Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 31.08.1961, Qupperneq 43

Vikan - 31.08.1961, Qupperneq 43
Þér fáið einangrunarkostnaðinn endurgreiddan á fáum ár- um í spöruðu eldsneyti. Það borgar sig bæði fyrir yður sjálfa og þjóðfélagið í heild að spara eldsneyti svo sem unnt er, og þar að auki er hlýtt hús (vel einangrað) mun nota- legri vistarvera en hálfkalt (illa einangrað). Lc&kjargðtu . HafnarfirBi . Stmi 50975. á öxl henni og hélt síðan á fund óðalseigandans, sem beið niðurstöð- unnar af athuguninni í ofvæni. — Hvað segið þér? spurði hann. Teljið þér, að skurðaðgerð geti ráðið bót á lömuninni? Prófessorinn hristi höfuðið. —- Því miður hlýt ég að svara því neitandi, herra óðalseigandi. — Það eru mér þung og sár von- brigði, herra prófessor, mælti von •Gronau. Þér teljið sem sagt, að lækn- islistin yðar geti ekki orðið dóttur minni að liði? — Nei, lömunin er með þeim hætti, að skurðaðgerð hefur þar engin áhrif. Þótt okkur heppnist oft að komast fyrir líkamlegar meinsemdir með hnífnum, verður honum ekki beitt að gagni, þegar um sálrænar meinsemdir er að ræða. Óðalseigandinn fylgdi hinum fræga gesti sínum út að bílnum. —• Þakka yður fyrir, að Þér skyld- uð ómaka yður hingað, prófessor Kra- senský sagði hann og þrýsti hönd læknisins. — Því miður á ég ekki neitt þakk- læti skilið í Þetta skipti, svaraði pró- fessorinn. En þér megið ekki gefa upp alla von, herra óðalseigandi. Dóttir yðar er ung, og æskan hefur þann undramátt í sér fólginn, sem oft og tíðum getur unnið kraftaverk. *j/|OKKRU siðar kom ungi prestur- V £ inn í heimsókn til móður Grétu " litlu. Gamli læknirinn var þá einmitt að athuga meiðsl telpunnar. — Hún er blámarin þarna, sagði móðirin áköf. Þér hljótið að sjá það, læknir. — Þessir marblettir geta ekki verið eftir áreksturinn.tautaði gamli lækn- irinn. Ætli hún hafi ekki dottið niður úr tré telpan, . . . ætlaði að hnupla perum, . . . mætti segja mér það. . . — Nei, staðhæfði sú litla. Það voru ekki perur, — það voru epli! — Grunaði mig ekki, tautaði gamli maðurinn og hló. Komdu til mín seinna í dag, telpa mín. Ég skal gefa þér eins mikið af eplum og þú getur torgað. — En ég má ekki fara á fætur. Ég er stórslösuð. Pabbi segir það. . . Gamli maðurinn sneri sér að föður telpunnar, sem kom inn rétt í þessu. — Hún hefur sloppið furðuvel, litla tátan, sagði gamli læknirinn. Og þér verið að athuga það, að hún á alla sök á þessu sjálf, þar sem hún hljóp út á götuna beint fyrir vagninn. Eh hvers vegna viljið þér láta líta út fyrir, að hún sé mun meira meidd en hún í rauninni er? Húsbóndinn leit reiðilega á lækn- inn. — Er það kannski óðalseigandinn, sem hefur fengið yður til að taka af- stöðu gegn okkur? spurði hann. En hann skal, að mér heilum og lifandi, ekki sleppa við að greiða skaðabætur. Þá gerðist það ,að presturinn ungi blandaði sér I málið. — Það er þá ekki af umhyggju fyrir telpunni, að þér hagið yður þannig, mælti hann við bónda. Það er ein- göngu fyrir það, að þér viljið komast yfir peningana. Þér eruð duglegur maður og vanur allri vinnu, — komið til mín, og vinnið yður inn peningana á heiðarlegan hátt. Ég þarf á mönn- um að halda, því að það stendur til að setja nýtt þak á kirkjuna. Þér get- ið fengið þetta sem fyrirframgreiðslu, sem við drögum svo frá kaupinu smátt og smátt. Þeir urðu samferða út á götuna, gamli læknirinn og