Vikan


Vikan - 14.09.1961, Side 5

Vikan - 14.09.1961, Side 5
UEfNT RRIR HOOD Brezki flotinn neyddist þannig til að hefja orrustuna, að Hood lenti i vegi fyrir Prince of Wales og gat þess vegna ekki beitt nema nokkrum hluta fallbyssna sinna. Það var einnig í upphafi, að Hood skaut í vitlaust mark, en fær þá brátt að reyna, að Þjóðverjar beindu skot- um sínum í rétta átt. Fyrsta skotið, sem Hood varð fyr- ir, hæfði i stórsigluna eða skotturn- ana aftari. Gaus þá upp eldur og kol- svartur reykmökkur steig upp frá skipinu. Hood hélt samt áfram skot- hríðinni. Þá varð Bismarck fyrir skoti, sem eyðilagði þrýstiloftsleiðslu, sem lá að flugvélabrautinni. Dró þá nokkuð úr ferð Bismarcks. Skömmu siðar fékk hann annað skot, er laskaði hann þá talsvert meira. Þrátt fyrir það sendi Bismarck frá sér hverja kúlnadembuna af annarri. Og skyndilega, fyrr en nokkurn hefur grunað, gerast umskipti á hinu mikla skipi Breta. Glóandi eldtungur brjót- ast út og teygja sig upp úr kolsvört- um mekki, sem hylur Hood, en haf- flöturinn i kring vellur í logandi olíu. Bismarck hefur nú hæft fullkom- lega i mark í sjálfa skotfærageymsl- una, og Hood springur i loft upp og sundrast með ferlegum gný og ógn- um. Kúlan frá Bismarck hafði rofið stálplöturnar í þilfari, en það voru einmitt þessar stálplötur, sem taldar voru veikasti punktur á orrustuskip- inu. Hafði strax árið 1924 komið til orða að skipta um þessar plötur og styrkja þær til muna. En þrátt fyrir miklar viðgerðir og endurbætur, sem gerðar höfðu verið á skipinu, vannst ekki tími til þessarar viðgerðar, enda Sjórinn moraði af mönnum eftir að Bismarck var sokkið. var Hood mjög í förum við flotaæf- ingar og flotasýningar á árunum milli styrjaldanna. Við sprenginguna þeyttust ýmsir skipshlutar hátt í loft, mörg hundr- uð metra, hlutar úr reyháfum og sigl- um spýttust út á hafflötinn, en sumt féll aftur niður á hið glóandi skip. Síðan reis stefni skipsins upp og Hood seig niður í dýpið, en þar seni skipið sökk sauð og kraumaði sjór- inn enn um stund. Nokkurt rekald flaut á sjónum, en skipshöfnin var horfin, 1421 talsins, að undanteknum nokkrum mönnum, sem börðust íyrir lífi sínu á sundi, þar innan um brakið. Tundurspillir var sendur á vett- vang til bjargar. Hann fann aðeins 3 skipverja á fleka. Þeir voru með lífsmarki, en illa komnir. Voru það merkjamaður, Briggs að nafni, Dundes liðsforingjaefni, og Tillburn háseti. Hinir 1418 höfðu látið þarna lífið. Vár haldið til Keykjavíkur með þremenningana, en þar voru þeir lagðir í sjúkrahús. Lýsing Tillburns. Robert Tillburn, einn þeirra, sem bjargaðist úr þessum ógnum, hefur lýst þeirri ógnarstund, þegar Hood sundraðist og sprakk í loft upp. Þar segir m. a.: —- Kúla kom með ægilegum hvin eins og hraðlest færi að okkur. Það varð ægileg sprenging, og á eftir varð grafarþögn. — Annað skot hæfði staðinn undir brúnni, þar sem loft- varnarliðið hafði leitað skjóls. — Eínn hæfði eitt skot siglutoppinn, en þaðan stjórnuðu liðsforingjarnir skotum okkar. Efri hlutinn var skotinn