Vikan - 07.09.1961, Síða 2
Slankbelti eða brjóstahaldari er undir-
fatnaður, sem þér kaupið ekki nema að
vel athuguðu máli. Lífstykkjavörur eru
það þýðingarmikill þáttur í klæðaburði
yðar, að nauðsynlegt er að velja þær með
fyllstu nákvæmni. Spyrjið um hinar vel
þekktu KANTER'S lífstykkjavörur, sem
eingöngu eru framleiddar úr beztu efnum,
í nýjustu sniðum. Þér getið ávallt verið
öruggar um að fá einmitt það sem yður
hentar bezt frá
PÚKALEGIR POSTU-
LÍNSHUNDAR. . .
Kæri póstur.
Hvað á ég að gera við hana
frænku mína? Hún er alltaf að gefa
mér, við minnstu tilefni, alls konar
hluti, bækur og fleira, sem mér er
meinilla við. Mér finnst ég ekki geta
stiilt upp í herberginu mínu púka-
legum postulinshundum og öðru
leiðindaskrani. Bækurnar les ég
aldrei. Hvað get ég eiginiega gert?
Blessuð, svaraðu mér nú, Vika mín.
Dúlla.
Þetta er háklassískt vandaniál,
og að mér vitandi hcfur enginn
fundið viðhlítandi ráð við þessu
nema það að stilla mununum upp
á áberandi stað, þegar von er á
frænkunni eða hverjum, sem það
nú er, í heimsókn. Þú þarft auð-
vitað ekki að hafa áhyggjur af
bókunum, en það er verra með
þessa púkalegu postulínshunda.
Kannski lesendur kunni ráð við
þessu. Ef einhver lesenda, sem
lent hefur í svipaðri klípu og snú-
ið sig út úr henni ,getur orðið
okkur að liði, skal bréf hans fá
heiðurssess í blaðinu!
ENDURSÝND. . .
Iíæri póstur.
Getur þú ekki komið á framfæri
kvörtun fyrir mig. Ég fór i bíó í
gærkvöldi og ætlaði nú að njóta
góðrar myndar. Ég hafði lesið bió-
auglýsinguna lauslega yfir og vissi,
að Jjetta hlyti að vera góð mynd,
])ví að leikstjórinn var Ingmar Berg-
man. Þetta var sem sagt myndin
Niira livet, sem sýnd er í Stjörnu-
bíói um þessar nmndir. Þegar ég
var seztur í sæti mitt og myndin
byrjuð kost ég að því, að ég hafði
séð þessa mynd í Hafnarfirði fyrir
svo sem ári eða tæplega það. Það
var ekkert getið um það í auglýsing.
unni, að ég liefði séð myndina áður.
Hins vegar finnst mér, að kvilc-
myndahúsunum beri skylda til þess
að geta þess, að þetta sé ekki í fyrsta
sinn, scm myndin er sýnd. Ég varð
svo vondur, að ég strunsaði út og
ætlaði að fá miðann endurgreiddan,
en það varð engu tauti við miða-
sölustúlkuna komið. — Um þessar
mundir er einnig verið að sýna af-
gamla mynd i Hafnarbíói, Because
of you, og hvergi er ])ess getið, að
myndin sé endursýnd. Þetta er á-
byrgðarleysi hjá kvikmyndahúsun-
um, þvi að ég er viss um, að ég er
ekki sá eini, sem strunsað hefur út
í vonzku undir svipuðum kringum-
slæðum. Og annað: Það er álíka
mikið ábyrgðarleysi að auglýsa dag
eftir dag, að mynd sé sýnd i siðasta
sinn. Þetta verður til þess, að bió-
gestir forðast ])au kvikmyndahús,
sem svíkja þannig og pretta með
blekkjandi auglýsingum.
Takk fyrir,
Bíógestur.
Reyndar ber kvikmyndahús-
unum ekki skylda — nema sið-
ferðileg — til þess að auglýsa,
að myndir séu endursýndar. En
hitt er svo annað mál, — nieð
blekkjandi auglýsingaskrumi fá
þau óorð á sig, svo að þeim er
það vafasamur ávinningur »8
segja ekki allan sannleikann.