Vikan


Vikan - 05.10.1961, Blaðsíða 7

Vikan - 05.10.1961, Blaðsíða 7
í frumstæðu sjúkra- húsi uppi i fjöllun- um fundu þau aftur þá hamingju og trún- aðartraust sem þau höfðu einhvern- vegin glatað í annríki auð- sældarinnar Chuck sá, að Aud- rey var gersam'- lega ráðþrota í ör- væntingu sinni og óvissu. — Ron vildi umfram allt fara hing- að, mælti Audrey utan við sig. Hann vildi komast eitthvað upp i fjöllin, langt að heiman. Árum saman hefur bú látið mig um allt þess háttar, en í þetta skipti lagðist þú á sveif með honum. Við hefðum átt að komast að samkomulagi. Sumarbúðirnar að Glen njóta mikils álits, og þar í grendinni er frægt sjúkrahús. . . . — Hann er orðinn þrettán ára, svaraði Chuck. Þegar drengir eru komnir á þann aldur, finnst þeim ekki mikið til þess koma að ganga prúðbúnir, sækja dansskóla eða dveljast í sumarbúðum, sem eru sama og ekkert frábrugðnar því, sem þeir eiga að venjast heima. Og þótt þú hafir alltaf farið með hann eins og hvítvoðung, hefur hann líka veikzt heima, sagði Chuck. — Smávægileg orðasenna var beinlínis hressandi eins og á stóð. — Já, en þá var dr. Curtis, einn af frægustu læknum landsins, alltaf við höndina. . . . Audrey hefur alla tíð trúað á fræga lækna, hugsaði Chuck með sér, fræga barnalækna, barnasérfræðinga, sér- fræginga í einu eða öðru. Var það ef til vill vegna þess, að hún hafði engu öðru aö treysta? — Dr. Potter er kominn, mælti Barnes læknir í dyrunum. Og dr. Pott- er kom frarn í biðstofuna, klæddur grófum dúkbuxum og sportskyrtu, og það lagði af honum skógarangan og fiskiþef. Hann hlaut að vera kom- inn um eða yfir íimmtugt, því að hann var orðinn hvítur fyrir hærum, en augun leiftruðu af fjöri. Hann tók fast í hönd Chucks og hristi hana, en klappaði Audrey innilega á öxlina. — Komið inn til mín, mælti hann og leiddi þau inn í eins konar borð- stofu með gamaldags húsgögnum. Barnes læknir kom inn í borðstoíuna um aðrar dyr með stóra kaffikönnu og kúfað fat af jarðarberjum. — Hafið þið borðað nokkuð í dag? spurði yfirlæknirinn og leit fast á Audrey. Við eigum einhvers staðar steikta kjúklinga. Hafið þið ekki lyst á svolitlum bita? Audrey hristi höfuðið. — Jú, hann er skrambi bættulega veikur, strákurinn, mælti dr. Potter rólega. Röddin var hrjúf, orðin tilfinn- ingasnauð, en augun vingjarnleg. Hann er með heilabólgu. Og svo lýsti hann því, hvað það væri hættulegur sjúkdómur, Því næst aðgerðinni og dró ekkert undan. Vitanlega var hon- um Ijóst, að þau skildu ekki neitt í öllum þeim latnesku nöfnum, sem hann romsaði upp úr sér, til þess að þau jöfnuðu sig eftir fyrsta hræðslu- lostið. — Við verðum að fara með hann héðan og koma honum í hendur ein- hvers frægs heilasjúkdómafræðings, sagði Audrey. Jú, jafnvel hérna inni á öræfunum könnumst við eitthvað við þá almátt- ugu, svaraði dr. Potter þurrlega. Einn af frægustu sérfræðingum á þessu sviði býr einmitt í Rena, og ég var að enda við að tala við hann i sím- ann. Og hann taldi Það lífshættulegt að hreyfa drenginn nokkuð að ráði, á meðan líðan hans væri slik. Chuck kveinkaði sér, þótt hann léti ekki á því bera. Hann hafði aldrei heyrt lækni tala svona kæruleysislega um sjúkiing sinn. — Eg veit ekki, hvað segja skal, mælti hann. Við erum langt að heim- an. —• Satt er það, svaraði dr. Potter. Og þetta er lítið sjúkrahús. En við gerum allt, sem í okkar valdi stendur. Við höfum yfir tæknilegum útbún- aði að ráða, sem þolir samanburð við það, sem gerist á stærstu og beztu sjúkrahúsunum. En að þessu sinni er ekki um sjúkdóm að ræða, sem krefst þess. Til þess að sigrast á honum þarf fyrst og fremst við góðrar hjúkrunar og valinna lyfja — heitustu bæna, sem unnt er að biðja. Við gerum allt bað fyrir drenginn, sem í okkar valdi stendur. . . Hann þagnaði við og leit fast á Audrey. — Þið megið ekki halda það, að við reiknum okkur þetta einhverja heppni, mælti hann með áherzlu. Við Þurfum ekki að sækjast eftir sjúk- lingum, þeir koma samt. Og sjúkra- húsið er ekki beinlinis vel til þess falliö, að þar liggi sjúklingar með smitnæma sjúkdóma. Það veldur til dæmis verulegum vandræðum i eld- húsinu. Við höfum ekki nema fimm hjúkrunarkonur eins og stendur, og þær verða að vinna langt yfir ákveð- Framhald á bls. 32. WIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.