Vikan


Vikan - 24.08.1961, Síða 20

Vikan - 24.08.1961, Síða 20
$penna»di 09 skemmtíleQ nstnr sngn eftir PntriUn Fenwich 7. hluti. Hikki leit á hana spyrjandi augna- ráði. •— En Cleveland er kominn, sagði hann. — Ertu ekki einmitt að halda þér til fyrir honum? — Marín getur haldið sér til fyrir okkar báðar, svaraði hún óvenjulega hvatskeytslega. — Á meðan hún heldur sig í nánd við hann, tekur hann áreiðanlega ekki eftir mér eða mínum klæðnaði. Mikki hló. — Hann er þá ekki sá fyrsti, sem fellur fyrir bláu augun- um hennar, — og verður áreiðanlega ekki sá síðasti, ... nema ... Hann lét málningarburstann stöðv- ast eitt andartak ,eins og honum dytti allt í einu eitthvað stórmerkilegt i hug. — Kannski við ættum einmitt að vinna að þessu, Lísa? Hann er áreiðanlega allra ákjósanlegasti mág- ur, — á peninga eins og sand, og svd öll frægðin, manneskja. Það er áreið- anlega tekið tillit til hans meðal þess áhrifafólks, sem hann umgengst. — Það er að minnsta kosti tekið tillit til hans í hans eigin hugsun, svaraði hún kaldranalega. — Hann er sá hégómlegasti uppskafningur, sem ég hef nokkru sinni augum litið, og ekki get ég skilið, hvað Marín sér við hann. En hún um það, — nú fer ég og hef kjólaskipti. FYRSTA ÞÆTTI LOKIÐ. Mikki starði steinhissa á eftir Lísu, þegar hún gekk út úr herberginu og skellti hurð á hæla sér. Svo blístraði hann lágt. Eitthvað var það, sem egnt hafði hana til reiði. — En ekki gat hún verið afbrýðisöm gagnvart Mar- ínu. Síðan Marín kom heim úr skól- anum, höfðu aðdáendur hópazt að henni og Lísa látið það algerlega af- skiptalaust. Hún hafði meira að segja skopazt að hylli hennar meðal karl- manna, enda var hún allt of skynsöm stúlka til þess að láta öfund og af- brýðisemi hlaupa með sig í gönur. Það var einkennilegt, þetta kven- fólk, hugsaði Mikki og málaði af kappi. Nú voru ekki nema þrír dagar, þangað til Beryl var væntanleg, og hann varð að sjá svo um, að her- bergi hennar yrði eins vistlegt og frekast var unnt. Hjarta hans tók að slá örara við tilhugsunina um það, að hvert andar- tak, sem leið, færði hana í rauninni nær honum. Jafnvel þótt Monte Para- iso samsvaraði varla þeim hugmynd- um, sem hún gerði sér af þeim stað, mundi það ekki hafa minnstu áhrif, þegar hún væri einu sinni þangað komin. Þegar maður og kona voru ástfangin hvort af öðru, eins og hann og Beryl, var þeim það nóg að mega vera nálæg hvort öðru. Við giftum okkur tafarlaust, hugsaði hann, það er ekki eftir neinu að bíða. Lísa hafði fataskipti í næsta her- bergi, smeygði sér úr kjólnum og fór í síðbuxur og blússu. Það var máln- ingarblettur á buxunum; henni gramdist það í svip, en svo yppti hún öxlum og sagði við sjálfa sig, að það skipti ekki neinu máli. Hún var ekki að hugsa um að halda sér til, starfið beið hennar, hún varð að hjálpa Mikka, svo að herbergi Beryl yrði til- búið í tæka tíð. Það kom ekki nein- um við, hvernig hún leit út, að minnsta kosti ekki þessum Victor Cleveland, sem komið hafði eins og hvirfilvindur inn á lífsbraut hennar, kysst hana og kallað hana unnustu sína, en síðan komizt að raun um, að hann hefði heldur átt að láta Marínu verða þeirrar náðar aðnjótandi. Nema hvað? spurði hún sjálfa sig. Hví skyldi mér ekki standa það á sama? Þetta er ekki nema eðlilegt. Marin er falleg, en ég er bara — eins og ég er. Hún starði alvarlegu augnaráði á sjálfa sig úr speglinum á snyrtiborð- inu. Grá augu, sem reyndu að láta ekki neitt á hryggð sinni bera, •—• hakan ákveðin, munnurinn helzt til stór, dökkt og óviðráðanlegt hár, sem minnti ekki hið minnsta á rauðgullið lokkaflóð Marínar, systur hennar. Sem sagt, — alls ekki nein fegurðardís, sagði hún við sjálfa sig af þeirri heið- arlegu hreinskilni, sem henni var lag- in. Engu að síður hefði hann ekki þurft að láta það í veðri vaka, að hún væri eins konar fuglahræða, . . og hann hefði ekki heldur þurft að benda kunningjum