Vikan


Vikan - 24.08.1961, Side 2

Vikan - 24.08.1961, Side 2
GLEYMINN GALDRAKARL Fegurð hársins hefst með Hvers vegna? Vegna þess, að með því að nota White Rain verður hárið lifandi og blæfagurt. Þessi silkimjúki vökvi er með lokkandi ilmi, gerir hárið glitrandi, gefur því blæbrigði ... vekur hina duldu fegurð þess. White Rain er framleitt á þrennan mis- munandi hátt til þess að fegra sérhverja hárgerð — ein þeirra liæfir einmitt yðar hári. Perluhvítt fyrir venjulegt hár Fölblátt fyrir þurrt hár Bleikfölt fyrir feitt hár White Rain fegrunar shampoo — hæfir öllu hári. Töframaðurinn Truxa, sem einu sinni var einn skemmtikraftanna á kabarett hér í Austurbæjarbíó, kom fram á skemmtun i Sviþjóð fyrir nokkru. Meðal annars sýtndi hann listir sinar í vasaþjófnaði. Að sjálf- sögðu skilaði hann hlutunum aftur til viðkomandi aðila. Sjálfsagt vegna mikilla hita, láðist honum að láta eitt fórnarlambanna hafa armbands- úr sitt aftur. Eitt kvöld, er Truxa sat makindalega við lestur á hótel- herbergi því er hann bjó í, var barið all harkalega að dyrum hjá honum. Var þar kominn maðurinn, sem ekki hafði fengið úrið sitt til baka, og í fylgd með honum var þrekvaxinn lögregluþjónn. Maðurinn fékk úrið án nokkurra málalenginga. ★ ÚLFARNIR HÉLDU SIG 1 BURTU: Danska leikkonan Greta Thyssen hefur oft átt í töluverðu basli við að halda áleitnum náungum í hæfilegri fjarlægð. Kvenlegur yndisþokki henn- ar hefur að sjálfsögðu heillað margan, að ég ekki mynnist á blaðamenn. í vikDbfrjnn Fyrir nokkru skrapp hún yfir til Kaupmannahafnar, en þegar hún kom aftur til Hollysvood og mætti þar I samkvæmi, hafði hún meðferðis hvorki meira né minna en hlébarða í bandi! ★ Hljómsveitarstjóri einnar dans- hljómsveitanna hér i bæ skrapp inn í Vesturver um daginn. Að vanda gekk hann að afgreiðslu Hljóðfæra- verzlunar Sigríðar Helgadóttur, og víkur sér að afgreiðslustúlkunni. „Eigið þið til gítarstrengi?" Já, svar- aði stúlkan, hvaða streng? „Já! Það skiftir engu máli. Ég ætla bara að skera ost með honum?“ ★ JAPÖNSK SÁLFRÆÐI: Frumburðurinn er yfirleitt sá gáf- aðasti i barnahópnum, segja nútíma sálfræðingar í Tokio. Þessi yfirlýsing er byggð á stórkostlegum rannsókn- um, sem sálfræðingar við Shizouka- Háskólann hafa framkvæmt. 10.000 skólabörn voru rannsökuð í þessu sambandi. Ennfremur uppgötvuðu þeir, að röskustu börnin eru fædd í marz, og börn fædd í febrúar og janúar koma í annað og þriðja sæti. Maí- og júni-börn hafa verst gáfna- far, halda japönsku sálfræðingarnir fram. Það er tóm vitleysa. Ég veit þetta, því ég er sjálfur fceddur í júní. ★ Lögregluþjónn einn í París fékk ný- lega orðu fyrir góða frammistöðu í stöðu sinni. Hann hafði nefnilega sýnt sérlega hæfni í að finna stolna bila .Nú er búið að loka hann bak við lás og slá, og ástæðan . . . bílþjófnað- ur. 1 ákærunni var hann sakaður um að hafa ekið bílunum á afskekkta staði, og síðan „fundið“ þá næsta morgun og fengið orðu fyrir afrekið. 2 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.