Vikan - 07.09.1961, Page 25
Arfur frá Brasilíu.
Framhald af bls. 17.
gera aS brosa og láta ekki á neinu
bera, sagði hún við sjálfa sig, en í
stað þess að fara að eigin ráðum
mælti hún með gremju, sem hafði
verið innibyrgð í meira en tvo mán-
uði: — En það var óþarft af Þér að
fara að benda kunningjum þínum
beinlínis á mig, þegar þú sást, að ég
var viðstödd, svo að þeir gætu hlegið
á minn kostnað, — og Það eins, þótt
þú vissir, að ég hlyti að hafa heyrt,
hvað þú hafðir áður látið þér um
munn fara.
— Benda þeim á Þig? spurði hann
undrandi. Hvað áttu við með því?
1 fyrsta skipti var eins og reiðin,
sem hún hafði alið með sér í hans
garð allan þennan tíma, yrði að þoka
lítið eitt fyrir vaknandi efasemdum.
Hún hafði ekki heyrt hann tilkynna
kunningjum sínum, að Þetta væri ein-
mitt stúlkan, sem hann hefði verið
að enda við að tala um, enda Þótt
hún hefði heyrt það í imyndun sinni
hvað eftir annað æ síðan. Hún hafði
einungis heyrt ungu stúlkurnar
skellihlæja, og af þeim hlátrum hafði
hún svo dregið sínar eigin ályktanir.
— Um hvað ertu eiginlega að tala,
Lisa? spurði hann enn.
Hún sótroðnaði. —- Þær hlógu!
Þið hlóguð öll, þegar ég fór leiðar
minnar.
— Já, það er satt, Þau hlógu, svar-
aði hann. — Sallý, ein af stúlkunum,
hafði sagt eitthvað, sem þeim þótti
svo bráðfyndið, um einhvern, sem
var á sundi í lauginni. . . . Sjálfur
veitti ég þvi ekki athygli, þvi að
ég var að gera það upp við sjálfan
mig, hvort ég ætti ekki að veita þér
eftirför og biðja þig afsökunar, en
ég hætti við það, þar eð þau hin
hefðu þá að minnsta kosti fengið
grun um, að það væri einmitt þú,
sem ég hafði verið að tala um.
Hann sá, hve mjög henni létti.
— Þau voru Þá ekki að hlæja að
mér, sagði hún, rétt eins og hún
vildi grópa orðin í meðvitund sina.
Og allt i einu fór hún sjálf að hlæja.
Svona fer það, þegar maður gerir
sér grillur út af engu. Við skulum
sættast á að gleyma þessu öllu sam-
an, ekki hvað sízt Því, sem Þú heyrðir
mig segja áðan, þegar ég hugði
þig hvergi nærstaddan.
— Jæja, þá erum við líka „kvitt“,
svaraði hann léttur í máli. Þá getum
við sem sagt grafið stríðsaxirnar.
Og þetta, hugsaði hann hinn á-
nægðasti, gerir mér líka auðveldara
fyrir, ef svo skyldi fara, að hún yrði
mágkona min. Auk þess var honum
mjög í mun, að enginn teldi hann gefa
ástæðu til þess, að borin væri til
hans gremja.
Hann ætlaði að fara að segja eitt-
hvað, en hætti við, því að Marín stóð
allt í einu í dyrunum og starði á
þau, furðu lostin.
— Hvað er eiginlega hér á seyði?
spurði hún.
Lísa hló. — Við erum að leita að
umbúðapappír.
— Það er engin ástæða til að róta
við öllu húsinu Þess vegna, sagði
Marín. Það liggur stór örk af um-
búðapappír uppi á klæðaskápnum
inni hjá mömmu. Ég skal nálgast
hana. Er það annars mikið, sem þú
þarft?
-— Ekki meira en svo, að það nægi
utan um handritið mitt, svaraði hann
og tók að stafla ferðakistunum upp
aftur.