sínum á hana, þegar hann sá, að hún mundi hafa heyrt, hvað hann sagði. Hún beit á jaxlinn, þegar hún minntist þess, hve þeir höfðu hlegið. Og hann er hégómlegur og montinn uppskafningur, sagði hún við sjálfa sig. Hvernig hann gat talað um sjálf- an sig áðan, . . öldungis eins og hann væri eini maðurinn í heiminum, sem gæti samið leikrit. . . . — Ferðu ekki að koma, Lísa? kall- aði Mikki óþolinmóður. — Ætlarðu ekki að hjálpa mér að ýta skápnum til? Og þá mundi hún það, að hún hafði lofað því að hjálpa honum við að mála skápinn í herbergi Beryl. — Ég er alveg að koma, svaraði hún og ákvað að hætta algerlega að hugsa um þennan Victor Cleveland. Hann var ekki þess virði, að maður léti hann valda sér gremju eða leiðind- um. Og þegar á allt var litið, mundi hún varla hafa haft mikið saman við hann að sælda, hvort eð var, þar sem hann hugðist sitja lon og don inni í herbergi sínu og skrifa leikrit, . . . skapa enn eitt meistaraverkið. Hví ekki það! En hún hlaut brátt að viðurkenna það, að hann vann eins og berserk- ur. Hann fór að vinna strax að af- loknum morgunverði daginn eftir, og smellirnir frá ritvél hans bárust út til hennar um opinn gluggann eins og linnulaus skothríð, þar sem hún sat úti á veröndinni og saumaði ábreiðu á rekkju Beryl. Hún hafði ekki heyrt ritvélarsmelli, síðan hún hætti vinnu sinni í skrifstofunni, og það lét ein- kennilega framandi i eyrum í sólskin- inu og þessu friðsæla umhverfi hátt uppi í fjöllum. Öðru hverju varð skyndilegt hlé á skothriðinni, stund- um í nokkrar mínútur, og hún heyrði, hvernig hann þreif pappírsörkina úr ritvélinni og vöðlaði henni saman. Þá gat hún séð það fyrir hugskotssjónum sínum, hvernig hann sat og starði fram undan sér með hnyklaðar brún- ir og beið þess, að andinn kæmi aft- ur yfir sig. Annars var skothríðin yf- irleitt órofin, smellur eftir smell, ... dálítið ónotalegt og truflandi til lengd- ar. Það hefði að minnsta kosti verið henni nokkur hugfró að vita, að hann ætti í baráttu við viðfangsefnið, í stað þess að hann vann að því eins og ham- hleypa. Það var eins og þessi1 linnu- lausa skothríð undirstrikaði sjálfs- traust hans og það mikla álit, sem hann hafði á sjálfum sér. — En hvað kemur mér það í raun- inni við? spurði hún sjálfa sig upp- hátt, — og einmitt í þeirri sömu andrá þurfti Marín endilega að rekast út á veröndina. — Hvað er það, sem þér kemur í rauninni ekki við? spurði hún. Lisa hló. ■—■ O, ég var bara að tala við sjálfa mig, svaraði hún. -— Þú ættir nú að hjálpa mér við að brjóta ábreiðuna saman. Ég verð að koma henni einhvers staðar fyrir, þangað til málningin á herbergi Beryl er orð- in þurr. — Nei, hvað hún verður falleg, mælti Marin og virti ábreiðuna fyrir sér með aðdáun. — Þetta verður vist- legasta herbergi, þegar búið er að lagfæra það. Hún fékk Lísu ábreiðuna og mælti enn: — Victor segir, að við séum búin að gera kraftaverk hérna í sambandi við gistihúsið, þegar tek- ið sé tillit til þeirra örðugleika, sem við höfum átt við að etja. — Það er nærgætnislegt af honum, svaraði Lísa þurrlega, og Marín virti hana fyrir sér og hrukkaði ennið. — Hvað gengur eiginlega að þér, Lisa? spurði hún. •— Hvað er það eig- inlega, sem þú hefur að honum að finna? Þú varst hræðilega ókurteis við hann í gær. . . . Ritvélarsmellirnir fyrir innan gluggann hljóðnuðu allt í einu. — Mér hvorki fellur við hann né fellur ekki við hann, svaraði Lísa ákveðin. — Og vitanlega geri ég allt, sem í mínu valdi stendur, til þess að honum líði sem bezt, á meðan hann dvelst hérna. Eh hann tók það bein- línis fram í bréfinu, að hann vildi hafa ró og næði. Það er þess vegna engin ástæða til að vera beinlínis að hafa ofan af fyrir honum, bætti hún við, eins og málið væri þar með útrætt. — Þar að auki er nóg fyrir mig að gera, því að herbergið verður að vera til- búið, þegar Beryl kemur, og að svo mæltu hvarf hún inn fyrir til að