Vikan


Vikan - 05.01.1961, Blaðsíða 31

Vikan - 05.01.1961, Blaðsíða 31
Út á lífið Framli. af bls- 9. gat stundum þótt svo vænt um hana, að við borð lá að væntumþykjan væri blandin samúð, já, beinni vor- kunnsemi. Og brátt verður sú raun- in á, einmitt í kvöld. Honum finnst hún venju fremur dauf í dálkinn, og hún er föl yfirlit- um, endaþótt henni sé eiginlegt að vera rauðleit eins og fiskverkunar- kerling. Hann spyr hana, hvort nokkuð sé að ... — Að ? Nei. Og þó. Ég er lasin, svarar hún. (Lasin ...) — Viltu kannski við sleppum bíó- inu? spyr hann, fullur tillitssemi — ■og um leið ánægju með sjálfan sig fyrir tillitssemina. —• Neinei, svarar hún. Ég er svo- :sem ekki veik .. . Bara svoldið lasin. — Þú veizt mér er sama þótt ég ■sjái ekki þessa mynd, segir hann. Ég hef meira að segja grun um, að það sé ekkert gaman að henni. — Jú, við skulum endilega sjá hana, segir Lilja — óðamála, eins og henni sé mikið i mun að þiggja boð hans, njóta nærveru hans. Hún þrýst- ir meira að segja hönd hans, laus- lega, um leið og hún segir þetta, og brosir við honum, eins og til að sýna, hvað lasleikinn sé ósköp ómerkileg- ur og allt í lagi. En hann sér á brosi hennar og á augunum — sem reyndar ■eru daufleg að jafnaði — að blessuð stelpan er eitthvað miður sín venju fremur. Og honum kemur ekki til hugar að spyrja hana nánar út í las- leikann; það á alls ekki við. Svo mik- ið veit pilturinn, að kvenfólk hefur beinlínis forréttindi á því að verða lasið stöku sinnum; við því verður ekki gert. Ef það vildi notfæra sér lasleikann sér til afsökunar á ein- hvern hátt, varð að taka þá afsökun gilda. E’f það vildi hinsvegar koma honum að sem undirstrikun á auð- mýkt. aðdáun, jafnvel fórnarlund — eins og Lilja var kannski að gera í þessu tilfelli — þá var heldur ekk- ert við því að gera, nema að taka því eins og það var: sem sönnun þess, að hún vildi allt á sig leggja til að þóknast piltinum. Hún var nú einusinni ein þeirra. Stelpan x myndinni — Mari- on Michael heitir hún — það er dálitið annar handleggur. Hvað sem efni myndarinnar liður, þá er Marion sannkallað augnayndi af alveg sérstæðu tagi: aðeins fimmtán ára gömul, Ijóshærð, hálf- vaxin á þann eggjandi hátt, að varð- ar við lög að girnast hana. Hún leik- ur frumskógardís, einskonar kven- legan Tarzan, svotil alveg nakin; sveiflar sér milli trjáa, laugar sig I krókódílafljótum myrkviðanna, horf- ist í augu við slöngur og leyfir þeim að umvefja sig, klifur þverhnípt björg eins og iturvaxin steingeit, liggur varnarlaus í netgildru — kven- dýr, sem nýtur þess að hafa látið sigrast — og er umfram allt: óvið- jafnanlega töfrandi, skírskotun augn- anna jaðrar við saklausa ófyrirleitni, spennan í líkamanum á mörkum þess að geta kallazt kvenleg. Efni slíkrar myndar, söguþráður, boðskapur — hvaða máli skiptir það? Engu. — Svo mikið veit pilturinn, að þetta er þýzk stelpa, sem flúið hafði Austur- Þýzkaland ásamt móður sinni snemma árs 1957, en skilið gamla manninn eftir. Hálfu ári síðar hafði hún borið sigur úr býtum í sam- keppni við tólf þúsund ungar kyn- systur sínar um aðalhlutverkið í „Liane, White Goddess of the Jungle" — einmitt þessari mynd. Pilturinn er búinn að bíða þess með óþreyju í rúm tvö ár að fá að sjá hana, eða allt frá því hann las um hana fyrst í bandarísku blaði og virti fyrir sér sýnishornin. Og hann verður ekki fyrir vonbrigðum. Hann gleymir stað og stundu. Hann gleymir Lilju. Hann gleymir jafnvel öllum öðrum stelpum, sem hann hefur kynnzt — eða ekki kynnzt, en langað til að kynnast. Og þá hvarflar að honum, án þess hann fái við því gert, óþæg- indaspurningin: Hvort myndi Marion Michael reynast ein af þeim stelp- um, sem ekki vildu þekkja hann, ef hann hefði tækifæri til að komast í kynni við hana? Þetta hvarflar aðeins að honum um stund, en hann visar hugsuninni á bug. Hvað þýddi fyrir hann að hugsa þannig? Þau myndu að líkindum aldrei sjást ... Fyrirvaralaust: — Hlé í tíu min- útur. Það varð að taka því. Hann stend- ur