Vikan


Vikan - 24.08.1961, Page 26

Vikan - 24.08.1961, Page 26
Þcgar nornin fír i banhnnn Dag nokkurn fóru Jens og Lisa að heimsækja gömlu nornina, Minný Möggu Möllu. — Uff, hvað hún virðist vera í vondu skapi, sagði Jens, þegar þau komu auga á hana, þar sem hún sat í stólnum sinum fyrir utan húsið. —• Hvað ætli sé nú að henni? — Það er ekki neitt að mér, sagði nornin, þegar þau komu alveg að henni. Það er bara það, að ég heí lesið svo mikið í blöðunum um þjófa, sem stela peningum frá fólki. Og nú þori ég næstum því ekki að sofa á næturnar. — Já, en áttu þá einhverja peninga, hérna heima hjá þér? spurði Jens. — Peninga og ekki peninga, sagði nornin, ég er nú ekki rík, en allt, sem ég á, er I vindlakassa undir rúm- inu mínu. Og ég nota nú næstum þvi aldrei neitt af þessum eignum min- um, og því er alltaf að bætast við þær í hvert skipti, sem ég fæ elli- launin. — Já, en Minný Maggý Malla, þú átt auðvitað að setja peningana i bankann. — Ég hef heyrt um það, sagði nornin, en ég kæri mig nú ekki um að láta aðra fá peningana mína. —- Þú færð vexti i bankanum, sagði Jens. Hvað er nú það? spurði Minný Maggý Malla. — Sko, sagði Jens, þegar þú setur 100 kr. í bankann, þá færðu 9 kr. á ári, bara fyrir, að þeir fá að hafa peningana. Og ef þú leggur inn 200 kr. þá færðu 18 kr. á ári. — Og ef ég legg inn þrjú hundruð kr. þá fæ ég 27 kr. á ári ... Já, þetta er reglulega fallega gert af þeim. Ég ætla svo sannarlega að fara í bank- ann eins og skot. Nornin stóð upp og flýtti sér inn. Hún átti I dálitlum vandræðum með að leggjast á hnén og komast undir rúmið ti lað ná í vindlakassann, en það heppnaðist samt. — Lísa, finndu hattinn minn, þenn- an með slæðunni, ég verð að komast af stað strax, svo að ég byrji undir eins að fá peninga hjá bankanum. En allt í einu staðnæmdist hún, og djúp hrukka myndaðist á milli augn- anna. — Jens, hvernig getur það átt sér stað, að bankinn vilji láta mig fá svona mikla peninga bara fyrir að fá að geyma mína peninga, svo að enginn steli þeim frá mér? —• Það liggur i augum uppi, sagði Jens. Skilurðu ekki, að stundum kemur fólk í bankann til að fá lán- aða peninga. Það getur það líka fengið, en það verður að borga fyrir það. Ef einhver fær lánaðar hundrað krónur, þá verður hann að borga 10 kr. fyrir það á ári. Svo lánar bankinn út peninga, sem einhver annar hefur lagt inn, og fær borgað fyrir það einni kr. meira, en hann gefur þeim, sem leggja inn peninga. — Ertu að gefa í skyn, að bankinn muni voga sér að lána öðru fólki peningana mína, kannski einhverjum gerókunnugum, sem ég kannast ekk- ert við? hrópaði nornin. E'f svo er, fá þeir ekki grænan eyri frá mér. Jens ætlaði að fara að segja eitt- hvað, en hætti við það. Hann og Lísa litu hvort á annað, og þau þekktu hvort annað það vel, að þau þurftu ekki að tala um það, sem nú þurfti að gera. Lísa hljóp út og niður í þorpið til að tala við bankastjórann, sem hún þekkti, því að hann var frændi vinkonu vinkonu hennar. Jens var kyrr hjá norninni og sagði: — Nei, ég held ekki, að þeir mundu lána neinum peningana þína. En við getum spurt þá niður frá. — Já, það ætti ekki að skaða, sagði Minný Maggý Malla. Svo fóru Jens og nornin niður í bankann. Bankastjórinn stóð fyrir utan dyrn- ar og hneigði sig, þegar hann sá nornina. ■— En sá heiður fyrir banka okkar, að þér, frk. Malla, ætlið að trúa okk- Framhald á bls. 31. ARNA .qaman BÓKAMERKI. Teiknið fallega lagaða ör á filt- efni, og klippið hana út tvöfalda. Svo límiS þiS hlutana saman og byrjiS í oddinum. Áður en hún er límd saman hinum megin, er búinn til dálítið iangur fáni úr öðru efni, sem stungið er inn á milli filtbitanna, en svo limdur þar á milli. Þetta er skemmtileg og auSveld gjöf handa vinum og kunningjum. TEIKNIÆFING FYRIR ÞAU YNGSTU. Eggið hérna á, þótt merkilegt sé, ekki að verða ungi, heldur fiskur. Þið byrjið á því að teikna eggið (1. mynd). Bætið tveimur bogalínum (2. mynd). Fyllið svo línurnar út, og teiknið munn og auga — og síðast nokkrar öldulinur. Þá eruð þið búin að teikna fallegasta fisk, sem syndir í hafinu (3. mynd). Veiðimaðurinn rnætti tveimur villtum dýrum í frumskóginum. Hvaða dýr það voru, getið þið séð, ef þið klippið alla teikninguna út »g brjót- ið hana saman á réttum stöðum. Veiðimaðurinn kemur einnig í ljós. EINN f HEIMINUM. Falleg, lítil vera hefur vogað sér alein út í heiminn, en hver er það? Svarið færðu með því að draga línu á milli númeranna i réttri röð. Svo litið þið á eftir. 26 VIKAN.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.