringi utan um hana og leggja hana í lítinn hring, sauma síðan yfir með bastinu, gjarnan tvo hringi til þess að endinn losni ekki upp aftur. Saumið nú með hægri hend- inni, en formið með þeirri vinstri. Vefjið bastþræðinum ut- an um snúruna nokkrum sinnum og festið síðan með einu stóru spori niður í næstu umferð fyrir neðan, eins og sést á myndinni. Ekki er nauðsynlegt, að þessi spor standist á eins og myndin á körfunni sýnir. Saumið nú körfubotninn á þennan hátt. Vilji Framhald á bls. 29. 1 6 vijCan

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.