Marín nam staðar á þröskuldinum
og spurði af auðheyrilegum áhuga:
— Handritið, . .. hefurðu þá lokið
leikritinu?
— Já, ... ég lauk við það fyrir
klukkustund, svaraði hann sigri hrós-
andi.
Hann hafði fyllstu ástæðu til að
líta framtiðina björtum augum, hugs-
aði hann með sér og hlóð koffort-
unum. Friður var saminn við Lisu,
og hún mundi gleyma þessu leiðinlega
atviki. Og eflaust mundi umboðs-
maður hans geta komizt að enn hag-
kvæmari samningum varðandi þetta
nýja leikrit en hið fyrra, og þá þurfti
hann ekki að hafa neinar fjárhags-
legar áhyggjur framar. Og Marín ...
— Ég óska þér innilega til ham-
ingju, mælti Marín hlýlega. Og þá
heldurðu vitanlega af stað til New
York innan skamms?
Hann strauk rykið af höndum sin-
um.
— Ég hef hugsað mér að dveljast
hér enn um hríð — og hvíla mig.
Ég hef unnið það mikið, að mér
finnst ég eiga það skilið.
Lisu, sem varð litið til systur sinn-
ar, skildist, að gleðisvipurinn, sem
kom á andlit henni, mundi ekki ein-
göngu stafa af því, að þau fengju
þá leiguna fyrir herbergið nokkrum
dögum lengur.
Hún bað þau hafa sig afsakaða,
kvað Marín mundu finna umbúða-
pappírinn. Og hún efaðist ekki um
það heldur, að hann mundi ekki njóta
Var það ekki satt sem ég sagði. Það
hlaut að vera eitthvað dularfullt við
þessa ódýru ferðaáætlun.
þeirra launa betur, sem hann þóttist
hafa til unnið, í félagi við aðra en
Marínu.
Og hann hafði að minnsta kosti
beðizt afsökunar ...
Eitt andartak hafði hann í raun-
inni verið mannlegur og einlægur
og einkar aðlaðandi, jafnvel þótt
hann bæri það annars jafnan utan á
sér, að hann teldi sig Shakespeare,
Tsékov og Noel Coward i einni og
sömu persónu. Og Það var áreiðan-
legt, að henni hafði skjátlazt, er hún
taldi, að hann hefði gert hana hlægi-
lega í augum kunningja sinna forð-
um.
Furðulegt, hve róandi áhrif þetta
hafði á hana.
BERYL VE'RÐUR AÐ LÁTA
I MINNI POKANN.
Hefur þú nokkuð á móti því að
lána mér jeppann til Nova Friburgo
í dag? spurði Cleveland Mikka
skömmu eftir morgunmat.
Mikki hafði ýmislegt á móti því,
en gat þó ekki fundið neina fram-
bærilega ástæðu. Og hann hafði enn
meira á móti Því, þegar Beryl leit
allt í einu upp og sagði af sýnilegum
áhuga: — Ætlar þú til Friburgo,
Cleveland? Ég var einmitt að brjóta
heilann um það, hvernig ég ætti að
komast þangað í dag til að verzla
dálítið.
Þetta varð til þess, að Mikki svaraði
henni, en ekki Cleveland: — Þú hef-
ur ekki minnzt orði á það, Beryl.
Ég hefði getað skroppið með þig I
jeppanum í morgun, ef þú hefðir far-
ið fram á það.
Rödd Beryl var sæt eins og hun-
ang. — Þú hefur alltaf svo mikið
að gera, elskan, svo að ég vildi ekki
tefja þig. En fyrst Cleveland ætlar
að skreppa, hvort eð er ...
— Ég þarf einungis að koma við
í pósthúsinu, flýtti Cleveland sér að
segja. Ef þú þarft víða erindi að
reka ...
Beryl leit á liann leiftrandi augum.
— Alls ekki, — ég þarf aðeins að
kaupa mér naglagljáa og þess háttar.
