Fréttablaðið - 12.12.2009, Page 58

Fréttablaðið - 12.12.2009, Page 58
MENNING 6 BRÉF TIL NÆTURINNAR Kristín Jónsdóttir Niðurstaða: Ort af mikilli íþrótt og opnu hjarta. ★★★★ Bókin ber með rentu undirtitilinn „ástarsaga“ og er frumraun höf- undar, hennar fyrsta bók. Þetta er saga um ást – ást í meinum, for- boðna ást, sönn og opinská og eink- ar persónuleg, frásögn af ógndjúp- um innri átökum, saga um synd og syndaaflausn, baráttu náttúr- unnar og blæðandi ástríður. Bók sem vekur undrun og aðdáun, ort af mikilli íþrótt og opnu hjarta. Hér fer saman víðtæk kunnátta og ótvíræð skáldgáfa. Lesandinn er víða alveg gáttaður og trúir tæp- ast eigin augum – þetta á ekki að vera hægt: yrkja „einsog“ Davíð og Tómas og Hulda og Stefán frá Hvítadal án þess að endurtaka neitt eða apa eftir. Komast upp með að ríma hold við mold án þess að líta til baka. Engin átök við fyrirrenn- ara eða forskrift. Ég tek ofan. Bókin er tæpar eitthundrað síður og frásögnin er samfelld, stígandi atburðarás og stríð framvinda. Undir lokin verða síðan efnis- leg straumhvörf sem ljóðformið bregst strax við og undanbragða- laust: verður þá bæði knappara og nýtur meira frelsis. Ljóðin eru í bundnu máli: taktviss hrynjandi, reglubundinn kliður, rím og stuðl- ar, rómantískir bragarhættir og nýklassískir, liðir ýmist stígandi eða hnígandi eftir efni og aðstæð- um. Sígild ástarsaga í sígildum bún- ingi en ilmar þó af nýútsprungnu brumi og sýnilega ort af fullum heilindum – hér er hvorki verið að yrkja upp skólaljóðin né æfa sig í bragfræði liðinnar tíðar: háttur ljóðanna er eiginlegur hjartsláttur þeirra en hvorki flík né skart. „... eilífðin varir andartak / uns iðan í strenginn fellur.“ (49). Jafnvel son- netturnar eru svo tilgerðarlausar og eðlilegar að lesandinn trúir því að málsatvikið hafi valið sér þann stakk (en ekki öfugt) og tekur ekki eftir hættinum fyrr en eftirá. Skáldskaparmálið er agað og nán- ast engin dæmi um að bragurinn beri efnið ofurliði, eða að rím eða stuðull eigi sér (öðru fremur) for- sendu í forminu – eru það fremur fáséð heilindi í bundnum kveðskap síðustu ára. Tilfinning ljóðanna er ekta en viska þeirra skáldskapur sem vex af sömu rót og umfaðm- ar eigin búning átakalaust. Mál- blóm ljóðanna spretta öll af ástríðu skáldsins og eru því hvergi afskor- in, því síður sölnuð. Vex í augum vonlaust stríð sem verður að heyja Í öskrandi þögn býr ótti og kvöl sem engum má segja ... (85). Flest ljóðanna eru ort í fyrstu persónu eintölu og persónur bók- arinnar eru tvær í forgrunni frá upphafi til enda: ég og þú – hún og hann. Hún (ég) er ljóðmæland- inn, hann (þú) er vinur hennar og ástmaður. Frá þessari reglu er þó vikið einstaka sinnum og alltaf með augljósum hætti. Lesandinn er aldrei ávarpaður og framsetn- ingin er hvergi eintal við þriðja aðila. Skáldið hvorki vill né reyn- ir að draga lesanda sinn á tálar né þrengja sér uppá hann – eiginlega kemur hann skáldinu ekki við og er hálfgerð boðflenna eða ósýnilegur næturgestur. Nýtur kræsinganna í einrúmi, jafnvel í fjarska. Sem er vitaskuld ekki aðferð nútímaljóðs- ins en þakklát afvötnun (í þessari bók) þess geislavirka atóms sem allt vill stuða. Og bókin er líka mál- svörn: rýfur þrúgandi þögn. Í bókinni er ekkert sem þarfnast túlkunar eða greiningar, merking hennar hvergi loðin eða falin. Tákn- in gagnsæ og myndmálið skýrt, ljóðmálið einfalt og blátt áfram. Nýgervingum beitt af kunnáttu og yfirvegun. Hvergi neytt bragða til að villa um fyrir lesandanum né véla hann út á hálan ís. Bókin er auðlesin og aðgengileg. Íslenskur alþýðukveðskapur. Náttúrufegurð og færni. Þjóðlegar ær og kýr. Samt engin sveitasæla og engum dylst að raunveruleg saga býr að baki, ang- ist ljóðanna á sér uppsprettu í ævi höfundar. En blessunarlega er búið svo um hnúta að ástæðulaust er að fletta upp í einkalífinu til að skilja ljóðin og verða fyrir áhrifum. Les- andinn þarfnast einskis annars en orðin tjá – ljóðin sjálf eru sitt eigið „se og hör“. Þessvegna eru þau ekki einstaklingsbundin (þótt þau séu mjög persónuleg) og lesandan- um vandalaust að finna þeim stað í eigin brjósti. Ljóðabók er aldrei algóð nema allt sem í henni stendur sé nýtt undir sól og mána, bæði hvað er sagt og hvernig, og mörk þess (hvað & hvernig) hverfi í inntaki orðanna. Þá er ekki beðið um lítið – og á ekki við um þessa bók. En höfundurinn hefur full tök á skáldskapargrein