Vikan


Vikan - 24.08.1961, Síða 43

Vikan - 24.08.1961, Síða 43
a l > heimilistækin hafa staðist dóm reynslunnar eru nýtízkuleg létta hússtörfin H.F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN, HAFNARFIRÐI biðjið um 9&> konu sér við hlið. Herra Perriam reyndist vera kjarnakarl, sem framar öllu líktist vel stæðum bónda, og frú hans var Þróttmikil kona og gild sem trjá- stofn frá öxlum til ökla, hlýleg og vingjarnleg. Georg Perriam bar hið mesta lof á matinn, sem Lára bar á borð. — Sá bezti, sem ég hef smakkað, síðan ég fór að heiman, frú Karólyn. Það væri mikils virði að hafa yður á hótelinu, þar sem við búum. Maturinn Þar er það versta, sem ég hef komizt í kynni við nokkurs staðar, — og er þá mikið sagt. K, 1 'Frú Perriam var manni sínum sam- mála og sneri sér því næst til Láru. — Mér þætti vænt um að fá upp- * skrift að Þessum appelsínuábæti, sagði hún. Láru tókst að halda virðuleikanum. Hún fékk staðizt þá löngun að lýsa hrifningu sinni og segja þeim, að sér þætti gaman að búa til mat. Sýnu erfiðara átti hún með að stilla sig um að taka ekki til máls og lýsa Því, hversu óviðjafnanlegur Játvarður væri og áreiðanlega htefastur allra til starfans. Til þess að verða ekki i vandræð- um með umræðuefni hafði hún lesið dagblöðin rækilega í stað Þess að hlaupa yfir þær greinar, sem henni þóttu leiðinlegastar, eins og hún var vön. Georg Perriam kunni áreiðan- lega að meta konur, sem höfðu áhuga á ýmsum málefnum utan heimilisins. En hún tók ekki eftir kímniglamp- anum í hinum gætnu, bláu augum frú Perriam né vandræðatillitinu, sem Játvarður sendi henni annað veifið. Lára hafði engin tök haft á þvi að gera sér hugmynd um, hvort mót- taka þeirra hjóna hafði heppnazt vel, er hún fylgdi frúnni upp í svefn- herbergið. Hún leit rétt í svip á hina dýru loðkápu, sem lá yfir rúmið, en gekk síðan hæversklega út, til Þess að frúin gæti púðrað sig i næði. Þegar Lára kom aftur til að sækja frú Perriam, stóð hún með bláu skóna i hendinni, — skóna, sem valdið höfðu sundurþykkju þeirra Játvarð- ar. Hún hafði gleymt að stinga þeim inn í skápinn. Frú Perriam brosti afsakandi og mælti: — Góða mín, ég stóðst ekki freist- inguna að virða þá betur fyrir mér. Hún leit niður á sína eigin fætur og varp öndinni. Þeir voru þykkir og breiðir í stórum skóm af einfaldri gerð. — Alla ævi hefur mig langað til að eignast mislita skó. Eg hef allt- af verið veik fyrir því, sem er snot- urt og léttviðrislegt. En þegar Georg fór að hafa efni á þvl að kaupa á mig skó í tugatali, neituðu fætur mínir allri samvinnu á þvi sviði! Virðuleikinn gufaði brott frá Láru eins og dögg fyirr sólu. Hún lét fall- ast niður á rúmstokkinn og fann greinilega til þess, hvílík þörf henni var orðin á því að tala við aðra konu. Hún gerði sér enga grein fyrir því, að elcki væri kannski sem heppileg- ast að segja frú Perriam söguna af síðasta kjánaskapnum sínum, sem endaði með ógreiddum reikningi. En þegar því var lokið, sat hún og deplaði augum eins og ótilhöfð skóla- stelpa. Þá heyrði hún frú Perriam segja undur-góðlega: — Eg skil mætavel, hvernig yður er innan brjósts. Ég hefði gert ná- kvæmlega hið sama. — Nei, þér hefðuð áreiðanlega hagað yður miklu skynsamlegar. — Ekki, þegar ég var á yðar