Vikan


Vikan - 07.09.1961, Page 11

Vikan - 07.09.1961, Page 11
A Við hittum þessa kappa upp við Selás á drungalegum regndegi. Þeir eru ekki aðeins menn, heldur líka hestam/enn, sem er miklu meira. Þeim fjölgar ár frá ári, sem leggja þessa þjóðlegu iþrótt fyrir sig og telja hana allra skemmtana ánægjulegasta. Það kostar víst varla minna en.fimm þúsund krónur á ári að veita sér þá ánægju að eiga hest, en okkur var sagt, að í hópi hestamanna væru engu síður efnalitlir daglaunamenn en auðmenn. Aðstaða hestamanna hefur nú breytzt til muna með byggingu nýrra hesthúsa inn við Elliðaár, sem Hesta- mannafélagið Fákur hefur látið reisa. Þar geta menn komið hestum sinum fyrir í fóðrun og hirðingu, og gerir það mörgum kleift að eiga hest, sem annars hefðu enga aðstöðu til þess. Það eru þeir Friðþjófur Þorkelsson trésmiður og Jón Ingi Rósantsson yfir- klæðskeri, sem við sjáum á þessum myndum, og voru þeir að leggja upp í útreiðartúr, isem oftast nær ieitthvað inn fyrir Rauðavatn og austur undir Elliðavatn og siðan niður með Elliða- ánum. Það er frekar þokkaleg leið, eftir því sem um er að ræða á eyðimörkinni fyrir innan Reykjavík. Við urðum þess láns aðnjótandi að fá að koma á bak, og höfðu þeir ágæta gæðinga á boðstólum. Var farið liðlega fetið, og skyldu gæðingar eigi ofþreyttir. Þegar fallegir hvammar urðu á vegi okkar, var áð og sprett af, eins og um langferðamenn væri að ræða. Sá, er þess- ar línur ritar, fékk til umráða einn gráan af eldri kynslóðinni, og var það hinn bezti gripur, vakur og viðráðanlegur. Alls munum við hafa verið tvo tíma í ferðinni, og voru gæðingar að lokum kembdir og burstaðir, líkt og þegar biiar eru þvegnir og bónaðir eftir langferðir. Það er haft fyrir satt, að læknar hafi ráðlagt fólki að fá sér hest og 'stunda útreiðár. Það þykir hafa róandi áhrif á taugar, og eru rnargir þurfandi fyrir slíkt úr ys og þys borganna. Það er ákaf- lega ólíkt ferðalag að þeysa í bíl á ryk- ugum og holóttum þjóðvegum eða lulla á sæmilegum hestum eftir þröngum troðningum í þolanlegu landslagi. Maður kemst einhvern veginn í nána snertingu við náttúruna líkt og meistari Þórbergur upplifði i runninum. Hestamenn rifja gjarna upp erindi úr hinu ágæta kvæði E’inars Benediktsson- ar, Fákum. Þykir þeim hvert orð sann- mæli í því kvæði: Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og liest, og hleyptu á brott undir loftsins þök. Hýstu aldrei þinn harm. ÞaÖ er bezt. Aö heiman, út, ef þú berst í vök. Þaö finnst ekki mein, sem ei breytist og bœtist, ei böl, sem ei þaggast, ei lund, sem ei kœtist, viö fjörgammsins stoltu og sterku tök. Lát hann stökkva, svo draumar þÍ7is hjarta rætist. Það þarf að búa betur að þeim. Á því herrans ári 1970 eða þar um bil gætu þeir orðið liðtækir þessir drengir, sem sjást að æfingum i stangarstökki á myndinni. Það er Laugarásinn og nýi Laugardalsleik- vangurinn í baksýn, og vonandi sjá- um við þá þar síðar. Það er komið undir áhuga og getu þessara drengja og annarra á svipuðum aldri, hvernig okkur vegnar i landskeppni eftir svo sem tíu ár. Þá verður þessi ungi stangarstökkvari búinn að læra að færa hendurnar saman í uppstökk- inu og farinn að glima við meiri hæðir. Þeir höfðu sjálfir útbúið stökk- gryfju og stengur þarna, og mætti af því tilefni skjóta því að forráðamönn- um iþróttamála og bæjarfélags, að gott væri að koma upp hér þar um bæinn örlitlum blettum með stökkgryfjum, súlum fyrir há- stökk og stangarstökk, og þar mætti líka hafa stutta hlaupabraut og ef til vill létta kúlu. Þessir drengir eru feimnir við stóru vellina, þar sem fullorðnir menn æfa, og til þess að góður árangur náist, er nauðsynlegt að byrja snemma. Með þessu móti gætu unglingar náðst til þátttöku, sem annars byrjuðu ef til vill aldrei. ■ ji — ■ Manngildishugsjón Skagfirðinga Það hefur lengi viðgengist, að lögð væri einhver mæli- stika á manngildið, en það er aftur á móti mjög mismunandi, hvað Þjóðir og þjóðflokkar telja tákn fyrir manngildi og hvað ekki. Við höfum heyrt að einstaka þjóðir hafi mælt manngildi eftir fengsæld við veiðar og einn þjóðflokkur í Afríku metur manngildið eftir því, hversu menn geta stokkið hátt jafnfætis. Á Norður-lslandi er þjóðflokkur, sem heitir Skagfirðingar og manngildishugsjón þeirra er mjög merkileg og sérstæð eftir því sem við höfum fregnað, en hún er I þrennu lagi: 1 fyrsta lagi: Að vera kvennamaður. 1 öðru lagi: Að vera kvennamaður og drykkjumaður. í þriðja lagi: Að vera kvennamaður og drykkjumaður og vondur við vín. Þóra með vatnaskíðin. Ungir áhugamenn á æfingu í Laugardal. Á vatnaskíðum í IVauthólsvík Hingað til hafa vatnaskíði verið óþekkt fyrirbrigði á Islandi, en eitthvað munu þau hafa verið reynd í sumar. Birtust í blöðum myndir af Þóri Jónssyni skíðakappa, þar sem hann brunaði um Nauthólsvikina. Ekki vitum við til þess, að aðrir hafi reynt þessa iþrótt á undan Þóri. Fyrst kvenna, sem reyndi þessa iþrótt hérlendis, mun vera Þóra Johnson, til heimilis að Miklubraut 15. Vildi svo vel til, að Vikan var stödd í Naut- hólsvíkinni í sama mund og gat filmað Þóru. Lét hún sig hafa það, þótt sjórinn væri hrollkaldur, enda er kvenfólk þekkt fyrir að vera mun harðara af sér, þegar um kulda og vosbúð er að ræða. — Eða svo segja þær sjálfar. VIKAN 11

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.