Vikan - 31.08.1961, Blaðsíða 9
Stunduin er boðað til verkfalla af ærnum ástæðum eins og til dæmis s.l. vor. En stundum virðast
verkföll framin af annarlegum hvötum og þá verður baksvipur blessaðra verkamannanna von-
leysislegur.
að þeim er bágt ráð að kenna. En væri
það valdníðsla, að dlþingi setti lög um
heildarsamninga til þess að tryggja, að
sá liáttur komist hér á og sæti svip-
aðri reynslu og fengizt hefur í þeim
ríkjum Vesturlanda, þar sem tekizt
hafa skást samskipti atvinnurekenda
og vinnuþiggjenda? Ríkisvaldið á hér
svo míláð í húfi, að það getur varla
látið fyrirkomúlag þessara mfila af-
skiptalaust.
Fjölmenn og auðug þjöðfélög gera
sérstákar ráðstafanir tíl þess að verjast
áföllum af hæpnum vinnudeilum og
verkföllum. Einræðisriki banna slíkan
háskaleik skilyrðislaust. Væri þá að
ástæðulausu, að Islendingar reyndu
minnsta kosti það úrrœði, sem hér er
á bent? Höfum við efni á þvi að kasta
milljónatugum í hit vinnudeilna og
verkfalla á nokkurra ára fresti? Spurn-
ingarnar krefjast vissulega svars, því
að ástandið fer síversnandi. Þjóðin hlýt-
ur að ætlast tíl þess af alþingi og ríkis-
valdi, að þeim verði svarað.
Þrotlaust kapphlaup.
Meginkostur heildarsamninga er sá,
að þannig er unnt að tryggja eitthvert
launasamræmi milli þjóðfélagsstétt-
anna. Engu sliku verður við komið eins
og nú er högum háttað á Islandi, og
afleiðingin er þrotlaust kapphlaup, þar
sem einn vill ryðjast fram úr öðrum og
ekkert endamark kemur í leitirnar.
Lægst launuðu starfsgreinar þjóðfé-
lagsins fá naumast svo kjarabót, að
ekki sé gert betur við þá, sem borið
hafa miklu meira úr býtum. Dagsbrún-
armenn i Reykjavík háðu í sumar minn-
isstætt verkfall. Allir luku upp einum
munni um að bæta þyrfti kjör þeirra,
en samkomulagið kostaði hins vegar
langa og tvisýna baráttu. Þá fóru iðn-
aðarmenn á stúfana. Flestir bjuggust
við, að þeir hlytu að una sömu kjarabót
og Dagsbrúnarmenn höfðu fengið með
stórsögulegum eftirgangsmunum. Hver
varð svo raunin? Iðnaðarmenn hrepptu
baráttulaust að kalla launáhækkun,
sem er hlutfallslega drjúgum meiri en
striðsgróði Dagsbrúnar.
Þannig héldur svikamyllan áfram að
mála þangað til samræmi kemur í stað
handáhófs og skipulag leysir öngþveiti
af hólmi. Vinnufriður er óþekkt hugtak
í landi, þar sem rikir ófremdarástand á
borð við þessi ósköp, nauðsynlegum
efnáhagsráðstöfunum verður ekki við
komið og verðbólga og dýrtíð leika
lausum hála. Samt draga Islendingar
þrjá fiska úr sjó, þegar þegnar annarra
þjóða þykjast góðir að veiða einn, og svip-
uð hlutföll gilda um önnur vinnuafköst.
Hér tíðkast að sönnu óhófleg eyðsla á
mælikvarða smárikis, skrifstofubáknið er
skelfilegt og þeir aJlt of margir, sem gera
sér einhvers konar þjónustu að atvinnu,
svo að ekki sé minnzt á iðjuleysingjana,
sem hafa þó gíruga matarlyst. Eigi að síð-
ur munu vinnudeilurnar og verkföllin ann-
ars vegar og ósamræmi launa og verð-
lags hins vegar ráða mestu um þau vand-
ræði, sem steðja að íslenzkum þjóðarbú-
skap. En við káfum á bólgunni og strjúk-
um eymslin i stað þess að skera í meinið.
Hlutur stjórnarandstöðunnar.
Upptálningunni er síður en svo lokið:
Megingálli stjórnarfars okkar nú er
háttarlag minnihlutans, sem kállast stjórn-
arandstaða. Hún man ekkert af þvi, sem
var afstaða hennar á váldastólum, en ger-
breytir um stefnu, segir hvitt svart og
svart hvitt og virðist ekki finna til neinn-
ar ábyrgðariilfinningar. Úrræði hennar i
fjandskapnum við meirihlutann og ríkis-
váldið er löngum eitt og sama: Hún efnir
til verkfáUa, gerir með skömmu millibili
eitt smáfélagið af öðru út til skæruhern-
aðar og reynir þannig að stofna afkomu
og atvinnuvegum þjóðarinnar i tvisýnu.
Og þetta er þvi aðeins hægt, að hér gilda
ekki heildarsamningar um kaup og kjör
eins og í öðrum siðmenningarlöndum.
Óneitanlega er illa farið, að islenzkir
stjórnmálaflokkar skuli ekki þola að lenda
í stjórnarandstöðu án þess að verða að
viðundri. En þetta myndi sennilega skána
af sjálfu sér, ef heildarsamningar réðu bót
á vandræðaástandi vinnudeilnanna og
verkfállanna. Það væri mikils virði, því
að stjórnarandstaðan fer með ærið hlut-
verk í lýðræðisþjóðfélagi nútímans. Þess
vegna er ábyrgðarleysi að freista hennar
til yfirsjóna og glappaskota.
Fíknin í sérréttindi.
Skipúlagsleysi kjarasamninganna leiðir
enn fremur til þess, að nokkrir menn í smá-
félögum láta sér til hugar koma, að þeir
geti leyft sér að heimta sérréttindi, sem
áldrei gœtu orðið sjónarmið heildar. Hér
Framhald á bls. 38.
VIKAN 9