Vikan - 24.08.1961, Page 6
Þær konur eru fáar, sem kunna
ekki að meta fallegan hatt, sér í lagi
ef þeim finnst tilveran ofboð lítið
hversdagsleg. Og karlmenn þeir, sem
næstir þeim standa, fá aldrei skilið
þann furðulega seið, er breytt getur
rosknum matrónum í draumadisir, ef
þær setja einn af þessum hlægilega
litlu hnoðrum á höfuð sér.
JÞessu var nokkuð á annan veg
farið um Játvarð Karólyn, því að
Lára, konan hans, var ekki sérlega
gefin fyrir hatta. Hins vegar var hún
hörmulega veik fyrir indælum og ó-
hentugum skóm. Ekki höfðu þó kom-
ið nægilega margar leiðindastundir
fyrir í þeirra fjögurra ára hjúskap
til þess að réttlæta allan þann fjölda
af alls konar skóm I ótal gerðum, er
fylltu fataskáp hennar.
En Lára hafði afsakanir á taktein-
um fyrir því að hafa keypt þá. Það
hafði legið svo vel á henni, eða það
var bara vor í loftinu.
Játvarður leit yfir raðirnar á skáp-
gólfinu og stundi: — En góða, bezta,
þú notar aldrei helminginn af þeim.
Lára var að skipta um föt fyrir
miðdegisverðarboð hjá kunningjun-
um. Nú gekk hún til hans og stakk
handleggnum undir arm hans.
— Jú, víst geri ég það, — og auk
þess þykir mér svo gaman að safna
skóm.
— Það væri ódýrara að safna fri-
merkjum, anzaði hann stranglega.
— En voða leiðinlegt. Skór eru
manni svo mikils virði, Játvarður,
þess vegna er svo gaman að þeim.
Sjáðu! Hún laut niður i fataskápinn
og dró fram gamla slitna skó.
— Þessir eru ekki nýir. Það voru
fyrstu dansskórnir minir. Þeir minna
mig á þá daga, er þú varst hræðileg-
ur strákur og rakst út úr þér tung-
una, þegar þú komst ekki hjá þvi að
dansa við mig. Og littu bara á gylltu
ilskóna, elskan mín. Ég var seytján
ára og það var fyrsti dansleikurinn
minn. Roy bauð mér með sér, af því
að þú varst með mislinga. Manstu
eftir því?
Augu hennar ljómuðu. Gullskórnir
hennar Öskubusku komust ekki í
hálfkvisti við þá dásemd, sem þessir
voru! — Ég hefði getað dansað á
þeim alla nóttina. Og sjáðu, hér eru
skórnir, sem ég var i, þegar ég fór
í löngu gönguferðina með þér út i
sveitina. Hælarnir voru náttúrlega
nokkuð háir, — ég datt, sko, í læk-
inn! Þú dróst mig upp úr, og þegar
þú varst búinn að skamma mig, þá
baðstu mín! Og þessir hvítu silki-
skór, það eru vitanlega brúðarskórnir
mínir. Þú vilt þó ekki, að ég segi
skilið við alla minjagripina mína?
Hann andvarpaði og kyssti hana á
yndislegan kollinn.
— Nei. Þegar skápurinn er orðinn
fullur, skal ég útvega þér nokkrar
hillur. Annars hef ég ekki áhyggjur
af því, sem liðið er, heldur nútíðinni
og framtíðinni. Þrennir skór á tveim-
ur mánuðum, — það er meira en
pyngjan ræður við.
— Ég hef svo fínan smekk, sagði
hún raunalega. — Ég dáist að skóm,
sem eru eitthvað frábrugðnir.
— Og verðið er eftir því.
Hann leit á hana og reyndi að vera
ákveðinn. — Lára, hérna eru eitt
hundrað krónur. — Ég legg þær und-
ir skálina á borðinu í forstofunni og
Hún sagðist telja þetta forskot á ai-
mælisgjöfina. En það voru fjórir
gasreikninginn hjá. Þú borgar þenn-
an reikning í fyrramálið. Ef þú geng-
ur um Sunnutorg og Austurbrún,
ferðu ekki fram hjá neinni skóverzl-
un. Ég hef athugað þetta allt saman.