að- gæta, hvort málningin væri ekki farin að þorna, svo að hún gæti farið að koma gluggatjöldunum upp. Marín horfði hugsi á eftir henni. Hvað gekk eiginlega að stúlkunni? — Gat það verið, að hún þyldi ekki lofts- lagsbreytinguna? Eða, — og henni datt skyndilega nokkuð í hug, en það var þó enn ólíklegra, — það gat ekki hugsazt, að hún væri Victor reið fyrir það, að hann smellti á hana kossi í tollbúðinni? Hvernig hefði eiginlega farið fyrir fjölskyldunni, ef hann hefði ekki verið svo ráðsnjall, — og hvaða máli gat svo sem einn koss skipt nú- tímastúlku? En um leið rifjaðist það þó upp fyrir henni, hvernig henni sjálfri hafði orðið við, þegar Andý kyssti hana. Hún heyrði fótatak nálgast, leit um öxl og sá, að Victor var kominn út á veröndina. — Er ekki timi til þess kominn að taka sér dálítinn sundsprett? spurði hann og beið svars hennar með eftir- væntingu. Bros hennar varð enn innilegra fyrir það, að minningin um Andý ásótti hana enn. — En hvað um starfið? spurði hún glettnislega. — Ég hef þegar lokið við fyrsta þátt, svaraði hann. — Ég hafði gert ráð fyrir, að það mundi taka mig að minnsta kosti þrjá til fjóra daga, en þetta hefur gengið eins og af sjálfu sér. Það hlýtur að stafa af þeim örv- andi áhrifum, sem þú hefur á mig. . . — Ætli það sé ekki heldur hið heil- næma fjallaloftslag, svaraði hún og hló glettnislega. — Mér er meir í mun að halda, að það komi af því, að þú óskir þess, að mér gangi sem bezt, maldaði hann í móinn með glettnisblik í augum. — Ég hef að minnsta kosti lokið við fyrsta þáttinn, og þess vegna finnst mér ég eiga það fyllilega skilið, að við skreppum í vatnið dálitla stund. — Ég ætla að ná í sundfötin min, svaraði Marín og hvarf inn i húsið. Sundbolurinn var grænn. Hún hafði keypt hann í Lundúnum sumarið áð- ur, þegar þau Andý voru þar á ferð, — og á heimleiðinni hafði slegið í brýnu með þeim. — Hvað var það nú aftur, sem þau höfðu verið að þræta um? Hún gat ekki munað það eða öllu heldur vildi ekki muna það. Ég sé víst seint eftir því, að ég skyldi vera svo skynsöm að slíta trúlofun okkar, hugsaði hún — og að ég skyldi fara hingað með þeim hinum. Og nú þegar Victor er kominn. . . . Hún lauk ekki setningunni. Enn hafði hún ekki þekkt Victor nema tæpan sólarhring, en þó fannst henni sem þau hefðu þekkzt frá fyrstu tíð. En þrátt fyrir það var enn svo margt, sem henni var allsendis ókunnugt um í sambandi við hann. Eitt vissi hún þó þegar: að hann var óvenju-aðlaðandi maður, — að hann var bæði ríkur og frægur — og hafði þegar öðlazt fast aðsetur í þeim heimi, sem hún hafði sjálf hald- ið í nokkrar dýrlegar vikur, að hún mundi hljóta aðsetur í, — og loks, að hann dáðist að henni. . . . Hún klæddist sundbolnum og rifj- aði upp fyrir sér aðdáunina í augum hans, þegar hann horfði á hana. Og hún hugsaði sem svo, að ef til vill ætti sá draumur eftir að rætast . . . þrátt fyrir allt. . . . ANNAÐ EN HANN HAFÐI BÚIZT VIÐ. Mikki, ástin mín, — hvað það er dá- samlegt að sjá þig aftur, masaði Beryl. Ég gat bókstaflega ekki trúað mínum eigin eyrum fyrst í stað, þegar frú Woods bauðst til að greiða allan ferða- kostnað minn hingað, ef ég vildi sjá um móður hennar á leiðinni, andvarp- aði hún sæl og hrifin. — En auðvelt varð það ekki, það get ég sagt þér. Ég mátti aldrei nokkra stund frá henni víkja. En nú hefur dóttir henn- ar hérna tekið hana í sína umsjá, sem betur fer. Og nú er ég hingað komin, Mikki, og þú getur bara ekki gert þér í hugarlund, hve ég bíð þess með mikilli eftirvæntingu að sjá að- setursstað okkar, þarna í Monte Para- iso! Og hún bætti við, þegar hún sá, að brosið hvarf af andliti hans: — Vit- anlega var það ekki fyrst og fremst þess vegna, að ég kom . . . Mikki, ástin min, ertu ekki feginn að sjá mig. . . . — Feginn? svaraði hann, — ég hef talið stundirnar. Og hún brosti glaðlega, enda þótt za VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.