Vikan - 24.08.1961, Qupperneq 7
unum. — Elsku, ég vissi ekki! Hvern-
ig átti ég að vita það? Hvar hefurðu
keypt þá?
— Hjá Norman i Aðalstræti, svar-
aði hann þurrlega. -— Eg sá þá í
kaffihléinu og hélt, að þér mundi líka
liturinn. Stúlkan í búðinni mundi
stærðina þína, — hún sagðist hafa
selt þér svo marga, bætti hann við.
— Það er bezt, að þú skilir þeim aft-
ur í fyrramálið.
Hún ætlaði að segja eitthvað, en
Hann sagði, að ég væri óróman-
tísk og leiðinleg. Mundu það, barnið
mitt, að það getur verið gaman —
og leyfilegt — að kaupa sér ósvikið
ilmvatn eða kosta upp á sig nýrri
hárgreiðslu af matarpeningunum og
lifa svo á pylsum í stað bauta í
nokkra daga. En aðeins við og við,
ekki oftan en ...
Þegar litið var á málið frá þessari'
hlið, virtust skókaup hennar ekkert
annað en ófyrirgefanleg heimska,
um óveðursský efasemdanna.
Þegar Játvarður kom heim, mælti
hann afsakandi:
— Nú er illt í efni, væna min. Ég
hafði hugsað mér að panta borð fyrir
okkur til þess að halda upp á gift-
ingardaginn okkar. En nú verðum
við að taka á móti Perriam frá aðal-
skrifstofunni og konu hans í stað-
inn. Hann er nýorðinn stjórnarfor-
maður og er nú á skyndiferð I bæn-
— Sjálfsagt, svaraði hún. — Eg
skal laga svo góðan mat sem ég get
og þíða karlinn upp, svo að hann
láti þig hafa starfið!
Hann brosti annars hugar og strauk
um vanga hennar. Hún tók það sem
vott þess, að hann hefði fyrirgefið
henni, og svo rauðu rósirnar, sem
hún hafði fengið um morguninn.
Hvað svo sem Láru kann að hafa
verið áfátt, gat enginn neitað því,
að hún bjó til góðan mat, enda kveið
iRB
SMASAGA
hann greip fram í fyrir henni: — Já,
ekki er hægt fyrir þig að skila þeim
aftur, sem þú ert með á fótunum. Þú
ert eins og gráðugur gauksungi, Lára,
þegar um skó er að ræða. Því, sem
þig langar til, verður þú að fá fram-
gengt.
— Þú skilur þetta ekki. I þetta sinn
var það öðruvísi!
— Já, það er alltaf öðruvisi hjá
þér, þegar þú gerir eitthvað barna-
legt, einhverja flðnsku. Það er ekki
til annað verra en gift kona, sem
kann ekki með peninga að fara. Það
er kominn tími til fyrir þig að fara
að verða fuliorðin.
Betra hefði verið að fá skammlr
hjá honum en þessa kuldalegu gagn-
rýni, hugsaði hún og fann sárt til
þess, hvað hann hafði orðið fyrir
miklum vonbrigðum.
Þessi kuldi hélzt allt kvöldið. Ját-
varður var þreytulegur i hreyfingum
og dapur i bragði. Kossinn var ekki
hlýr, er hann kvaddi hana morgun-
inn eftlr.
— Farðu með skóna til Normans,
sagði hann án þess að líta á hana. —
Þú getur borgað gasreikninginn með
verðinu.
— Og skóna, sem ég keypti, köllum
við svo gjöf þína til mín, mælti hún i
bænarrómi.
— Hann yppti öxlum. — Sem þér
sýnist.
En það var ekki nóg, hugsaði hún.
Henni varð litið á skóna, sem hún
hafði keypt daginn áður, og allt i
einu fékk hún andstyggð á þeim.
Þegar hún fór út, lét hún á sig elztu
skó, sem hún átti.
Henni varð á að óska þess, að
mamma hennar byggi ekki á öðru
landshorni. Hún hefði verið vis til að
geta leyst þennan vanda, eins og hún
var rólynd og skilningsrik. Lára
mundi, hvað hún hafði sagt, einu
sinni, rétt eftir að hún missti mann
sinn.
— Pabbi þinn kunni blátt áfram
ekkert með peninga að fara, barnið
mitt. Það lætur svo vel i eyrum að
lifa áhyggjulausu iifi, að láta hverj-
um degi nægja sína þjáningu og
fleygja reikningunum í pappirskörf-
una. En það er hreinasta raun, ef
hinn aðilinn er aðgætinn. Við hefðum
lifað rólegra og hamingjusamara lífi,
ef ég hefði ekki alla tið þurft að
hafa aðgæzlu með afkomuna.
Þegar Játvarður kom heim, mælti hann af_
sakandi: — Nú er illt í efni, væna mín. Ég
hafði hugsað mér að panta borð fyrir okkur 1
annað kvöld ...
fannst henni. Hún nam staðar fyrir
utan gluggann hjá Norman og vildi
helzt ekki skila skónum aftur, svo
bjánalegt sem það var að hika við
slíkt. Hún renndi augum yfir að
skartgripaverzluninni við hliðina, og
allt i einu eygði hún ljósglætu gegn-
um.
— Væri ekki betra að bjóða þeim
á veitingahús?
— Nei, Perriam vill heldur hitta
starfsmenn sína á heimilum þeirra
og heilsa upp á frúrnar. Þessi heim-
sókn getur haft mikla þýðingu. Eg
er einn af sex á lista, sem stendur
til að hækka I starfi. Heldurðu, að
hún ekki kvöldinu. Meðan hún var
að fægja borðbúnaðinn og koma
blómunum fyrir, strengdi hún þess
heit að láta kvöldið heppnast vel. Hún
ætlaði að vera róleg og virðuleg, en
alls ekki að líkjast neinum unglingi.
Hún ætlaði að vera í eina „dömu-
kjólnum" sínum og einföldustu og
verklegustu skónum.
Framhald á bls. 42.