upp, til að hleypa fólki fram úr bekknum. Honum verður litið á Lilju. Hún er jafn föl og dapurleg og fyrr i kvöld; það er eins og hún hafi setið í myrkrinu án þess að sjá glætu á tjaldinu fyrir framan sig. Augun vatnsblá, sviplaus, döpur, star- andi gegnum allt án þess að sjá nokk- uð. — Eigum við kannski að skreppa fram? hvíslar hann. — Æ, jájá, svar- ar hún, áhugalaust. Og Þau fara fram. Þau standa þarna innan um fólkið. Fáein sæti, sem ætluð eru bíógest- um í hléum, eru þegar setin. Andlit, sem pilturinn kannast við, renna til hans augum, ekki óvingjarnlega; hon- um er heilsað, og hann tekur kveðj- unum ofur óhátíðlega, rétt eins og vera ber. Kannski veita flestir því eftirtekt, að hann er þarna með rauð- hærðu stelpunni, sem hann hefur sézt með að undanförnu, en það orkar svosem enganveginn á hann; hon- um er sama. Hún skyggir að minnsta kosti ekki á hann. Og skyndilega dettur honum í hug að spyrja hana, hvort hún vilji ekki að hann kaupi eitthvað handa henni: — Kók? Súkkulaði? Eitthvað enn annað? — Ænei, svarar hún ... Veiztu ... Ég held ég vilji bara fara heinx. — Heim? Áður en myndin er búin? — Ég er svo lasin. Ég er búin að fá hausverk ... 4. Hann leiðir stúlkuna þann skamma spöl sem þarf að fara um götur Mið- bæjarins til að komast upp í kyrr- látan Vesturbæinn þar sem hún á heima. Þau ganga hraðar núna en þau gerðu fyrr í kvöld; og það er stúlkan sem ræður hraðanum. Hún vill komast sem fyrst heim. — Ég ætla strax I rúmið, segir hún. En Þú? — Ég? segir hann. Það veit ég bara ekki. Jú, ætli það ekki ... Ég meina: Ætli ég fari ekki heim líka ... Annars er Lilja öllu skrafhreifari á heimleiðinni en hún hefur verið fyrr á Þessu kvöldi. — Hafðirðu gaman af myndinni? spyr hún og litur á piltinn. — Ja, þetta var svosem ekki merkileg mynd í sjálfu sér, svarar hann. — En stelpan . . . ? Hann hlær við, lágt. — Jújú. Hún var ekki sem verst . . . Eti hún er náttúrlega engin leik- kona, bætir hann við eftir stutta þögn. — Hvað gerir það til, ef hún er falleg, segir Lilja, og tónninn er eins og hún tali við sjálfa sig. Ég er viss um, að þú ert vitlaus í stelpum eins og henni. — Heldurðu það? spyr hann á móti og lítur ertnislega á hana, and- artak; þrýstir hönd hennar lauslega og brosir. — Já, mér finnst það svosem ekk- ert skrýtið, tautar stúlkan lágt. Svo eru þau komin að húsi forstjórans föður hennar. — Jæja. Bless, segir hún. Og þakka þér fyrir. — Bless, segir hann lágt og gríp- ur laust um upphandleggi hennar. Hann lítur framan í hana stutta stund, smellir bróðurlegum kossi á kinn hennar og endurtekur: Bless! Sé þig! Hann horfir á eftir henni hvar hún fer inn i húsið. Hún lítur ekki við. Siðan snýr hann sér frá og gengur niður eftir götunni. Enn eru strætin líkt og geislabrot í töfraveig. Henni er haldið að oss, í krafti þess að vér erum ung, og oss er ætlað að njóta hennar öðrum fremur . . . Klukkan er aðeins hálf-ellefu. Er nokkurt vit í því að fara heim? Til hvers væri það? Hvað ætti pilturinn að vilja heim á kvöldi sem þessu? E'n hvert á hann að fara? Hvað á hann að taka til bragðs? Hann veit, að þegar hann kemur niður í Miðbæ, getur hann hitt fjöld- ann af kunningjum sínum, fólk sem hann þekkir, skólabræður sína, skóla- systur og sæg af öðrum stelpum. Já, hann kemst beinlínis ekki hjá því. Og hann kveikir sér í sígarettu við Upp- sala-hornið. Hann gengur Kirkjustræti — fyrir einskæra tilviljun — og kemur út á Austurvöll. Enn hefur hann engan hitt, sem hann kannast við. Ungt fólk lollar framhjá í bílum, en það eru engir sem hann þekkir. Hann ætlar út í Austurstræti og er kominn lang- leiðina, þegar hann minnist þess sem kunningi hans sagði honum frá á dögunum ... Hann hafði reikað inn á barinn á Hótel Borg eitt kvöldið — já, ein- mitt á föstudagskvöldi fyrir nákvæm- lega viku. Hann hafði þekkt sárafáa þar inni. Flestallir voru ríflega kenndir, því að áliðið var kvölds. Hann hafði verið svotil blankur, strákurinn, og ekki hugsað sér að panta neitt — aðeins