aldrl. Frú Perriam brosti breitt og ástúð- lega. Eftir að þau Játvarður höfðu kvatt gesti sína í anddyrinu um kvöldið, fór Lára að hugsa um það, sem hún hafði gert, og varð gripin örvílnan. Þegar billinn rann úr hlaði, lokaði hún augunum. — Asninn þinn! sagði hún fokvond við sjálfa sig. Ætlarðu aldrei að láta þér segjast? Varðstu kannski endi- lega að láta frú Perriam vita, að Ját- varður ætti kjána fyrir konu? Get- urðu ekki skilið, hvað frúin muni nú segja manni sínum? Lára var hrygg í huga, löngu eftir að Játi var farinn á skrifstofuna, morguninn eftir. Hún var það jafn- vel enn, þegar hann kom heim um kvöldið. Hún var komin fram í mitt and- dyri til að heilsa honum, er hún nam staðar og deplaði augunum. Játvarð- ur hafði fleygt hattinum upp stigann, og nú komu hanzkarnir á eftir. — Ástin mín, — ó, ástin mín! Hann var eins og stráklingur, mont- inn og mikillátur, er hann gekk á móti henni með útbreidda arma. — Eg fékk starfið! Og það var að miklu leyti þér að þakka. Baráttan stóð milli mín og Áka, og svo virtist sem frú Perriam hefði orðið hrifin af þér. Hún hafði sagt, að það væri eitthvað svo hressandi, ungt og heiðarlegt við þig. Hvað í ósköpunum sagðirðu við hana? — Ekkert, tuldraði hún og fann, að ósegjanleg sælutilfinning fór um hana, — alls ekki neitt. Hann þrýsti henni að sér. — Jú, vina mín. Ég er búin að panta borð fyrir okkur I kvöld. Nú höldum við upp á tvennt, giftingardaginn og stöðuna. Þú mátt kaupa þér dýrustu skóna, sem til eru i bænum, sem gjöf, bætti hann við og kyssti hana blíðlega. Hún hristi höfuðið og smeygði sér úr örmum hans. Svo kom hún aftur með handtösku sína og gróf upp úr henni pappírsblað, sem hún veifaði sigri hrósandi framan í hann. — Gas- reikningurinn, Játvarður. Ég borgaði hann með því, sem ég fékk fyrir nistið hennar ömmu. Ég seldi það! Játvarður mundi eftir þunga gull- nistinu, sem var með blómi úr perl- um. — Lára, þú hefur þó ekki farið að selja þaö, — það, sem var eftir- lætisgripurinn þinn. Þú hefðir getað skilað mínum skóm aftur ... — Það vil ég ekki. Með þessu móti get ég átt skóna. Hann hristi höfuðið vandræðalega. — Hver veit, nema ég geti keypt nist- ið aftur fyrir þig. — Það skaltu ekki láta þér detta í hug að gera. Með þessu var ég að hegna sjálfri mér fyrir léttúðina. Það skal kenna mér að vera ekki jafn- hugsunarlaus í framtíðinni. Hún horfði fram undan sér svo fullorðins- lega, að rétt sem snöggvast fannst honum sem hann hefði glatað ein- hverju. — Það var eitthvað sérstakt við skóna, sem þú keyptir, hélt hún áfram glöð i bragði. -— Þess vegna varð ég að selja eitthvað, sem mér var kært, — eins og nistið hennar ömmu. Skilurðu Það ekki? Hann skildi það ekki. Og með sjálf- um sér gerði hann ekki ráð fyrir að geta nokkurn tíma skilið rökfræði kvenþjóðarinnar. Gasreikningurinn féll á gólfið, án þess þau tækju eftir því. Stundu síðar datt honum nokkuð í hug: — Nú áttu tvenna skó alveg eins! — Ó, ég mun aldrei geta gengið á þeim, sem þú gafst mér, — til þess eru þeir allt of dýrmætir. Ég ætla að vefja þá inn í silkipappír og taka þá fram I hvert sinn, er við höldum upp á giftingardaginn okkar. Andlit hennar Ijómaði í brosinu. ★ VIKAN 43

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.