burt, svo að líkum og braki rigndi niður á þilfarið. Næst varð ægileg spreng- ing aftur á. Á eftir varð allt hljótt. Ég reikaði og fann, að Hood hall- aðist á bakborða. Kinnungarnir hóf- ust, jafnframt Því sem skipið seig niður að aftan. Ég losaði mig við allan búnað, sem ég mátti. Alda skol- aði mér fyrir borð. Eg synti eins hratt og ég gat burtu frá skipinu þar sem ég óttaðist að dragast rneð því niður i djúpið. — Spottar slógust um fótleggin|a og loft.net flæktust um fæturna. Ég sogaðist niður með skipinu og mér lá við köfnun, er ég gat loks rifið mig lausan og brotist upp á yfirborðið aftur. Nú vissi stefnið beint i loft upp. Það var eins og andstyggileg loka- kveðja. Siðan seig Hood hægt í hafið. Ég synti í áttina að braki. Ég sá aðra af áhöfninni halda sér í fleka. Allt 4flaut í olíu. Sumsstaðar loguðu eldar. Ég synti umhverfis í hér um bil klukkustund, en þá var mér öll- um lokið. Sjávarhitinn var rétt yfir frostmarki. Ég náði mér í fleka og buslaði til merkjamannsins okkar. Sunderland flugbátur flaug rétt yfir höfðinu á okkur, án þess við sæjumst. Eftir eilífðartíma sigldi tundurspill- ir í áttina til okkar. Það var feg- ursta sýn, sem ég hef augum litið. Tundurspillirinn hægði ferðina, er áhöfnin kom auga á okkur og okkur var borgið. i I i v:':| Um borð í Bismarck. Þegar svo hafði skipazt og Hood var uF'sögunni, urðu óhemju fagn- aðarlæti um borð í Bismarck, svo mikil, að áhöfnin reif sig úr öllum heraga, þeir hlupu um með hávaða, söng og alskonar látum, föðmuðust og hrópuðu „heil" fyrir foringjanum. Og klukkan 6,32 sendi Liitjens yfir- foringi svohljóðandi skeyti til her- stjórnar sinnar um atburðinn: — Orrustubeitiskipi sökkt á Því næst 63 gráðum og 12 mínútum norð- lægrar breiddar og 32 gráðum vest- lægrar lengdar. Hálfri klukkustund síðar sendi hann skeyti um ástand Bismarcks: 1. Rafmagnsvélarúm IV. ónothæft. 2. Leki í bakborðsketilrúmi. Hefst þó undan. Leki einnig i framskipi. 3. Mesti hraði 28 hnútar. 4. Tvær radarstöðvar óvina fundnar. 5. Hyggst fara inn til Nazaire. Þetta gerðist laugardagsmorguninn 24. maí. Þegar Hood var úr sögunni, bjóst Bismarck strax til undankomu, svo sem í skeytinu segir. Undanfarið hafði Bismarck haft því hlutverki að gegna að sökkva kaupskipum og ráðast ;tð skipalestum, en samkvæmt skipun flotamálastjórnar skyldi forðast sjó- orrustu. Bismarck var talinn 35 þúsund smálestir, en var raunverulega yfir 40 þúsund smálestir. Á skipinu voru 89 fallbyssur af ým- iskonar hlaupvídd, þar voru fjórir tvísettir turnar með 38 cm (15 þuml- unga) fallbyssum, hlaðnar með þrýsti- vökvatækjum. Þjóðverjar höfðu nctað svona stórar fallbyssur i fyrri he'ms- siyrjöldinni, en nú var nýjung orðin, að með radar var miðun orðin jafn markviss í náttmyrkri og þoku scrn á björtum degi. Bismarck var 246 m á lengd, 36 m á breidd, hraði þess var 28 hnútar, Framhald á bls. 42. H.M.S. DORETSHIRE — til hægri — skýtur síðasta tundurskeytinu á Bismarck, sem varð til þess að það sökk.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.