Vikan


Vikan - 05.01.1961, Blaðsíða 34

Vikan - 05.01.1961, Blaðsíða 34
Athugasemd og spurningar til Dr. Matthíasar Jónassonar og fleira Gott þótti mér að sjá það viður- kennt í grein dr. Matthíasar Jónas- sonar, „Draumurinn og túlkun hans“, sem birtist i „Vikunni“ 6. okt. s.l., að fjarhrif séu staðreyndir, sem ekki dugi að afneita. En ekki var það alveg rétt túlkun á þvi, sem hér á landi hefir verið haldið fram um sambönd við ibúa annara hnatta, að tala þar um dulvitund. Frá sjón- armiði þeirra, sem þessu halda fram, er auk vökuvitundar einstaklings- ins ekki um annað að ræða vitund sambandsverunnar eða draumgjaf- ans. Kenningin er einfaldlega á þessa leið: Um leið og maðurinn gleymir sér og sofnar, er ekki fram- ar eða varla um hans eigin vitund að ræða, heldur einungis einhvers annars. Um leið og maðurinn sofn- ar, skiptir hann um viutnd á þann hátt, að hans eigin vitund verður óvirk að mestu, en að í stað hennar kemur vitund eða vitundarlíf ein- hvers annars og annara, því að sam- bandið getur verið margþætt. Og það er þetta vitundarlíf annars og annara, sem draumurinn veldur. Þykist t. d. hinn sofandi maður vera að virða fyrir sér húsið sitt, þá er það af þvi að draumgjafi hans er raunverulega að virða fyrir sér sitt hús. Þykist t. d. hinn sofandi maður vera að skoða andlit sitt í spegli, þá er það af þvi að draum- gjafi hans er einmitt á þenna hátt að skoða sjálfan sig. Og nú vil ég spyrja dr. Matthias Jónasson að þvi, hvort hann hefir hér ekki veitt at- hygli þeirri staðreynd, sem svo mjög styður þessa kenningu. Svo sem fram kom i nefndri grein hans, þá gerir hann ráð fyrir, að Leynivopn áróðurs Framhald af bls. 11. til ófrægingar, nema eiga á hættu að verða rógnum um leið til fram- dráttar. Á það má þó benda, sem glöggskyggnt fólk hefur veitt athygli, að við og við hafa gosið upp slúðursögur um menn, sem stjórnmálasamherjum þeirra þykja fulleinráðir um stefnu sína eða frekir til frama. Á byrjunarstigi getur slúðursagan þá orkað sem óbein hótun: Ef þú lætur þér ekki segjast, breiðist saga þessi út. Og þó að auðmenn séu fáir með okkar smáu þjóð, er það ekki óþekkt fyrirbæri að beita slúðursögunni í fjárkúgunarskyni og gefa efnuðum borgurum kost á að kaupa sig und- an óhróðrinum. Ein slúðursaga islenzk er ein- stæð og fræg, því að hinn rægði hefur sjálfur gert hana ógleyman- lega með túlkun sinni. Þessi róg- saga kryddaði jólagleði Reykvík- inga fyrir 18 árum. Einn af kenn- urum Háskólans átti að hafa gert tilraun til sjálfsmorðs og „verið skorinn niður úr snöru, nær dauða en lífi uppi í Háskóla og fluttur á Landsspítalann“. Snilldarleg túlkun hins „hengda“ á eðli og útbreiðslu sögunnar hefur almennt sálfræðilegt gildi. „Sagan var sem hneykslissaga i draumi veitist stundum vitneskj- ur um eitt og annað, sem dreym- andinn gat ekki hafa aflað sér sjálf- ur og jafnvel ekki þegið af neinum hér á jörðu, og væri því ástæða til að spyrja, hvort þar finnist nokkur skynsamlegri skýring en sú, að slikt hljóti að stafa frá lengra- komnum íbúum annara hnatta. En það, sem ég fyrst vildi hér spyrja um, er þetta: Hefir dr. Matthías ekki veitt þvi eftirtekt, hve ósam- kvæmar draumsýnir manns eru jafnan þvi, sem hann ætlar þær vera? Hefir hann ekki veitt þvi at- hygli, að það sqm honum í draumi þótti vera heima hjá sér, var jafnan meira og minna frábrugðið þvi, sem raunverulega er heima hjá honum. Hefir hann aldrei veitt því athygli, að það sem honum i draumi þótti vera hann sjálfur, var með öðrum hætti en hann raunverulega er? Að endingu vil ég hér þakka „Vikunni“ fyrir að hafa frætt mig um, hverjar hinar sérstöku kenn- ingar Einsteins voru um lif á öðr- um hnöttum, og sé ég nú að visu, að þar er ekki um neitt að ræða fram yfir það, sem Giordano Brúnó hélt fram þegar á 16. öld og ýmsir hafa látið sér skiljast siðan- Eftir að vitað var það, sem Brúnó skildi fyrstur allra, að til eru óteljandi sólhverfi önnur en það, sem jörð vor tilheyrir, hafa margir litið á það sem sjálfsagt, að víðar en hér hljóti að vera til lifendur, og getur þvi ekki talist neitt sérstakt, þó að Einstein liti einnig svo á. Nóv. 1960. Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöðum. og slefburður með öllum þeim út- búnaði, sem hún smám saman hlóð utan á sig, of mikið ljúfmeti til þess, að hið alþýðlega ímyndunar- afl gæti látið hana afskiptalausa. Saga, sem hefur þekkta persónu að uppistöðu og dauðann að þunga- miðju, heldur áfram að skapa sig sjálf, eftir að hán einu sinni kom- in af stað, samkvæmt ákveðnum lögmálum, sem eru alkunn úr þjóðsagnafræðum, helgisögum og bókmenntum. Hún verður ekki hamin, hún hlítir sínum eigin lög- málum. Hún sækir með ómótstæði- legu afli í átt hins dramatíska, ægilega, til hins leyndardómsfulla og óhugnanlega. Og á þessu sviði mætast frumkvöðlar þessarar ó- frægingarsögu og hið alþýðlega ímyndunarafl óafvitandi“. (Sigurð- ur Einarsson: Hengingin í Háskóla- kapellunni, Helgafell, l.hefti 1943). Dygðaspeglun og slúðurhneigð. Þau orð séra Sigurðar hitta réttilega, að hneykslissagan sé „of mikið ljúfmeti til þess, að hið al- þýðlega ímyndunarafl geti látið hana afskiptalausa“. Flest fólk er þannig innrætt, að hneykslissaga um náungann kitlar hégómagirnd þess þægilega, vekur því notalega sjálfsánægju. Sjálfsvirðing okkar nærist, miklu framar en við viljum játa, á sönnum og lognum ávirð- ingum annarra manna. Sú sann- færing stendur djúpt i hugskoti okkar, dulvituð og meðvituð, að okkar eigin dygðir ljómi þeim mun skærar sem ávirðingar annarra varpi dekkri skuggum á bakgrunn- inn. Við þráum öll að fá tækifæri til þess að lofa guð og þakka hon- um fyrir það, hve hátt við erum hafin að dygðum yfir aðra menn. Þess vegna erum við svo næm á slúðursöguna og vikaliðug að breiða hana út. Hún er okkur sú skuggsjá, sem okkar eigin dygð upphefst i. Á þessa tilhneigingu okkar treystir rógsmaðurinn. Þvi byrjar hann myrkraverk sitt hægt en örugglega. Hann veit, hversu fús við erum til þess að ýkja og breiða út ávirðingar annarra, af þvi að i hneykslun okkar eigi að verða sýnilegt, hve hátt við erum hafin yfir hinn beyska bróður. Hitt kostar harða sjálfsprófun, sem fáa fýsir til, að gera sér ljóst, að með slefburðinum ræktum við einn lágkúrulegasta og óhugnan- legasta löst mannlegs eðlis. ★ 5000 milljón rakblöö Framhald af bls. 14. brotni ekki i rakvélinni. Á hverju einasta stigi framleiðslunnar eru tekin sýnishorn, sem brugðið er undir smásjá, og einnig er harkan prófuð. John Ostrom sagði, að það ætti að vera ómögulegt, að eitt blað væri betra en annað, og einnig sagði hann, að Gillette-blöð ættu að vera nákvæmlega eins um allan heim. Hin þrefalda brýning Gillette- blaðanna hefur gert það að verkum, að menn hafa tekið þau fram yfir önnur rakblöð og salan fer sifellt vaxandi þrátt fyrir aukna notkun á rafmagnsrakvélum um allan heim. Nú hefur Gillette hafið framleiðslu á nýju rakblaði, Gillette Extra, og tekur það hinum fyrri blöðum langt fram. Því miður er ekki unnt að segja frá því hér, hvað gert hef- ur verið, það er framleiðslu- leyndarmál verksmiðjanna. En bitið er alveg ótrúlegt, svo að trauðla finnst, að blað sé í rakvélinni. Þessi blöð hafa verið auglýst í Vikunni Sýnishorn eru tekin mjög þétt á hverju einstöku framleiðslustigi. Það á að vera ómögulegt að finna mismun á Gillette-rakblöðum. að undanförnu og fást í búðum hér. Með þessu hárbeitta blaði hyggst Gillette enn auka bilið frá keppi- nautunum, en John Ostrom taldi, að Gillette mundi ekki hefja fram- leiðslu rafmagnsrakvéla. Venjulega munu vera i kringum 25 þúsund skeggbroddar á andliti. Þegar þeir eru skoðaðir i smásjá, líta þeir út eins og trjábolir á víð og dreif. Það hefur verið reynt að rannsaka það, hvað raunverulega gerist, þegar rakblað sker „trjá- bolinn“ sundur, en menn eru þó jafnnær. í miðju skeggbroddsins er mergur, en hornhúð utan með. Sér- fræðingarnir halda, að hornhúðin hrökki tiltölulega snöggt, þegar blaðið skerst inn í hana. Ef blað ið er ekki vel beitt, bogna skegg- broddarnir í fyrstu litið eitt undan átaki blaðsins, en hrökkva síðan til baka, og fyrir þær sakir verður skeggrótin hörð viðkomu. Það er að sjálfsögðu mikilvægt, að rakst- urinn sé vel undirbúinn, og það verður bezt gert á þann liátt að bleyta svo rækilega í skegginu, að skeggbroddarnir séu gegnvotir. Ef skeggrótin er vætt með heitu vatni, tekur það tvær minútur að gegn- væta broddana, og þá reynir miklu minna á egg blaðsins. Gillette-verksmiðjurnar í London eru geysistórar og afkasta 2000 milljón blöðum á ári. Byggingin er við Great West Road á leiðinni út á flugvöllinn við London. 34 VIKANÍ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.