Vikan - 31.08.1961, Qupperneq 42
{
:yri
sagna beztur, þó að hann sé
beiskur: Meirihlutamennirnir í
verkalýöshreyfingunni á hverj-
um tíma unna ekki minnihlutan-
um þeirrar aðstöðu, sem er ékk-
ert annaö en mannréttindi og
félagsfrelsi nútímans. Þeir neita
honum um aðild að stjóm og
rekstri verkalýðsfélaganna og
heildarsamtaka, þeirra. Þar er
höfð sama úrelta reglan og við
hreppsnefndakosningar fyrir
mörgum áratugum.
HlutfaUskosningar í verka-
lýðsfélögunum eru svo sjálfsögð
ráðstöfun, að hana þarf ekki að
útskýra. Ótvírœðustu meðmæli
þess fyrirkomúlags eru fylgi
verkálýðshreyfingarinnar við þá
stefnu á vettvangi stjórnmála-
GETRAUNASEÐILL NR. B-1
Stafirnir eru:
6g haíM
Heuntll:
SfMt
baráttunnar. Auðvitað gegnir
sama máli um verkálýðshreyf-
inguna. Leiðtogar hennar mega
ekki hafa í frammi aðferð tví-
faranna.
Breytingarnar, sem hér hefur
verið um fjátlað, eru engan veg-
inn stórvirki, en skipta eigi að
síður ærnu máli. Verkalýðs-
hreyfingin hefur miklu áorkað
hér á landi. Samt væri fjarri lagi
að loka augunum fyrir tákmörk-
unum hennar eða göllum. Og
henni er leikur að bceta
úr því, sem hér hefur ver-
ið að fundið. Hún yrði sterkari
og sjálfstæðari eftir en áður, vin-
sœlli og áhrifaríkari í baráttu og
starfi fyrir góðum málstað.
Helgi Sæmundsson.
VIKAN OG TÆKNIN
Framh. af bls. 15.
en þó íullkomnari. Og nú er banda-
ríska póstþjónustan farin að senda
„hraðbréf“ á þennan hátt, og má
með sanni segja, að þar sé um
hraðbréf að ræða, þvi að þau eru
ekki nema um tvær minútur að
berast milii póststöðva, mörg þús-
und kilómetra leið, — en sjálf
sendingin á stuttbylgjum tekur
ekki nema átta sekúndur, og
nokkrar sekúndur tekur svo að
brjóta „afrit'‘ frumbréfsins saman,
leggja það i umslag og koma þvi
af stað, siðasta spöiinn í hendur
viðtakanda. Senda má mörg bréf í
einu, og tekur sjálf sendingin ekki
lengri tima fyrir það.
Frumbréfin eru skorin upp i þar
tii gerðri vél, siðan raðað á fiöt
hlið við hlið og rammanum siðan
ýtt inn i senditækið. Um leið og
sendingin hefst, tekur jafnstór örk
að renna upp um rauf á móttöku-
tækinu, hægt og hægt, en á henni
kemur íram airit allra bréfanna.
Eftir svo sem átta sekúndur er
örkin öli komin úr tækinu, bréfin
siðan skorin i sundur og hvert um
sig brotið innan í umslag, þar
sem utanáskrift viðtakanda kemur
fram á gagnsæjum reit. Og svo sér
bréíberiun um, að þau berist við-
takendum tafarlaust í hendur, —
en sendanda er endursent frum-
ritið frá hlutaðeigandi póststöð.
Talið er, að póstkerfi þetta verði,
þegar það hefur náð tilætlaðri
útbreiðsiu og fulikomnun, hrað-
virkara en aðrar póstsendinga-
aðferðir, sem mjög hafa verið
til umræðu að undanförnu, —
svo sem eldflaugapósturinn, — og
um leið stórum öruggara. Enn sem
komið er, heíur aðferð þessi að-
eins verið tekin i notkun í Banda-
rikjunum og eingöngu i hlrauna-
skyni, en gefizt svo vel, að gert
er ráð fyrir, að hún verði tekin
upp viða um heim innan skamms.
PRESTURINN OG
LAMAÐA STÚLKAN
Framh. af bls. 13.
flutningurinn var.
var örðugt að meta það, eins og
— Poldi, ... hef ég ekki marg-
sinnis sagt þér, að þú getur ekki
sungið með brjóstsykur í munninum,
hrópaði ungfrúin, sem hafði ekki enn
orðið komu prestsins vör. Við byrj-
um aftur, bætti hún við.
En börnin komu auga á prestinn og
hneigðu sig virðulega. Ungfrúin
spratt á fætur. Hvernig þykir prest-
inum söngurinn ? spurði hún áköf.
Séra Hartwig hugsaði svarið and-
artak. Nógu hátt var sungið, ekki
vantaði það, svaraði hann loks. Það
hlýtur að heyrast um allt hálendið.
— Gamli presturinn oklcar, —
blessuð veri minning hans, — kaus
alltaf helzt, að þau syngju ekki nema
tviraddað, mælti sk'ólastýran.
— Mér stæði á sama, þótt þau
syngju aðeins einraddað, ef þau
syngju ekki svona óþolandi falskt,
svaraði ungi presturinn og hló við.
Ég er ekki að álasa yður, ungfrú,
en þér hljótið að skilja, að þaö ger-
eyðileggur allan hátiðarblæ við guðs-
Þjónustuna, ef falskt er sungið.
Ungfrúin reigði sig.
— Ég hélt nú, að þér munduð
sem prestur meta góðan ásetning að
verðleikum, hreytti hún út úr sér.
— Ég þigg glas af góðu vini, þegar
svo ber undir, svaraði presturinn. En
ég nýt vínsins óneitanlega betur, ef
glasið er hreint.
RÖFESSOR Krasenský, hinn
IJ frægi skurðlæknir frá Vínar-
borg, hafði lokið athugunum
sínum á ungfrú von Gronau. Hann
reis á fætur, klappaði hughreystandi
42 VIKAN