Cleveland leit yfir borðið til Marín-
ar biðjandi augnaráði. Og Marín
sagði án þéss að hika:
— Það er ekkert vit í Því, að þú
farir að aka þangað til þess eins, —
þú, sem ert alltaf að kvarta um, hve
Gæðingur sé hræðilegt farartæki.
Skrifaðu bara niður það, sem þú
þarft með, og svo get ég keypt það,
á meðan Cleveland er í pósthúsinu.
Það komu rauðir flekkir á föla
vanga Beryl. — Þakka þér innilega
fyrir, sagði hún. Ég hafði ekki hug-
mynd um, að þú ætlaðir að verða
honum samferða.
Marín stillti sig um að svara því
til, að það hefði verið auðheyrt, en
ekki gat hún að sér gert að brosa,
Þegar hún sá það á augnatilliti
Clevelands, hve mjög honum létti.
Eflaust var hann gáfaður og góðum
hæfileikum gæddur sem leikritahöf-
undur, en þar fyrir utan var hann —
eins og raunar allir karlmenn —
LJJ
Hvernig get ég verið viss um að
ljósið slokkni, þegar ég loka skápn-
uni?
næsta einfaldur, þegar bragðvísi
kvenna var annars vegar. Og hvað
Beryl snerti ...
Það var móðirin, sem vakti Marínu
upp • af heilabrotunum. — En hvað
þá um þvottinn, sem við vorum að
tala um í morgun, að við þyrftum
að undirbúa, Marín?
— Það getum við gert í kvöld, þeg-
ar ég kem aftur, flýtti Marín sér
að svara og veitti því athygli, að
hún varð fyrir tortryggnislegu augna-
ráði Beryl. — Ösköp og skelfing, hvað
mamma getur verið sein á sér að
skilja einföldustu hluti, hugsaði hún
með dálítilli gremju, en vitanlega
vissi hún ekki, að það voru ekki nema
um fimmtiu mínútur síðan, að þau
Marín og Cleveland ákváðu að
skreppa saman til Nova Friburgo, —
hafði sennilega ekki heldur veitt þvi
athygli, að Beryl var ástfangin af
Cleveland. Sennilega hafði Mikki
sjálfur ekki heldur hugboð um það,
að Beryl væri reiðubúin að svíkja
hann, ef hún sæi sér betri leik á
borði.
En hún veit svo sem, að hún getur
dvalizt hér ókeypis, á meðan hún á
að heita trúlofuð honum, hugsaði
Marín með vaxandi gremju. Og þess
vegna bíður hún átekta. Það er gott,
að Mikka grunar ekki neitt. Eða
kannski grunur hans sé að vakna?
Hann virtist að minnsta kosti í
óvenjuleiðu skapi. Beryl hvarf frá
borðinu án þess að mæla orð frá
munni, og Cleveland endurtók beiðni
sína.
— Já, þú getur fengið jeppann,
svaraði Mikki óglaður og hélt fram
í eldhúsið, þar sem Lísa var að Þvo
upp matarílátin.
— Hefurðu nokkra hugmynd um,
hve lengi þessi kvennabósi hyggst
dveljast hérna? spurði hann gram-
ur. Hann ætti að geta komið sér aft-
ur til New York, þegar hann hefur
lokið við þetta mikla leikrit sitt.
— Þú ættir heldur að spyrja Mar-
ínu um það, svaraði Lísa.
Mikki fussaði.
—- Mér er óskiljanlegt, hvað hún
getur séð við hann ... Hann stóð
nokkra hríð þögull með hendur
djúpt í buxnavösum og starði út um
gluggann, öldungis eins á svipinn og
hann hafði verið heima á Englandi,
þegar Beryl brá einhverjum loforðum
við hann, hugsaði Lísa. Hví í ósköp-
unum gerði hann ekki upp sakirnar
við hana?
