Fréttablaðið - 12.12.2009, Side 60

Fréttablaðið - 12.12.2009, Side 60
vín&veisla2 Ágúst Reynisson hefur verið í veitingageiranum í mörg ár og fylgst með þróun vín- menningarinnar hér landi, sem hann segir hafa breyst mikið. Sjálfur er hann mikil áhugamað- ur og hefur meðal annars skoðað nokkrar vínekrur. „Það er mikil upplifun að heim- sækja vínekru og sjá hvern- ig framleiðslan fer fram,“ segir Ágúst Reynisson, eigandi og fram- kvæmdastjóri veitingastaðar- ins Fiskmarkaðarins, sem hefur heimsótt nokkrar vínekrur bæði í gamla og nýja heiminum eins og þeir eru gjarnan nefndir í vín- heiminum. „Ég hef heimsótt vín- ekrur í Kaliforníu í Bandaríkjun- um og svo í Bordeaux í Frakklandi, Rioja á Spáni, og svo Jerez á suður- Spáni.“ Ágúst segir heimsóknina til Bordeaux eftirminnilegasta en þar gisti hann á herrasetri. „Ég skoðaði framleiðsluna frá a-ö, smakkaði á þrúg- unum og fann hvern- ig þær brögðuðust, en maður finnur mun á því bæði á milli árstíma og svo á milli svæða. Vínberin sem fara í vínin eru allt öðruvísi en þau sem við kaupum út úr búð. Þau eru ekki beinlínis vond en þau eru ekki góð heldur,“ segir Ágúst og hlær. „Það var líka mikil upplifun að sjá framleiðsluferlið, þegar vínið var komið á eikartunnur, og svo tappað á flöskur. Í vínkjallaran- um voru áratugagamlar flösk- ur og jafnvel þótt ég fengi ekki að smakka úr þeim fengum við að kvöldi dags að bragða á víninu sem framleitt var á þessari vínekru við gómsætan kvöldverð.“ Ágúst segir að vínin frá gamla heiminum eins og Frakklandi, Ít- alíu og Spáni séu ólík þeim frá nýja heiminum eins og Bandaríkjun- um og Ástralíu. „Frakkar nota eik- ar tunnur enn mikið en Bandaríkja- menn nota stáltanka, sem hefur áhrif á bragðið. Þá er jarðveg- urinn líka ólíkur svo aðeins nokk- uð sé nefnt. Þetta er heil fræði- grein og hægt að sökkva sér ofan í hana,“ segir framkvæmdastjór- inn. Hann segir áhuga Íslendinga á vínum hafa aukist gríðarlega síð- ustu tíu ár. „Áður var nánast bara ein tegund sem fólk drakk með mat en það var rósavínið Mateus. Nú hefur fólk meiri þekkingu á þrúgunum og getur oft valið vínið út frá því.“ En hvernig vín ætti fólk að velja með fiskréttum? „Margir telja að það megi ekki drekka rauðvín með fiski en það er rangt. Til eru létt vín með góðri fyllingu sem henta vel með þeim,“ segir hann og ít- rekar að vínmenning landans sé að breytast. „Það er stór hluti af góðri máltíð að drekka góð vín, sem passa vel með matnum. Margir eru orðnir öruggir og geta pantað sjálf- ir en síðan eru þjónarnir vitaskuld til þess að aðstoða við valið.“ Ágúst Reynisson hefur ferðast víða vegna áhugamálsins: Skoðaði vínekrur í nýja og gamla heiminum VÍNÁHUGAMAÐUR Ágúst Reynisson hefur skoðað vínekrur víða í heiminum og smakkað á víni þar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON UTAN ÚR heimi vín&veisla fylgir laugardagsblaði Fréttablaðsins l Útgefandi: 365 miðlar l Forsíðumynd: NordicPhotos/Getty Árlega kemur út fjöldinn allur af bókum um vín, enda er áhuginn mikill svo að segja um allan heim. Hver um sig eru þessar bækur stílaðar inn á fólk sem er misvel að sér um vínsins lystisemdir, en eiga þó flestar sameiginlegt að í þeim er tilurð og framleiðsla vína rakin, hvernig best sé að geyma og bera þau fram og borin saman ýmis vín frá ólíkum vínræktarsvæðum, svo fátt eitt sé nefnt. Sú bók sem einna mestra vinsælda hefur notið í þessum geira er The World Atlas of Wine eftir breska OBE-orðuhafann Hugh John- son. Sá hefur á yfir fjöru- tíu ára ferli ritað fjölmargar bækur um vín og er jafnan tal- inn sá höfundur sem flestar slíkar bækur hefur selt í heim- inum í gegnum tíðina. Heims- atlasinn um vín kom fyrst út árið 1971 og nýjasta útgáfan, sú sjötta í röðinni, var gefin út fyrir tveimur árum. Síðan 2004 hefur annar OBE-orðu- hafi, Jancis Robinson, sem hefur meðal annars starfað við ráðgjöf fyrir viðamikinn vín- kjallara Elísabetar Bretlands- drottningar, verið meðhöfund- ur að bókunum. Eins og áður sagði hafa bæk- urnar notið mikilla vinsælda og víðs vegar hlotið frábæra dóma. Meðal þeirra sem kunnu að meta bókina er gagnrýnandinn Ben Gil- berti hjá Washington Post, sem sagði um fimmtu útgáfuna að sam- starf þeirra Johnsons og Robinsons væri það besta milli tveggja Breta síðan Lennon og McCartney voru og hétu. Besta samstarf tveggja Breta síðan Lennon og McCartney lesningGÓÐ GRÆNLENSKT VERÐLAUNAHÓTEL Hotel Arctic í Ilulissat á Grænlandi hreppti verðlaun í ár sem kennd eru við nýja norræna matargerðarlist. Þetta kemur fram í frétt á vef Matvælastofnunar. Þetta er í þriðja sinn sem verðlaunin eru veitt, og hlýtur vinningshafinn heiðursskjal og peningaverðlaun sem nema 100.000 dönskum krónum. Verðlaunin eru veitt af áætlun Nor- rænu ráðherranefndarinnar um nýja norræna matargerðarlist. Sjö voru tilnefndir til verð- launanna í ár, en þema ársins var menning og hönnun tengd við matargerð og matarmenn- ingu. Í fréttinni kemur fram að Hotel Arctic hafi í fjölda ára samþætt list og menningu í þeirri upplifun sem hótelið vill veita gestum sínum. Matseðill veitingastaðarins einkennist af græn- lensku hráefni, innréttingar eru norræn hönnun og listaverkin grænlensk. Auk þess er boðið upp á grænlenska tónlist og dans. Ágúst segir rangt að rauðvín megi ekki drekka með fisk. Það sé bara spurning um að velja rétta vínið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.