Hún fyrtist við. — Ég er nú engin
smátelpa. Þú mátt trúa mér til að
borga gasreikninginn.
Hann minnti hana ekki á það, að
fyrir nokkrum vikum hafði hún farið
að borga reikning, en komið þá heim
með skó fyrir peningana í staðinn.
mánuðir fram að afmælinu, og hann
vonaðist til að geta sparað saman i
gjöf þangað til.
Reikningurinn gat ekki beðið.
Hann fann undir niðri ,að betra hefði
verið fyrir hann að borga reikning-
inn sjálfur. En einhvern tíma varð
hún að læra að standast freistingar.
Morguninn eftir lagði Lára af stað
í léttu skapi. Vestan við Sunnutorgið
nam hún staðar. Þar var vinnuflokk-
ur að grafa í götuna og auglýsing
sett upp til að beina umferðinni i
aðra átt. Hún sá hvítt rykský þyrlast
upp í loftið, og svo beygði hún inn
á Merkistræti.
Það var gömul búð í Merkistræti,
sem hafði verið lokuð í nokkrar vik-
ur. Þar höfðu smiðir verið að verki,
rifið vegginn, sem’ vissi að götunni,
og sett nýjan í staðinn með nýtízku-
skreytingu. Og þegar hún leit þang-
að, sá hún, að sýningarglugginn var
fullur af töfrandi, fallegum skóm.
Lára nam staðar sem steini lostin.
Það var eins og segull drægi hana
að sér. Sérstaklega voru það einir,
sem hún gat ekki slitið augun frá.
Þeir voru langir og mjóir og mjög
vandaðir. Rósir voru á þeim að fram-
an og hælarnir hátíðlegir. Þeir voru
úr dúnmjúku kálfskinni, —- lilla-
bláir.
— Ó, hvað þeir eru fallegir! hvísl-
aði hún. — Við nýju, gráu gönguföt-
in mín, — og hafa svolítinn fjóluvönd,
•— óviðjafnanlegt!
Hún leit á verðmiðann, og þá datt
henni nokkuð í hug. Hundrað krón-
ur fyrir gasreikninginn.
Hún sneri við og hélt ákveðin
leiðar sinnar. Klukkan var ellefu, og
veitingaskálinn Kaffibollinn var op-
stærð ... Hún starði á þá eins og
inn. Hún settist við borð undlr glugg-
anum og hrærði í bollanum annars
hugar. Þessir litlu, ótrúlegu, lillabláu
skór voru svo frábrugSnir! Hún
mundi aldrei sjá aðra eins.
Hún átti ekki mikið eftir af fata-
peningunum sínum. Hún gróf gamalt
umslag upp úr handtösku sinni og
fór að telja. Það var síðasta augna-
blikið fyrir uppgjöfina, enda þótt hún
vildi ekki viðurkenna það sjálf ...
Auðvitað voru skórnir af réttri
bergnumin, og allur góður ásetning-
ur um að eyða ekki heimilispening-
unum hvarf eins og dögg fyrir sólu ...
Þegar Játvarður kom heim, hengdi
hann af sér hatt og yfirhöfn úti í
litlu forstofunni. Hann var þreytu-
legur.
Þó vék þreytan í svip hans fyrir
örlitlu brosi, um leið og hann lagði
böggulinn, sem hann hélt á, niður í
litlu kistuna í forstofunni.
Lára tók ástúðlega á móti honum,
sem hennar var vandi. En ef hann
hefði verið ofurlítið óþreyttari, mundi
grunur hafa læðzt inn hjá honum
um, að eitthvað væri ööruvisi en það
ætti að vera. Hún hafði sem sé til-
reitt eftirlætisrétt hans, sem var
kálfskjöt með ætisveppum.
— Er nokkur hátíð? spurði hann.
