Vikan - 05.01.1961, Blaðsíða 33
Steiktur fiskur í ofni
Framhald af bls. 16.
Fiskhringur m/sósu.
400 gr. hakkaður fiskur, 1—2
tesk. salt, 2 matsk. bráðið
smjör, 1 dl. hveiti eða heil-
hveiti, 1 egg og 1 eggjahvíta,
3—5 dl. mjólk.
Fiskurinn er hakkaður 2—4 sinnum
með saltinu. Hrærður vel með smjöri,
hveiti, eggjum og mjólkinni, sem er
látin smátt og smátt út í ca. % dl.
i einu. (Athugið bragð og þéttleika
deigsins með því að sjóða eina bollu).
Mótið er smurt og brauðmylsnu stráð
í það. Deigið látið i og það má ekki
fylla meira en % hluta mótsins. Smjör-
pappír bleyttur og bundinn yfir. Soðið
í vatnsbaði um það bil 45 mín. Borin
fram með soðnum kartöflum og sósu
t.d. rcelcju, karry, sítrónu eóa tómat-
sósu.
Rækjusósa.
3 dl. fisksoð, 2 matsk. hveiti 4- 1
dl. vatn 1-—2 matsk. smjör,
1 eggjarauða salt 1 matsk. rjómi
rækjur.
Soðið er jafnað með hveitijafningi.
Smjörinu bætt í Eggjarauðurnar
hrærðar með örlitlu salti og rjóma.
Sósunni jafnað smátt og smátt þar í.
Rækjurnar sem áður eru hitaðar yfir
gufu látnar út i. Kryddað eftir smekk.
Fiskikökur.
% kg beinlaus fiskur, 100 gr
beinlaust feitt saltkjöt, 2 hráar
meðalstórar kartöflur, 1 egg, 1
dl mjólk, 1 tesk. salt (pipar), 4
msk. brauðmylsna, 50 gr smjör-
liki, 2 dl fisksoð, 1 dl rjómabland,
3 msk. tómatkraftur.
Fiskur, kjöt, salt og pipar er sax-
að í söxunarvél. Kartöflurnar eru
saxaðar með í seinna skiptið. Egginu
hrært saman við ásamt mjólkinni
smátt og smátt. Úr deiginu eru mótað-
ar flatar kökur, sem er velt úr brauð-
mylsnu og brúnaðar í smjörlíkinu ca.
5 mínútur á hvorri hlið. Rjóma, fisk-
soði og tómatkrafti er hellt á pönn-
una og bollurnar soðnar við hægan
hita í nokkrar minútur. Bornar fram
með soðnum kartöflum.
Blaðið
sern húðin finnur
ekki fyrir
Gillette hefir gert nýja uppgötvun, sem stóreykur pægindin við raksturinn. t’að
er nýtt rakblað með ótrúlegum raksturseiginleikum. Skeggið hverfur án pess að
pér vitið af. fegar notað er Blátt Gillette Extra rakblað má naumast trúa pví
að nokkuð blað hafi verið í rakvélinni. 5 blöð aðeins Kr. 18.50.
gólfið bónað.
þér verðið að reyna það
® Gillcilc er skrásett vörumerki
VIKAN 33