Vikan - 31.08.1961, Side 39
tryggi sér aðstöðu og áhrif með
xukinni hlutdeild, í þjóðarbú-
skapnum og ihlutunarrétti um
rekstur atvinnuvega og fyrir-
tækja en að fela misvitrum og
duttlungafullum stjórnmála-
leiðtogum forsjá mála sinna.
Viðhorfin eru allt önnur nú
en á árunum milli heimsstyrj-
dldanna, en verkalýðshreyfingin
hefur ekki fylgzt með þróuninni
eins og skyldí. Raunar er sökin
fleiri aðila, en samt sér í lagi
hennar.
Hlutverk sérsambanda.
Verkálýðshreyfingin íslenzka
átti drjúgan þátt í síðustu kjör-
dœmábreytingu, en hins vegar
láist henni að fœra út verksvið
sjálfrar sín. Sú þróun á enn langt
i land hér, að sambærileg verka-
lýðsfélög stofni sérsambönd og
færi þannig til heildar dreifða
starfskrafta og sundurleitt
skipulag. Váldhafarnir í Alþýðu-
sambandi Islands virðast þessari
breytingu andvígir, en sú afstaða
hlýtur að vera af annarlegum
hvötum syrottin. Óumdeilanlegt
er, að sérsamböndin komi til með
að hafa mikilvægu hlutverki að
gegna. Þeim verður sýnu auð-
veldara að samræma kaup og
kjör og skipuleggja állt innra
starf en mörgum smáfélögum.
Rökin fyrir stærri kjördæmum
eiga hér við í rikum mæli. For-
ingjar verkálýðshreyfingarinnar
beittu þeim mœtavel á landsvísu,
en hafna þeim heima fyrir. Sú
tregða er naumast einleikin.
Fjórðungssamböndin eru að
sönnu spor í rétta átt, en betur
má, ef duga skál. Skipulagi
vei'kalýðshreyfingarinnar þarf
að koma í það horf, að vinnu-
deilur og verkföll hafi hér ekki
svipuð áhrif og blóðtappi í
mannslíkama. En sá árangur
fæst ekki fyrirhafnarlaust. Og
þetta er alls ekki einkamál
verkalýðsfélaganna eða forystu-
rnanna þeirra — heldur þjóðmál.
Úrelt regla.
Leiðtogar verkálýðshreyfing-
arinnar hafa átt mikinn og góð-
an þátt i því að tryggja rétt
minnihlutans í stjórnmálábarátt-
■unni, enda hefur hann iðulega
komið þeim að góðu gagni.
Ýrnsir þeirra sitja á álþingi og í
sveitastjórnum kjörnir hlutfálls-
kosningum. Eigi að síður ríg-
heldur verkálýðshreyfingin í
kosningafyrirkomúlag, sem hef-
ur dæmzt óhæft á öðrum sviðum
þjóölífsins. Og sannteöcurinn er
^OZIEWOW
<
hnakkaspennan
Fyrr á öldum vaíði austurlenzka konan hár sitt upp
á frumlegan og listrænan hátt. Nútíma konan hefur
næmt auga fyrir kvenlegri hárnsyrtingu, og hefur þvi
tileinkað sér fegurstu hárgreiðslur eldri kynslóða -—
jjgmeð Suzie Wong hnakkaspennunni.
Spennurnar fást l mörgum geröum og litum
í snyrtivöruverslunum og víöar.
EINKAUMBOÐ:
H. A. Tuliiiius