Fréttablaðið - 12.12.2009, Page 63
vín&veisla 11
Tilnefnd til
gourmand-
verðlaunanna
Maturinn
hennar Nönnu
er tilnefnd til
Gourmand World Cookbook
Awards 2009
í tveimur flokkum,
Best Innovative Cookbook
og Best Cookbook
Illustrations.
Enginn hvítur sykur, ekkert hvítt hveiti
og allar marineringar heimalagaðar.
Við sýnum og sönnum að hollur matur er
líka gómsætur matur!
Ekki er svo langt síðan jólabjór varð vinsæll á Íslandi en ástæð-una má sjálfsagt rekja til þess hversu seint bjórinn almennt kemur til landsins; ekki fyrr en árið 1989. Hann hefur eins og
annað þurft þennan tíma til að ná fótfestu. Fyrst um sinn voru menn
sólgnir í lagerbjór en í framhaldi af því fóru þeir að prófa sig áfram,
flytja inn ýmsar tegundir og svo framleiða í beinu framhaldi,“ segir
Dominique Pledel Jónsson, eigandi Vínskólans.
Dominique segir jólabjórinn til marks um þessa þróun og bætir
við að þessi siður berist hingað frá Danmörku líkt og jólahlaðborðið
danska. Þar er mjög algengt að framleiða bjór eftir árstíðum, eins og
fyrir jólin, þegar matarvenjur taka dálitlum breytingum,“ segir hún
og tekur fram að jólabjórinn sé meiri matarbjór en lagerbjór. „Bragð
hins fyrrnefnda er pínulítið bragðmeira og beiskara.“
Sérviska bruggmeistarans
Dominique segir að jafnframt megi líta á jólabjór sem tjáningu á
ákveðinni sérvisku bruggmeistarans. „Meðal annars vegna þess að
þessir litlu framleiðendur, eða „micro“-framleiðendur á Íslandi og líka
í Danmörku og á Englandi, geta eiginlega gert það sem þeim dettur í
hug. Sem dæmi um það nota þeir
í Ölfusi gám undir bruggfram-
leiðsluna sem undir venjulegum
kringumstæðum fer í að reykja
hangikjöt. Það gefur jólabjórn-
um þaðan ákveðið kryddbragð.“
Hún bætir við að stórir fram-
leiðendur séu þó ekki síður nýj-
ungagjarnir. „Þeir eru vissulega
bundnir öðrum lögmálum, en til
dæmis Ölgerðin framleiðir bjór
sem ber með sér skemmtilegan
keim af malti og appelsíni.“
Dominique bendir á alltaf sé
að bætast við bjórflóru lands-
manna, til marks um það séu nú
um sextán jólabjórar í Vínbúðinni, bæði innlend framleiðsla og erlend.
„Stóru brugghúsin eins og Ölgerðin og Vífilfell eru með nokkrar gerð-
ir bjóra en bjórarnir frá minni brugghúsunum eins og Skjálfti frá Ölv-
isholti á Suðurlandi, Jökull frá verksmiðjunni Miði í Stykkishólmi og
Kaldi frá Bruggsmiðjunni Árskógssandi, sem er elst þeirra, njóta ekki
minni vinsælda. Enda eru þeir flokkaðir sem sælkerabjórar. Jólabjór-
inn er því orðinn hluti af mat og drykk Íslendinga á aðventunni og að-
eins eitt merki um þær breytingar sem hafa átt sér stað á vínmenn-
ingu hér. Menn drekka nú bæði minna magn af víni en áður og frekar
í þeim tilgangi að njóta þess með mat heldur en að nota það sem vímu-
gjafa.“
Í matargerð
Aðspurð segir Dominique að jólabjórinn megi hæglega nota í matar-
gerð. „Til dæmis hefur Friðrik V. soðið kjúkling í jólabjór og svo hefur
Hákon notað bjórfroðu með rétti þar sem bygg kemur við sögu en bygg
er auðvitað grunnurinn að maltbjór.“
En hvernig er að drekka jólabjórinn án þess að matast með? „Það
fer nú bara eftir því hversu kröfuharða bragðlauka fólk hefur en bjór-
inn er ágætur einn og sér. Bragð hans magnast hins vegar um helm-
ing með rétta matnum, eins og til dæmis hangikjöti,“ segir Dominique
og bætir við að jólabjór sé yfirleitt betri við stofuhita á meðan flestum
þyki lagerbjór góður ískaldur. „Annars er enginn munur hvað drykkju
viðkemur,“ segir hún og brosir.
Magnast
með matnum
SÉRVISKA Dominique segir að líta megi á
jólabjór sem tjáningu á ákveðinni sérvisku
bruggmeistarans. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
N
O
R
D
IC
P
H
O
TO
S
/G
E
TT
Y
MEÐ STEIKINNI
Dominique segir
bragð bjórsins
magnast með
tilteknum mat.