Fréttablaðið - 12.12.2009, Síða 44

Fréttablaðið - 12.12.2009, Síða 44
44 12. desember 2009 LAUGARDAGUR É g hafði gengið með það í maganum í nokkur ár að gefa mína eigin matreiðslu- bók út,“ segir Rósa Guð- bjartsdóttir, matgæðingur og matar- skríbent í Gestgjafanum til margra ára. Matur hefur lengi verið aðal- áhugamál Rósu. „Ég veit ekkert skemmtilegra en að elda góðan mat, prófa hráefni og setja það saman á nýjan hátt.,“ segir Rósa, sem starf- ar sem bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Margir muna eftir Rósu frá árun- um sem fréttamanni á Stöð tvö eða framkvæmdastjóri Krabbameinsfé- lagsins. Nú er hún formaður stjórn- ar Krabbameinsfélagsins og sinnir ýmsum sjálfboðaliðastörfum fyrir það. Heima við er Rósu oft að finna í eldhúsinu þar sem hún sinnir áhuga- málinu sínu, matreiðslu. Fjölskyld- an er stór og hún kann að meta matreiðslu Rósu. „Ég vil hafa mat einfaldan og fljótlegan, er ekki endilega hrifin af því að marin- era í marga daga,“ segir Rósa, sem hugsar bókina sína öðrum þræði sem hvatningu til fólks sem miklar eldamennsku fyrir sér. „Það er ekki alltaf fljótlegast að kaupa tilbúið. Það þarf ekki að taka nema tíu til fimmtán mínútur að búa til nýjan mat og þegar maður eldar matinn sjálfur veit maður hvað er í honum.“ Rósa leggur áherslu á mat úr hráefni sem vel er þekkt hér og mikið notað hér á landi, fiski, kjúkl- ingi og lambakjöti. Fyrir utan for- rétti, aðalrétti og eftirrétti eru kafl- ar um rétti í grillveisluna, bakstur og brauðrétti og barnaafmæli. Hér á síðunni er hins vegar að finna uppskriftir úr bókinni að rétt- um í hátíðlegri kantinum sem eru við hæfi á þessum árstíma. „Laxa- rósina hef ég boðið upp á við ýmis tækifæri, meðal annars á jólunum, lambakjöt með fetaosti og rósmar- ín er hátíðlegur réttur og súkkul- aðifreistingin hefur slegið í gegn hjá minni fjölskyldu.“ Hvatning til að elda góðan mat Draumur Rósu Guðbjartsdóttur um að gefa út matreiðslubók rættist á dögunum þegar bókin hennar Eldað af lífi og sál kom út. Hún sagði Sigríði Björgu Tómasdóttir að einfaldur og hollur matur væri í uppáhaldi hjá henni. ELDAMENNSKA ER EKKI SEINLEG „Það er ekki endilega fljótlegast að kaupa tilbúinn mat,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, sem mælir með því að ungt fólk spreyti sig í elda- mennskunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sneiðið kartöflurnar í um 1 sm þykkar sneiðar og sjóðið í 10-15 mínútur. Takið þær síðan úr pottinum og látið kólna. Saltið kartöflurnar og penslið með sítrónusafa. Hrærið saman sýrðan rjóma, skalottlauk og piparrótarmauk. Skerið laxinn í sneiðar og skiptið á fjórar kartöflusneiðar. Skiptið síðan piparrótarsós- unni á sneiðarnar og 1 tsk. af hrognum ofan á hverja og eina. Skreyt- ið með fersku dilli. 1 stór kartafla salt sítrónusafi 1 dós sýrður rjómi eða 2 dl grísk jógúrt 2 skalottlaukar, smátt saxaðir 2 tsk. wasabi japanskt piparrót- armauk eða 1 tsk. fersk piparrót 200 g reyktur lax 4 tsk. silungahrogn dill, til skrauts Laxarós á kartöflu Reyktur lax verður mjög oft fyrir valinu hjá mér þegar ég bý til forrétti. Það eru endalausir möguleikar við að bera fram reyktan lax og galdra með einföld- um hætti fram góða veislu. Á jólahátíðinni finnst mér ómissandi að bjóða upp á forrétti með