Vikan - 14.09.1961, Blaðsíða 35
sem vettlingi geta valdið, hjálpa nú
til, þvi að mikið er að gera. Mar-
svínin geta verið allt upp í eitt þús-
und.
Eftir þessar aðgerðir kemur sýslu-
maðurinn á vettvang, og eru mar-
svínin talin og merkt, og siðan eru
þau seld eða skipt jafnt á milli allra.
Barnið í vöggunni fær jafnt og sá,
sem er orðinn gamall, og allt, sem
hefur tapazt eða ónýtzt, hnífar, bát-
ar og annað, fær maður borgað hjá
sýslumanninum. Þegar hvalirnir
hafa verið skornir á háls, eru þeir
skornir í bita og teknir heim í bát
eða bíl, og heima fer skiptingin
fram. Iivalirnir eru siðan saltaðir
niður í tunnur, og finnst okkur það
góður matur. Spikið er það bezta.
Það er bezt, að það liggi a. m. k. 4
mánuði i saiti. Þá er þetta mesta
lostæti.
Baldur Freyr.
EKKI ER ALLT GULL
SEM GLÓIR.
Framhald af bls. 27.
En Jenný var lagleg, og kvenlegri
fegurð verður ekki haldið leyndri.
Kvikmyndafélög og myndatökumenn
gripa hana gjarnan. í ágústmánuði
vann Jenný i fegurðarsamkeppni
hjá vikublaði einu og fór nú til
Eondon. En þar uppgötvuðu ýmsir
karlmenn — aðrir en Bill —, að
hún væri bæði aðlaðandi og fögur.
Jenný keypti sér dagbók og fyllti
hana með mörgum nýjum nöfnum.
Kvöld eitt, þegar Bill spurði, hvað
gera skyldi næsta laugardag, svar-
aði húri: — Nei, á laugardag get ég
ekki verið með þér, — ekki þennan
laugardag að minnsta kosti. — Og
það kom i Ijós, að hún var upptekin
næstn tvær vikur fram i timann.
Þau sátu ( litlu ibúðinni hennar
i Chelsea. Hún hnipraði sig saman
á sófanum. Hann sat i hægindastól
hennar. ,— En þú hlýtur nú, Jenný,
að geta fundið upp einhverja afsök-
un til þess að geta farið út með
mér, sagði hann. — Þú ert þó vist
ekki hrifin at neinum þeirra, — er
það? — f raun og veru var þetta
ekki hugsað sem ákveðin spurning.
Hann var svo sannfærður um, að
hún kæijði sig ekki um neinn hinna.
— Einhver mundi taka eftir okk-
ur, svo framarlega sem við sætum
ekki heima allt kvöldið, mótmælti
hún. — Og það er svo illa varið
tima. Mig langar að skoða og reyna
svo margt hér í T.ondon.
En ég get sýnt þér I.ondon, sagði
hann. — Hún andvarpaði. — Kæri
Framhald á bls. 38.
Hún skapar sjálfstraust og
öryggi, vissan um það að
vekja jákvæða eftirtekt.
í7 mrn
wm
WM
Mé
Það leynir sér ekki að í
slíku tilliti er aðdáun og
viss ótti — um að gefa of
mikið til kynna.
Kirkjustræti.
Sfmi 12838.
A A
y A-K-x-x-x-í-x
^ x-x
* 10-x-x
^ X-x-x
y G-x-x
4 D-x-x
Jf, D-x-x-x
A
V
♦
*
Útspil: tromp.
Norður
1 hjarta
3 hjörtu
5 hjörtu
pass
Austur
pass
pass
pass
J pass
K-D-G-10-x-x-x
ekkert
A-K-x-x-x
A
Suður
2 spaðar
4 grönd
7 spaðar
Vestur
pass
pass
pass
Sálfræði í bridge er ákaflega
þýðingarmikil og í spilinu hér að
ofan var hún eina von sagnhafa.
Vestur hafði heppnina með sér,
þegar hann kaus að spila út trompi,
þvi að trompútspil er oina útspilið,
sem banar alslemmunni. Öll önn-
ur útspil gefa alslemmuna. Tveimur
tíglum er kastað í tvo hæstu í hjarta
og sá þriðji trompaður. Það er sú
trompun, sem trompútspilið kemur
í veg fyrir. Auðvitað gat suður ekki
vitað að trompásinn væri einspil.
En hann bar sig karlmannlega. Án
þess að sýna hin minnstu óánægju-
tnerki, spilaði hann sig heim á
laufaás og tók út öll trompin. Þegar
því var lokið átti hann á hendinni
A-K-x-x-x i tígli, en í borði A-K-x-
x-x í hjarta.
En hvað með varnarspilarana?
Þegar suður gerði spilaáætlun sína
setti hann sig í spor andstæðing-
anna, þ. e. liagnýtti sér sálfræðina.
Austur var sannfærður um að sagn-
hafi ætti eitt hjarta i þeim fimm
spilum, sem hann átti eftir. Annars
hefði hann áreiðanlega tekið tvo
hæstu i hjarta, þegar hann var inni
á trompásinn í fyrsta slag. Vestur
var fórnarlamb sönm blekkingar-
innar. Hvor varnarspilari, i sínu
lagi, gekk út frá þvi að félagi sinn
ætti í mesta lagi tvö hjörtu, og hann,
hann einn, með þrjú hjörtu, gæti
komið í veg fyrir að sagnhafi fengi
alla slagina á blindan. Til þess að
halda hinum gagnslausu hjörtum,
fleygðu austur og vestur báðir sin-
um dýrmæta tígli.
Spilið vannst því, vegna þess að
dáleiðsluáhrif hinna ónýtu hjartna i
blindum gerðu tígultapslagi sagn-
hafa að vinningsslögum.
U1
>1
Þó það sé hinsvegar ljóst
að það er maðurinn sjálfur
sem mestu varðar, gefur
smekklegur klæðaburður
nokkuð til kynna um —
hinn innri mann.
Kirkjustræti.
Sími 12838.
V.IKAK 35