Vikan - 07.09.1961, Qupperneq 33
ir sig aldrei opinberlega, en hún f
er næstum því eins falleg og ég. 1
Svo fékk fólkið sér að smakka af
ölinu og það hafði aldrei smakkað
neitt eins gott. Og nu fannst öllum
að þetta væri reglulega skemmtilegt
allt saman, svo að Gréta ölgerðar-
kona varð númer tvö.
Bogga dóttir smiðsins og Kolla
dóttir múrarans urðu báðar númer
þrjú, og þeim fannst það dálítið
leiðinlegt, því að þær voru nú
fallegri en nornin og ölgerðarkon-
an. En þær urðu ánægðar aftur,
þegar Sígauninn bauð þeim i bíó
fjögur laugardagskvöld í röð.
Alla næstu viku sat nornin fyrir
utan búsið sitt og skrifaði nafnið
sitt fyrir fólk sem kom þangað, því
að albr vildu koma og sjá þessa
frægu pönnukökunorn, Minný
Maggý Möllu.
Presturinn og fatlaða
stúlkan.
i
Framhald af bls. 13.
að auðgast á kosnað kirkjunnar,
bætti hann við stuttur í spuna. Þér
sjáið um, að þetta verði tafarlaust
lagfært.
Ráðsmaðurinn hneigði sig og fór.
Úðalseigandinn bauð séra Hartwig
vindil.
— Reykiö þér? spurði hann.
— Þegar svo góður vindill er í
boði, get ég ekki hafnað honum,
svaraði presturinn.
— Það var góð hugmynd að biðja
dóttur mína aðstoðar við sönginn,
varð óðalseigandanum að orði.
Hvernig stóð á, að yður kom það til
hugar ?
— Eg held, að það hafi verið fyrir
samtal, sem ég átti við gamla þorps-
lækninn, svaraði prestur.
—• Þið hafið verið að ræða um
hana? mælti óðalseigandinn. Slys
hennar hefur vakið áhuga yðar. . .
— Já, mjög svo, svaraði prestur-
inn og varð alvarlegur á svip. Hún
er þó alltaf eitt af sóknarbörnum min-
um.
Óðalseigandinn brosti og hristi
höfuðið.
— Ef þér gerið yður vonir um að
fá hana í hjörðina, er ég hræddur
um, að þér verðið fyrir vonbrigðum.
Og það var ekki laust við hæðnis-
hreim í röddinni.
Ungi presturinn leit fast á hann.
— Það stendur skrifað, að lokið
verði upp fyrir þeim, sem knýja dyra,
svaraði hann. Við smölum ekki stræti
og gatnamót, herra óðalseigandi, við
bíðum þess, að þeir knýi dyra, sem
hafa þörf fyrir að komast inn.
Von Gronau sló öskuna af vindlingi
sínum.
— Ég ætla að vera hreinskilinn,
herra prestur. Við hérna í höllinni
stöndum ekki í sérlega nánu sam-
bandi við kirkjuna. Hún gat ekki veitt
okkur neina aðstoð, þegar konan mín
lézt, og hún hefur ekki heidur megn-
að að veita okkur neina aðstoð nú,
þegar dóttir mín varð fyrir þessu slysi.
Ég tek þetta fram eingöngu til þess,
að þér gerið yður ekki neinar vonir
umfram það, sem efni standa til.
— Ég þakka yður hreinskilnina,
svaraði ungi presturinn lágt. En mað-
ur þarf ekki að vera neinn trúboði til
þess að sjá, hvað dóttir yðar hefur
mesta Þörf fyrir.
— Dóttir mín hefun mesta þörf
fyrir skui'ðaðgerð, svaraði óðalseig-
andinn hranalega. Það gæti ef til
vill orðið henni að liði, en hins veg-
ar fæ ég ekki séð, að neinir trúarórar
geti komið henni að haldi, nema síð-
ur sé.
Presturinn reis úr sæti sínu.
— Ég skil afstöðu yðar, von
Gronau, enda þótt ég geti ekki verið
yður sammála. En . . .
Heimsfrægir hugvitsmenn:
Raforkukerfið
Hugvitsmenn víöa um heim voru
farnir að leita að uppsprettu raf-
magnsins löngu áður en Samuel
Morse hóf rannsóknir sinar, er
leiddu til tiikomu ritsímans. Þeir
drógu þá ályktun, að ef hægt væri
að framleiða nógu sterkan raf-
straum, ættu þeir að geta „leitt“
hann inn á heimili og verkstæði og
notað hann til að framleiða l.jós,
hita og vélorku. Sennilegt er, að af
hinum mörgu gáfuðu og hugvits-
sömu mönnum, sem lögðu fram
skerf til framleiðslu rafmagnsins,
hafi enginn komizt lengra en
Nikola Tesla.