presturinn ungi. Andartaki síðar varð lækninum litið um öxl og kom þá auga á móður telpunnar, þar sem hún var að skjót- ast út í búð með nokkrar tómar á- fengisflöskur. — Faðir telpunnar er bæði letingi og drykkjuræfill, sagði gamli lækn- irinn. Væri ég dálítið yngri, skyldi ég taka til hans, svo að hann mætti reka minni til. — Ekki hélt ég, að þér væruð slík- ur vigamaður, læknir góður, varð prestinum að orði. — Nei, þér fyrirgefið náunganum að sjálfsögðu endalaust, svaraði gamli maðurinn. Hvi ekki það. . . — Ég hef að minnsta kosti komizt að raun um, að það borgar sig bezt, svaraði prestur. Að svo mæltu kvödd- ust þeir. Gamli læknirinn ætlaði yfir götuna, en varð að nema staðar, þar eð glæsi- bíll kom akandi á fullri ferð. — Jæja, þá hefur sá frægi frá Vín- arborg þénað sina þúsund skildinga, tautaði gamli læknirinn gremjulega. En vitanlega var ég ekki til kvaddur, enda þótt ég hafi verið læknir stúlk- unnar, frá því að hún var telpu- hnokki. Nei, nei, . . . gamall þorps- læknir, þvi skyldi hann vera kvaddur ráða. . . — En þér eruð góður læknir engu að siður, sagði prestur. Það hef ég þegar sannfærzt um. — Það verður alltaf erfiðara að vera góður læknir, maldaði sá aldni i móinn. Það er nú til dæmis telpan þarna — og unga stúlkan á óðalssetr- inu. Faðir hennar fyrrnefndu vill endilega láta sem dóttir hans sé veik, enda þótt ekkert gangi að henni, ein- ungis til þess að hafa peninga upp úr því. Faðir hinnar síðarnefndu getur ekki orðið dóttur sinni að neinu liði í hinum þungbæru veikindum hennar, enda þótt hann hafi nóga peninga. Þetta gengur allt öfugt og vitlaust. . . Presturinn leit á hann með á- hyggjusvip. — Þér eigið við, að það sé von- laust, að unga stúlkan fái nokkurn bata? — Það hef ég aldrei sagt. Ég hef mínar skoðanir í því sambandi, en það er enginn, sem lætur sig þær nokkru skipta. Sem sagt, •— ég er ekki annað en gamall þorpslæknir. Ungi presturinn hvessti á hann aug- un. — Þér verðið að segja mér skoðun yðar hreinskilnislega, mælti hann. Og þér megið treysta því, að ég læt hana ekki lönd og leið. Ég hef mikinn á- huga varðandi þetta mál. — Það er til fyrirbæri, sem menn kalla yfirleitt sefjun, — sjálfssefjun, skiljið þér. Hún getur orðið áhrifa- sterkari en nokkurn grunar, prestur minn, ekki hvað sízt þegar um það er að ræða, að fólk telur sér trú um, að það sé sjúkt . . . —- Eigið þér við það, að ungfrú Eva ímyndi sér aðeins, að hún sé löm- uð? — Imyndi sér? Það má kannski orða það þannig, mælti gamli læknir- inn og kinkaði kolli. Hún er hraust, stúlkan, stálhraust meira að segja. Og hún hefur áhuga á fjölmörgum hlutum, syngur og málar, og ef allt væri með felldu, ætti hún að vera búin að jafna sig fullkomlega eftir slysið. en þess í stað hrakar henni stöðugt. Það er eitthvað, sem gerir, . . . eitthvað er það . . . —■ Eitthvað, sem þjakar huga henn- ar? — Hún flýr á náðir sjúkleikans. Það er altítt, að fólk geri það, þegar það stendur andspænis vandamálum, sem það treystir sér ekki til að leysa. Og það gerir það, án þess að það hafi hugmynd um það sjálft. . . -— En hvaða vandamál getur það verið? — Ef ég vissi það, gæti ég kannski orðið henni að einhverju liði, svar- aði læknirinn gamli og hélt af stað. Presturinn ungi horfði þögull á eftir honum. . . Framhald í næsta blaði. VIKAN. 43

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.