Vikan


Vikan - 07.09.1961, Blaðsíða 42

Vikan - 07.09.1961, Blaðsíða 42
MÁ BIDÐA YÐUR m Husíð verður reist fgrir ifður hvur sem er í by^ð DRAUMAR. (Framhald af bla. S8J. og sá þá aö það var mýri í túninu, rétt fyrir innan mig, sem þó er ekki til í raunveruleikanum. Mér fannst þetta vera botnlaus fúi og var svo hrædd um að þetta yrði einhverjum að slysi. Sé ég þá að tengdafaðir minn kemur frá bænum og stefnir bcinl á mýrina. Ég sá að hann ætlar þarna yfir og kalla í hann að fara ekki þarna, en hann svarar því ekki og heldur áfram út 1 og fer strax að sökkva. Ég verð svo hrœdd að ég kemst ekki neitt. Ég kalla þá í mann- inn minn að koma fljótt og hjálpa honum. Kemur hann strax og með honum maður, sem ég þekki ekki, d.kkur yfirlitum, i dökkum fötum. Ég kalla þá til þeirra að fá sér fleka til að ganga á svo þeir sökkvi ekki líka, en þeir svara því ekki og fara út í. Ekki minnkaði hræðslan við það. Lit ég þá snöggvast undan og þegar ég lít aftur við sé ég að þeir liggja báðir aftur á bak og eru farn- ir að sökkva og alltaf stækkuðu og dýpkuðu gryfjurnar. Við þetta vakn- aði ég. Fyrir hverju er þessi draum- ur? Með fyrirfram þökk. Huldukona. Svar til Huldukonu. ur munu lenda í málaferlum eSa einhverjum svipuðum erfiðleik- um á næstunni. Málaferli þessi munu verða miklu umfangsmeiri heldur en þeir gerðu sér grein fyrir í byrjun, þrátt fyrir að þér væri það fyllilega ljóst og reynd- ir að vara þá við veilunni. Dökk- . .Tengdafaðir þinn og eiginmað- klæddi maðurinn er tákn lög- mannsins í draumnum og hann er að einhverju leyti tengdur manni þínum. Kæra Vika, Mig langar til að fá lausn á draum, sem mig dreymdi eigi alls fyrir löngu. Mér fannst ég vera staddur út á götu og stóð rétt bjá bíl. Hjá mér stóð stelpa, sem ég er ekkert brifin af og var ég að tala við bana. Þar stutt frá stóð önnur stelpa, sem kunningi minn er ást- fanginn af og var bún ákaflega dap- urleg. Fram bjá mér gengur svo stelpan, sem ég er brifin af og vill bún ekkert við mig tala en er samt greinilega óánægð. Siðan kemur kunningi minn, úr þeirri átt sem stelpan, sem ég er brifinn af gekk í. Er bann að reyna að bugga stelpuna, sem liann er ástfanginn af, en bún vill ekkert við bann tala. Þess skal getið að við böfum ekki kynnst þess- um stelpum mikið og vita þær ekkert um ást okkar á þeim og við vitum ekkert bvaða bug þær bera til okk- ar. Með fyrirfram þökk, Tvær eftirvæntingarfullir. Svar til Tveggja eftirvæntingar- fullra. Ég álít að draumur þessi sé fremur tákn um dagleg vandamál ykkar fremur en að hann hafi eitthvað gildi fyrir lífstíðina. Eftir því er svo að sjá sem þú sért ekki á þeirri línu í daglegu starfi, sem þú ættir að vera. Kæri Draumaráðandi. Mig dreymdi að ég var að tala við mann, sem ég kannast við og spurði hann, hvort það væri lika gufubað þar sem hann ætti heima. Hann sagði já og fór að útskýra fyrir mér hvað það væri og eitt- hvað nefndi hann Kleppsveg. Tek ég þá eftir því að hann er með fjóra gullhringi, tvo og tvo saman, en sitt á bvorri hendi. Voru þeir allir með steinum, einn með þrem litlum, hvítum steinum, en hinir með einum hver, en ekki eins. Ég fór þá að gá hvort hann væri ekki lika með gift- ingarhringinn, en sá hann ekki. Bið þig að ráða fyrir mig þennan draum. Bréf þetta var vélritað, en undir_ skrift vantaði. Svar. Spurningin, sem spurð er í upp- hafi draumsins bendir til að þú hafir verið að leita einhvers jöfn- uður eða samlíking í fari ykkar, þar sem skilja má að gufubað sé heima hjá þér. En við þessa at- hugun sérðu að maðurinn er nieð fjóra hringi. Að mínu áliti eru þessir hringir tákn fyrri sam'- banda mannsins við konur, sem hann hafi eignast börn með eftir tölu steinanna á hringnum. 42 V.IKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.