ætlað að líta þangað inn, fyrir forvitnisakir; vafa- mál hvort hann fengi afgreitt, þvi hann skorti enn tvö ár upp á löggilt- an aldur til vinkaupa. En — hann hafði aldeilis dottið I lukkupottinn: Við barinn stóð náungi einn með fulla vasa fjár, að því er bezt varð séð. Og óneitanlega voru slíkir ágæt- ismenn ekki á hverju strái. Hann splæsti á röskan tug unglinga, sem voru þarna staddir, — og kunninginn lenti í hópnum. Á eftir var honum boðið í stórfenglegt partí úti i bæ, með söng, dansi, pianóleik, grammó- fónsmúsik og ótakmörkuðum vinveit- ingum; hann hafði ekki munað — eða viljað muna — hvernig sú nótt endaði ... Hvers vegna að vera að fara heim? Hvers vegna að ganga Austurstræti? Var ekki alveg eins viðeigandi að líta inn á barinn á Hótel Borg? Pilturinn hefur aldrei komið þang- að áður. Það er beinlínis skortur á lífsreynslu, finnst honum. Hann veit ekki, hvort hann muni fá afgreitt. Að visu getur hann vel litið út sem tvi- tugur, einkum ef hann setur í brýnn- ar og er nógu ákveðinn. Það má alltént reyna það. Og ef svo skyldi fara, að enginn yrði til að bjóða hon- um neitt — hvort heldur einhver sem hann þekkir, eða þekkir ekki — þá er hann með nokkur hundruð krónur í vasanum ... Faðir hans er úti á sjó. Móðir hans í landi er ekki í kvennapartíi, aldrei þessu vant. En sjálfum finnst honum ekkert athugavert við það að lenda I partíi í kvöld — i hennar stað — ef verkast vill. Við dyrnar er enginn dyravörður sjáanlegur. Pilturinn gengur rakleitt inn, og hann veit hvert hann fer ... Eða veit hann það kannski ekki? I híbýladeild Markaðsins Framhald af bls. 10. Þegar byggingin er komin upp, þarf að tryggja og Hýbýladeild Markaðs- ins hefur umboð fyrir Sjóvá og þar á staðnum er maður frá trygginga- félagi, sem gengur frá tryggingum. Þá er komið að þeim lið í starf- seminní, sem lýtur að innréttingu íbúðarinnar og húsbúnaði. Hýbýla- deild Markaðsins hefur innanhúss- arkitekt i þjónustu sinni, viðskipta- vinum fyrirtækisins til leiðbeining- ar. Það er ung stúlka, Guðrún Jóns- dóttir, og er liún lesendum Vikunn- ar kunn fyrir ágæta grein, sem hún skrifaði í blaðið í fyrra um lýsingu og ljósabúnað. Guðrún teiknar eld- húsinnréttingar og er mönnum til leiðbeiningar um hvaðeina, sem varðar frágang ibúðar. Húsgögnin eru frá tveim framleið- endum: Valbjörk á Akureyri og Hús- gagnavinnustofu Hafnarfjarðar. Þau eru með nokkuð svipuðu móti frá báðum: Áherzla er lögð á beinar lín- ur og hreina fleti eftir fyrirmyndum frá Ítalíu og Þýzkalandi, en þessi stíll er nú sem óðast að ryðja sér til rúms i Evrópu og visast til við- tals við Guðmund og Jón Benedikts- syni, húsgagnasmiði á Laufásvegi, sem áttu viðtal við Vikuna um þenn- an nýja húsgagnastil. Viðtalið birt- ist í 45. tbl. hinn 10. nóv. Það skal sagt þessari húsganga- búð til hróss, að útstillingar eru þar mun betri en við höfum átt að venj- ast. Það er þó engan veginn frum- leg hugsun á bak við þær: Þannig er einmitt algengast að Danir stilli út húsgögnum í sínum glæsilegu búðum í Kaupmannahöfn, en aðrar húsgagnaverzlanir hér hafa verið seinar að koma auga á það. Híbýla- deildin hefur umboð fyrir Hansa h.f. og hefur til sýnis gullfallegar hillur og borð frá þeim. Auk alls þessa eru þarna til sölu smærri munir til augnayndis svo sem bakk- ar og skálar úr tekki og sömuleiðis nytjahlutir eins og hnífapör og ljósabúnaður. Þeir gripir eru frá Danish Design, sem er ágætt danskt fyrirtæki og annast útflutning á danskri handiðn og listmunum. Að lokum: Híbýladeildin hefur til sölu málverk eftir nokkra ágæta málara, svo sem Jón Engilberts, Jóhannes Geir og Barböru Árnason. Er það vel, ef þarna gæti orðið eins konar galleri, þar sem sæmilegir málarar gætu verið þekktir fyrir að hafa verk sín til sýnis og sölu með öðrum góðum gripum. ★ —■ Auðvitað elska ég þig — hvernig ætti ég annars að þola þig? — Ef ég á að segja þér alveg eins og er, þá fékk ég mér í staupinu. VIKAN. 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.