Lísu meir en datt i hug að benda
honum á þetta, en hætti við. Það var
ekki að vita, hvernig hann kynni að
taka því. Og sjálfur átti hann nokkra
sök á, hvernig komið var, þar sem
hann lét undir höfuð leggjast að
segja Beryl, hvernig umhorfs var
i Monte Paraiso, áður en hún lagði
af stað að heiman.
Mikki sneri sér frá glugganum og
opnaði eldhúsdyrnar út í garðinn.
-— Við Armando ætlum að fara að
mæla fyrir tennisvellinum, sagði
hann. Ég skal ekki hætta, fyrr en
hér er komið fullboðlegt gistihús,
þótt svo það taki mig alla ævi ...
BETRI KOSTUR EN ANDY ...
Marín sá, að það stóðu þrjú glös
með mismunandi naglagljáa á borð-
inu í svefnherbergi Beryl, en þar sem
hún hugði hyggilegast að halda áfram
leiknum, spurði hún hæversklega: —
Hvers konar naglakk á ég að kaupa?
Andlit Beryl afmyndaðist af heift
og reiði, sem hún gerði ekki neina
tilraun til að dylja. — Ég hef séð
mig um hönd, svaraði hún, og eftir
þeirri frekju að dæma, sem þú sýndir
Cleveland undir borðum, hefurðu
sjálfsagt um annað að hugsa i þess-
ari ferð en velja naglalakk fyrir mig.
Það varð stundarþögn. Marín vissi,
að það var kjánalegt að láta egna
sig til reiði, og í rauninni var þetta
allt ósköp kjánalegt ... en ...
— Hann er vitanlega mun betri
kostur en Andy tötrið, mælti Beryl
blíðlega. — og nú stóðst Marín ekki
lengur mátið.
— Mun betri, svaraði hún. En ég er
að minnsta kosti svo hreinskilin, að
ég sleit trúlofun minni, áður en ...
Hæðnisbros hafði leikið um hinar
allt of rauðlituðu varir Beryl, en nú
herptust þær saman.
— Hvað ertu eiginlega að gefa í
skyn?
Marín hikaði eitt andartak, en
Beryl hafði gefið svo góðan högg-
stað á sér, að hún gat ekki látið
hann ónotaðan.
— Ég á aðeins við það, að þér
stendur svo gersamlega á sama um
Mikka og að það hefur alltaf verið
þannig ... Þér hefði ekki komið til
hugar að trúlofast honum, ef það
hefði ekki verið fyrir arfinn, ... og
það eina, sem gerir, að þú slítur ekki
trúlofuninni nú, þegar þú hefur kom-
izt að raun um, að arfurinn er ekki
eins mikill og haldið var, er það, að
Þú hefur ekki neina löngun til að fara
að vinna fyrir þér, á rneðan þú getur
látið hann sjá þér fyrir öllu og þú
ert sjálf að svipast um eftir auðugri
eiginmanni . ..
Og án þess að gefa Beryl tækifæri
til andsvara snerist hún á hæli og
gekk hröðum skrefum út úr herberg-
inu, undrandi á því, að hún skyldi
titra eftir jafn-auvirðileg átök. Hún
leit snöggvast um öxl, um leið og
hún skellti aftur hurðinni, og sá,
að Beryl var náföl af reiði í framan.
— Ertu þarna, Marín? kallaði
Victor Cleveland í sömu svifum.
Jeppinn bíður fyrir utan . ..
— Þá skulum við leggja af stað
sem fyrst, sagði hún og hljóp á undan
honum niður þrepin af veröndinni,
Þar sem jeppinn beið i hlaði. Skammt
þar frá voru Þeir Armando og Mikki
farnir að undirbúa hinn fyrirhugaða
tennisvöll; gamli negrinn fór sér
hægt og rólega að öllu eins og fyrri
daginn, en Mikki hamaðist, eins og
það væri lífsnauðsyn, að tennisvöll-
urinn yrði fullgerður sem fyrst.
VIJCAN 25