Tesla fæddist í Króatíu. Hann
stundaði framhaldsnám í Graz í
Austurriki, og þar kynntist hann
dínamónum, sem belgíski uppfinn-
ingamaðurinn Zenobe Gramme
hafði þá fyrir nokkru fundið upp.
Það var upphafið að hugmynd hans
að aflvakanum, sem ljyggð er á
gjörólíkri forsendu. Árið 1884 kom
hann til Bandaríkjanna til að vinna
á verkstæði Thomas Edisons. Edison
kom fljótt auga á hæfileika hins
unga manns, sem var aðeins 27 ára,
tiu árum yngri en hann sjálfur, og
tók vel hugmyndum hans. En þeir
voru ósammála um, hver væri bezta
leiðin til að vekja rafmagn og leiða
það.
Edison reisti fyrstu raforkumið-
stöð í heimi, og var hún i Ncw
York-borg. Stöðin framleiddi jafn-
straum, sem varð að tengja við raf-
magnsflutningslínurnar, og var raf-
spennan ekki hærri en svo, að hún
væri neytendum hættulaus, því að
ekki var hægt að hækka eða lækka
spennu straumsins með netspenn-
um. En sá hængur var á, að vegna
mótstöðu í flutningslinunum var
mikið úr orkunni dregið, þegar hún
kom til neytenda. Lausn Tesla á
þessu vandamáli var riðstraumur
— þ. e. rafstraumur, sem brerytir
um stefnu oft á sekúndu. Hann
sýndi fram á, að hægt var að leiða
strauminn og halda spennunni nógu
hárri til þess að yfirbuga mótstöð-
una i flutningslinunum, og með
einföldum spennubreyti var spenn-
an síðan lækkuð að þvi marki, sem
liættulaust var, áður en straumur
var kominn inn í línur neytenda.
Riðstraumurinn náði með. öðrum
orðum til fleira fólks og var ódýrari
i nolkun heldur en jafnstraumur-
inn.
Tesla stofnaði sjálfur lítið raf-
orkul'yrirtæki og sótti um einka-
leyfi i Bandarikjunum fyrir full-
komnu raforkukerfi. Innan fárra
ára hafði hann fengið 30 einkaleyfi
fyrir uppfinningum sínum. Þekkt-
ust þeirra eru riðstraumsmótorinn,
sem var tuttugu sinnum aflmeiri
en jafnstraumsmótorarnir, sem þá
voru i notkun.
Ameriskir verkfræðingar komu
brátt auga á kosti rafkerfis Tesla.
í maí 1888 var liinum unga upp-
finningamanni boðið að halda fyr-
irlestur um það í stéttarfélagi ame-
riskra rafverkfræðinga. George
Westinghouse, sem auðgazt hafði af
uppfinningu sinni í sambandi við
lofthemla í járnbrautir, kostaði
framkvæmdir Tesla. Árið 1801 höfðu
þessir tveir menn umsjón með
byggingu vatns- og raforkustöðvar
við Nigarafossa norður við landa-
mæri Kanada og Bandaríkjanna.
llin geysimikla orka fossanna var
Jjeiziuð með tíu risavöxnum túrbín-
um. Innan örfárra ára streymdi
rafmagnið inn á heimili og verk-
smiðjur í Buffaloborg, sem var í
35 km fjarlægð. Um svipað leyti
voru raforkumiðstöðvar, sem not-
uðu riðstraum, i smíðum í Evrópu.
Raforkuöldin var runnin upp.
Og enn var hugur Tesla fullur af
nýjum hugmyndum. Hann fékk alls
um ævina einkaleyfi fyrir kringum
700 uppfinningum i sambandi við
riðstraum. Þegar hann var áttræð-
ur árið 1936 voru haldnir fundir
og ráðstefnur í ýmsum bæjum Ev-
rópii honum til heiðurs. Þeir eru
fáir, sem hafa séð um ævina svo
miklar og góðar breytingar verða
til al' hugmyndum sínum. Heil kyn-
slóð hafði alizt upp við raforku,
þegar Tesla dó i New York-borg
árið 1943, 86 ára að aldri.
Nú eru íbúar afskekktra héraða
Nikola Tesla,
imm 8h
! ; ■ i, ■ . -p: • jgj
og byggðarlaga i hinum yngstu
löndum heims að kynnast þægind-
um, sem samfara eru rafmagninu.
Það mætti jafnvel skoða þessi nýju
raforkuver sem minnismerki um
snillinginn N'ikola Tesla. -á
Við eruin lieimsfrægir fyrir full-
komna þjónustu!
VIKAM 33