Vikan - 24.08.1961, Blaðsíða 38
rétt að mæla, tók ekkjufrúin undir
við hana. Nýir vendir sópa bezt, og
hér veitir sannarlega ekki af að sópa
— og það svo, að um muni.
— Við vöðum syndina og lestina í
brjóst, bætti skólastýran við.
— Gamli presturinn okkar var svo
góður á sinn hátt, en hann ... tók
frú Ubel til máls. En þá gerðist það,
að María steig skref fram á gólfið
og hvessti á hana augun.
— 1 þessum híbýlum skal engmn
dirfast að segja eitt misjafnt orð um
séra Meissner sáluga, mælti hún af
festu.
— Nei, guð sé oss næstur, flýtti
„póstmeistarinn" sér að segja En
hann var of góðlyndur og gæfur til
þess að starfa í þessari ...
— Spillingarinnar Sódómu og Góm-
orru, botnaði ungi presturinn setning-
una. — En nú þótti Maríu ráðskonu
meir en nóg komið.
— Það er litil hæverska að taka
prestinum með slíkum klögumálum,
sagði hún og hvessti enn sjónir á
konurnar fjórar. Hann er þreyttur
og svangur eftir ferðalagið. Nú fer
ég að minnsta kosti fram í eldhús
og tek mér eitthvað skynsamlegra
fyrir hendur.
Presturinn leit til hennar, og þakk-
lætið leyndi sér ekki í svip hans.
— Ég hlakka sannarlega til að fá
eitthvað í svanginn, Maria, sagði hann
vonglaður. Ég veit, að konurnar hafa
mig afsakaðan. Satt bezt að segja
langar mig til að líta á kirkjuna.
Komið þér með, hringjari?
aÓÐA stund stóð séra Hartwig
þögull á kirkjugólfinu og virti
fyrir sér þetta guðshús, þar sem
allt bar ljóst vitni elli og hirðuleysi.
— Þannig lítur þá kirkjan mín út,
varð honum að orði, og vonbrigði
hans leyndu sér ekki.
Hringjarinn kinkaði kolli.
— Það sé fjarri mér að segja nokk-
urt misjafnt orð um séra Meissner
sáluga, mælti hann lágri röddu. — En
hann, — guð veri sál hans náðugur,
— hafði hugann svo bundinn við það
himneska, að hann veitti jarðnesk-
um smámunum ekki athygli, ... eins
og því til dæmis, að þakið á kirkjunni
hriplekur.
Og hann benti á stóran bala, sem
droparnir drupu niður í án afláts.
— Það er ekki nóg, að vatnið hripi
niður um það í hverri skúr, heldur
lekur að minnsta kosti í þrjár klukku-
stundir, eftir að upp styttir. Litið
þér á myndina af heilögum Jósep
þarna á veggnum, herra prestur ...
regnið hefur skolað burt allri gylling-
unni af skikkju hans.
— Mér skilst, að kirkjan sé ekkl
auðug að fé, mælti presturinn ungi.
Hvernig maður er hann annars, bæj-
arstjórinn hérna?
—- Og það er nú kráreigandinn,
sem er bæjarstjóri, svaraði hringjar-
inn. Og honum er það vist meir i mun,
að sóknarbörnin eyði skildingum sin-
um til að styrkja krána en kirkjuna.
Presturinn kinkaði kolli.
— Og fyrst kráin kemur ekki í
kirkjuna, verður kirkjan að koma i
krána, varð honum að orði. Ég ætla
að heilsa upp á kráreigandann og
bæjarstjórann þegar í stað.
Veitingamaðurinn stóð við ámu á
stokkum og sneri baki að dyrum, þeg-
ar presturinn kom inn.
— Hartwig heiti ég, mælti prest-
urínn ungi.
Veitingamaðurinn snerist á hæli og
virti gestinn fyrir sér.
— Nýi presturinn, geri ég ráð
fyrir, sagði hann. Það gleður mig að
kynnast yður.
Honum hafði orðið það á að ganga
ekki nógu vel frá tappanum á ám-
unni, og nú fossaði ölið út á gólfið.
— Fjandinn sjálfur hrópaði hann
og fiýtti sér að slá tappann í. En svo
gætti hann að sér. Fyrirgefið þér orð-
bragðið, prestur minn, sagði hann.
—■ Látið það ekki á yður fá, svar-
aði presturinn ungi. Ég hef verið
fangelsisprestur í rúmt ár, svo að ég
kippi mér ekki upp við hvað, sem er.
Veitingamaðurinn brosti.
— Allt í lagi, sagði hann. Má ég
ekki bjóða yður krús af öli?
— Nei, þakka yður fyrir, — ekki
svona um miðjan daginn.
— Fyrirrennari yðar var ekki van-
ur að neita sopanum, hvenær dags
sem var og hvort heldur það var öl
eða vín. Og eins hafði hann ekkert
á móti að fá sér slag ... Þér erfið
sæti hans hér við háborðið, prestur
minn. Þar hittast þeir alllr á kvöldin,
sem kallast mega framámenn hér i
þorpinu.
— Mér þykir leitt að valda yður
vonbrigðum, svaraði prestur. En ég
held, að ræða mín eigi betur við i
kirkjunni en kránni.
Það kom óánægjusvipur á andlit
veitingamannsins og bæjarstjórans.
— Mér skilst, að þér séuð þá einn
af þessum strangtrúuðu, varð honum
að orði. Þér haldið þá vitanlega
þrumuræður yfir okkur og reynið að
umbreyta okkur öllum í engla.
Ungi presturinn brosti.
— Það væri ekki svo fráleit hug-
mynd, sagði hann. Og vitanlega set
Hallandi nál
Betri yfirsýn
2 .S
*> ui
£2
3 •4)
>*■
v) a
= 3
< ra
.£ »
tf> O
o
n
3
hin glæsilega
Slant - o - matic
SINCER 401
er ema velm með hallandi nal
Flytur vinnuna naer ydur. Aud-
veldar sýn yfir verkið. Nákvæm
tvinnastiMing Audvelt mynstur-
val. SINGER 401 er ein full-
komnasfa vélin á markadinum
3B VIKAN