reyktum laxi og þá er gaman að bera hann fallega fram eins og í þessum rétti. Laxa- rósin er mjög ljúffeng og afar einfalt að útbúa og er hún gjarnan á borðum hjá mér um jólin. Þetta er flottur for- réttur við hvaða tilefni sem er. Berjið lambainnanlærin með buff- hamri þar til stykkin eru orðin nokk- uð jafn þykkir og stórir ferningar. Smyrjið pestói yfir stykkin báðum megin og látið marinerast í a.m.k. hálftíma, gjarnan í sólarhring. Saxið rósmarínnálarnar og sáldrið yfir kjötsneiðarnar. Skiptið fetaostinum jafnt á kjötstykkin og setjið smávegis af grænu salati með ostinum. Rúllið kjötstykkjunum upp og lokið þeim með tannstöngli. Leggið upprúlluð fyllt kjötstykk- in í eldfast mót, sáldrið söxuðu rósmaríni yfir og saltið og piprið. Grillið í 220 gráðum heitum ofni í um 10 mínútur. Lækkið hitann þá niður í 175 gráður og bakið áfram í um 25 mínútur til viðbótar. Slökkvið á ofninum og látið kjötið vera þar í nokkrar mínútur áður en það er tekið út og borið fram. Berið fram með sætum kartöflum en þær eru að mínu mati algjör- lega ómissandi sem meðlæti um hátíðarnar. Hér fylgir ein „hátíðleg“ tillaga að matreiðslu þeirra. Lambakjöt fyllt með fetaosti og rósmarín Góð lambasteik er sannkallaður veislumatur og með fyllingu verður kjötið sérlega meyrt og bragðgott. Fyrir 4-6. 2 lambainnanlæri 4-5 msk. rautt pestó 3-4 greinar ferskt rósmarín 4-5 msk. fetaostur klettasalat, spínat eða annað grænt salat salt og grófmalaður pipar Sætar kartöflur með pekanhnetum Skrælið sætu kartöflurn- ar, skerið í bita og sjóðið í léttsöltu vatni í 10-15 mínútur. Blandið saman bræddu smjöri, púð- ursykri og kanil. Hellið vatninu af kartöflunum og stappið þær gróflega saman. Hrærið smjör- blöndunni saman við. Setjið í eldfast mót og stráið pekanhnetun- um yfir. Bakið í 10-15 mínútur við 200 gráður. Einnig er hægt að bera stöppuna fram beint, þ.e. án þess að baka hana í ofninum, en við baksturinn verður yfir- borðið stökkara en ella. 3-4 sætar kartöflur, ca 1 kg 70 g smjör, brætt 1 msk. púðursykur 1 tsk. kanill handfylli pekanhnet- ur, saxaðar Súkkulaðifreisting Ljúffengur eftirréttur fullkomnar góða máltíð og þá verður súkkulaði freistandi sem aldrei fyrr. Fátt jafnast á við gott súkkulaði og eru áhrif þess á líðan og lund alkunn. Hvað sem því líður njótum við bara góðs eftirréttar og föllum fyrir freistingunum þegar það á við, eins og um jólin. Sannir sælkerar kætast og súkkulaðiunnend- ur hreinlega falla í stafi. 3 dl rjómi 250 g suðusúkkulaði 3 eggjarauður 1/3 tsk. salt 2 msk. smjör 1 msk. kaffilíkjör eða 1 tsk. vanilludropar Hitið rjómann í potti við vægan hita. Takið af hitanum og hrærið súkkulaðið saman við þar til það bráðnar. Hrærið vel. Hrærið eggjarauðurnar og saltið vel saman. Bætið ca. 1 dl af súkkulaðiblöndunni varlega saman við eggjarauðurnar. Hellið síðan blöndunni í pottinn og hrærið mjög vel. Hrærið svo smjörinu og líkjörnum eða vanilludropum saman við. Hellið í litlar skálar eða bolla og kælið í ísskáp í amk 2 tíma. Stundum set ég nokkur ber, t.d. rifsber, bláber eða skorin jarðarber, í botninn á skál- unum áður en súkkulaðiblöndunni er hellt yfir. Þá koma berin á óvart í lok súkkulaði- freistingarinnar. M YN D IR /M A G N Ú S H JÖ R LEIFSSO N
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.