Fréttablaðið - 12.12.2009, Page 98
vín&veisla22
Ýmiss konar áhöld styðja við kokkteilboðið, hvort sem kampavín eða
kokkteilar eru á borðum. Mojito-stautur er þarfaþing þegar kemur að því
að merja myntulauf saman við límónu og sykur en það er undirstaða hins
Mojito. Þá eru til tvískipt klakabox sem skilja vatn frá heilum klökum. Kokk-
teilhristari er ómissandi, líka fagurlaga kokkteilglös. Soda Stream flösku er
gott að eiga og lager af kokkteilpinnum og pappírsregnhlífum til skrauts.8hlutir í kokkteilboðið
KÚNÍGÚND Georg
Jensen-Mojito-stautur
4.150 krónur.
KÚNÍGÚND
Georg Jensen
kampavínskælir
23.000 krónur.
KOKKA Soda Stream
flaska 8.950 krónur.
KÚNÍGÚND Tvískipt klakabox
frá Georg Jensen sem skilur
vatn frá heilum klökum 23.000
krónur.
KÚNÍGÚND
Kokkteilglasa-
mottur til skrauts.
KÚNÍGÚND Georg
Jensen kokkteilhristari
23.000 krónur.
KOKKA
Partígafflar
750 krónur.
Pink Lady
2-3 cl Vodka Koskenkorva
Fresita jarðarberjafreyðivín
Hellið 2-3 cl Vodka Koskenk-
orva í kampavínsglas. Fyllið
síðan upp með ísköldu
Fresita jarðarberjafreyði-
víni. Kreistið safa úr
límónu yfir.
Skreytið glasið með lím-
ónusneið eða jarðarberi.
Mojito
Einn allra vinsælasti drykkur á börum og veitingahúsum.
4 cl af Havana Club rommi (gert ráð fyrir ljósu en drykkurinn verður þó bragðmeiri með
dökku rommi)
safi úr hálfri límónu
6-8 myntulauf og síðan fleiri í til skrauts
2-3 tsk. hrásykur
skvetta af sódavatni
Kreistið safann úr límónunni í glasið. Bætið sykri og myntulaufum saman við og blandið.
Myntulaufin þarf að merja saman við límónusafann og sykurinn og best er að nota til þess sérstak-
an Mojito-staut sem er hægt að fá í betri búsáhaldaverslunum. Sé slíkur ekki fyrir hendi er hægt að
nota skeið. Fyllið glasið af klakamulningi, bætið romminu saman við og hrærið. Hellið loks skvettu
af sódavatni út í og skreytið með myntulaufum og límónu.
Amarula Colada
Afríka og Karíbahafið saman í einu glasi.
6 cl Amarula Cream
3 cl ljóst romm, Havana Club Anejo Blanco
9 cl ananassafi
3 cl kókosmjólk eða kókosrjómi
Blandið öllu saman í kokkteilhristara ásamt
klaka. Hristið vel og hellið í hátt glas. Skreytið
með ananasskífu.
Það getur komið sér vel að geta hrist einstaka kokkteila fram úr erminni en fátt er jafn smart að
hafa á borðum. Það sem til þarf er sjússmælir til að
hlutföllin verði í lagi og kokteilhristari eða rafmagns-
blandari, en kokteilar sem eru blandaðir í rafmagnsblönd-
urum verða sérstaklega mjúkir og loftkenndir. Síðan eru það réttu
innihaldsefnin og ávextir og ber til skrauts. Til að útkoman verði
sem best er mikilvægt að bera drykkina fram í fallegum glös-
um, með drykkjarstráum og hræripinnum.
Svalandi
5 FÍNIR KOKKTEILAR
KOKKA Kokk-
teilglas 2.250
krónur.
Ferskju Martini
Einfaldur en bragðgóður
3 cl Vodka Koskenkorva
3 cl Ferskjulíkjör Peachtree Original
Setjið í kokkteilhristara ásamt klaka og hristið
vel. Hellið í fallegt kokkteilglas.
Skreytið með stjörnuávexti
Daiquiri
Daiquiri er sígildur kokkteill.
Hann varð til á Kúbu í
byrjun síðustu aldar og er
kenndur við bæinn Daiquiri.
4 cl Havana Club ljóst romm
2 cl safi úr sítrónu eða límónu
2-3 tsk. flórsykur
(jafnvel síðan örlítil skvetta af
kirsuberjalíkjör)
Hristið saman með klaka í rafmagns-
blandara eða kokkteilhristara. Hellið í
kokkteilglös.
(Glasbarmurinn er oft vættur með
sítrónu og dýft í smá sykur)