Lára faldi fæturna undir borðinu.
— Það er giftingardagurinn okkar
á hinn daginn, svaraði hún. — Þetta
er bara svolítill undirbúningur. Ég
þori að veðja, að þú varst búinn að
gleyma því!
— Nú skjátlaðist þér, svaraði hann
hróðugur. — Ég mundi meira að
segja eftir að kaupa gjöf handa þér.
■—■ Gjöf? stamaði hún. — En Ját-
varður, þú hefur ekki spurt, hvað
mig langaði helzt til að fá?
— Auðvitað ekki, — það á að koma
þér á óvart. Hann brosti drýginda-
lega eins og skólapiltur. — Þú getur
ekki annað en verið ánægð með það,
sem ég keypti, elskan mín!
— Það var nokkuð sérstakt, sem mig
langaði að eignast, Játvarður, —
nokkuð, sem ég var búin að hugsa
mér að biðja þig um, af þvi ... þú
veizt ...
— Ég er viss um, að þú gleymir
þvi, þegar þú sérð Þessa gjðf!
Hún braut heilann í óða önn, með-
an hún var að taka af borðinu, en
fann engan botn, því að hún hafði
talið víst, að Játi mundi fallast á að
kaupa skóna handa henni sem gjöf
á giftingardaginn.
Svo kom hún aftur inn I stofuna,
og augu hans hvildu með velþóknun
á þessari indælu konu, — ofan frá
hvirfli og allt niður að fótum. En þar
nam tililt hans staðar eins og stein-
runnið, líkt og hann tryði ekki þvi,
sem hann sá.
— Lára, varð honum loksins að
orði, — hvar hefur þú fengið þessa
skó?
— Já, vinur minn, ég átti að iara
og borga gasreikninginn í morgun, en
þeir voru að gera við götuna, svo að
ég gekk upp Merkistræti I staðinn ...
— Hvar fékkstu Þessa skó? greip
hann fram i.
— Það er það, sem ég er að reyna
að segja þér. Pálmar var búinn að
opna nýja búð, og, — já, elsku, peir
voru svo töfrandi. Og þegar ég fór að
leggja það niður fyrir mér, hvernig
ég gæti komizt yfir þá, datt mér gift-
ingardagurinn okkar í hug. Og þá
vissi ég, að það væri í lagi, þótt ég
keypti þá. — En svo varð þetta ó-
heppni samt sem áður, fyrst þú fórst
að kaupa gjöf handa mér. Hún var
næstum iðrandi í rómnum.
Hann andvarpaði þungan, og hún
sá sér til leiðinda, að birtan hvarf
úr svip hans og gremja, Þreyta og
vonbrigði settust að honum I stað-
inn.
— En gasreikningurinn ? spurði
hann með illspárri ró.
—■ Já, ég borgaði hann, sko, ekki,
því að ég hélt, að ...
— Gjöfin til þín er frammi í kist-
unni, greip hann fram í. — Það er
sama, þótt þú takir hana upp núna.
— En Játvarður . . .
— Gerðu það! sagði hann önuglega.
Hún sá á bögglinum, að i honum
mundi vera skókassi. Þá reif hún um-
búðirnar utan af, lyfti lokinu og —
starði utan við sig á skó, sem voru
nákvæmlega eins og þeir, sem hún
hafði á fótunum.
Hún bar þá í ráðaleysi inn til hans
og kreisti burt tárin með augnalok-
♦ ♦♦♦♦
♦ ♦♦♦♦
+++++
♦ ♦♦♦♦
♦ ♦♦♦♦
Skiluröu það ekki? spurði hún. Hann skildi það ekki, og með sjálfum sér gerði
hann ekki ráð íyrir að geta nokkurn tíma skilið rökfræði kvenna.
ÍÍÍÍfÍÍfÍÍfflI; S S S 3 £ £ ££
11
íiiiiiu
*t***tt*tttt*******+*iiiiiiiii
**********tttttttttTtTtTÍTX
& VIKAN