sinni og yrkir ljóð sem unun er að lesa. Sérstaða þessarar bókar er heillandi. SIGURÐUR HRÓARSSON Ást í föstu formi Kristín Jónsdóttir skáld. F réttablaðið leitaði til ell- efu sérfróðra bókabéusa til að velja bestu bækurn- ar frá árinu 2000. Fyrir- komulagið var þannig að álitsgjafarnir voru beðnir að velja fimm bestu skáldverk áratugarins að þeirra mati og raða þeim í röð. Stig voru gefin fyrir hvert sæti og voru stigin lögð saman til skera úr hverjar væru bestu bækur áratug- arins. Til greina komu öll íslensk skáldverk sem gefin voru út frá 2000-2009. Með skáldverkum er átt við sömu verk og eru gjald- geng til Íslensku bókmenntaverð- launanna í flokki fagurbókmennta (skáldsögur, smásögur, ljóð og svo framvegis). Listi álitsgjafanna var skemmti- lega fjölbreyttur. Sex skáldverk skáru sig úr að mati álitsgjaf- anna, þótt munurinn hafi ekki verið afgerandi. Eins og búast mátti við voru margar bækurnar tilnefndar til Íslensku bókmennta- verðlaunanna á sínum tíma, þar á meðal allar bækurnar í fimm efstu sætunum að Áhyggjudúkkum und- anskildum. Einnig má finna nokk- urn fjölda bóka sem voru ekki tilnefndar. Fimm verðlaunabæk- ur áratugarins komust þó ekki á blað: Aldingarðurinn eftir Ólaf Jóhann Ólafsson, Fólkið í kjallar- anum eftir Auði Jónsdóttur, Öxin og jörðin eftir Ólaf Gunnarsson, Hvar sem ég verð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur og Gula húsið eftir Gyrði Elíasson. Krimmar áttu ekki upp á pall- borðið hjá álitsgjöfum blaðsins, aðeins einn reyfari komst á blað – Skipið eftir Stefán Mána. BESTU BÆKUR ÁRATUGARINS Við lok hvers áratugar er til siðs að líta yfi r farinn veg og meta það sem vel var gert. Fréttablaðið tók forskot á sæluna og leitaði til sérfræðinga um hvert væri besta íslenska skáldverkið sem komið hefur út á undanförnum áratug. ÁLITSGJAFAR FRÉTTABLAÐSINS Ásgeir H. Ingólfsson, ritstjóri Kistunnar. Eiríkur Guðmundsson, útvarpsmaður á Rás 1. Gunnþórunn Guðmundsdóttir, bókmenntafræðingur og ritrýnir á Bókmenntavefnum. Haukur Ingvarsson, útvarpsmaður á Rás 1. Jón Yngvi Jóhannsson, bókmenntafræðingur og ritrýnir Pressunnar. Páll Baldvin Baldvinsson, fulltrúi ritstjóra á Fréttablaðinu. Soffía Auður Birgisdóttir, Úlfhildur Dagsdóttir, bókmenntafræðingur og bókverja. Þórarinn Þórarinsson, blaðamaður á DV. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir bókmenntafræðingur. Þröstur Helgason bókmenntafræðingur. HVERT ORÐ ER ATVIK OG DYR AÐ DRAUMI eftir Þorstein frá Hamri. „Gott dæmi um það hvernig skáldið hefur endurnýjað list sína á síðari árum. Sú endurnýjun hófst með ljóðabókinni Sæfaran- um sofandi og síðan þá má segja að ríkt hafi nokkurs konar blóma- skeið í ljóðlist Þorsteins.“ FYRIR KVÖLDDYRUM eftir Hannes Pétursson. „Bókin er kraftmikil. Tónn henn- ar er hvass, stundum kaldur og dökkur. Hún er heilsteypt, hnit- uð, beitt og falleg. Eins konar uppgjör við kaldrana tuttugustu aldarinnar og hjárænulegan sam- tímann.“ BLYSFARIR eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur. „Áhrifamikill ljóðabálkur um ást, fíkn, þrá/hyggju og söknuð sem svíður undan að lesa.“ ´03 eftir Kristján Karlsson. „Á gamals aldri skrifar skáld- ið verk sem er í senn ljóðrænt og vitsmunalegt. Þetta tvennt á samleið í ljóðum Kristjáns og ekki síst í þessari bók sem má sennilega telja hans bestu.“ GUÐLAUSIR MENN – HUGLEIÐ- INGAR UM JÖKULVATN OG ÁST eftir Ingunni Snædal. „Síðasta bókin í svona lista er alltaf erfiðust, hér mætti einn- ig nefna Hnattflug Sigurbjargar Þrastardóttur og Höggstað Gerð- ar Kristnýjar, auk bókar Jóham- ars, Skáldið á daginn, bara svona svo nokkrar af fjölmörgum frá- bærum ljóðabókum áratugarins séu nefndar.“ VEGUR MINN TIL ÞÍN eftir Matthías Johannessen. „Efnismikil og ágeng bók, lýsir stöðugri hreyfingu, hugmynda- legri og formlegri fjölbreytni sem er vandfundin í íslenskum bókmenntum. Heiðarleg og inni- leg.“ BRÉF TIL NÆTURINNAR eftir Kristínu Jónsdóttur. Bestu ljóðabækurnar Nokkrar ljóðabækur komu til álita sem besta skáldverk áratugarins, að mati ráðgjafa Fréttablaðsins: „Stórvirki í íslenskum þýðinga- bókmenntum sem mun lengi lifa.“ JÓN VIÐAR JÓNSSON / DV Í Ummyndunum endursegir skáldið Óvíd af stakri andagift fjölmargar goðsagnir Rómverja og Grikkja. Nú er þetta meistaraverk heims- bókmenntanna fáanlegt í öndvegis- þýðingu Kristjáns Árnasonar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.