Vikan


Vikan - 05.10.1961, Blaðsíða 16

Vikan - 05.10.1961, Blaðsíða 16
nokkur atriöi 1 þessari áætlun hans, sem hann hafði ekki í hyggju að geta um við Spike. Um kvöldið klukkan hálftíu kom Mortimer á stefnumóts- staðinn. Spike stóð þar á bak við tré, skjálfandi af kulda. — Ég var í þann veginn að fara aftur, sagði hann gremjulega. Þér gerðuð ráð fyrir að vera kominn fæ eg svo þusund pundinv — Áður en vika er liðin. Ég get ekki lialdið til Lundúna þegar i stað, því að það mundi vekja grun. En þegar liður á vikuna, finn ég einhverja sennilega ástæðu, og þá liringi ég til yðar. — Og það er vissara fyrir yður að gleyma því ekki, mælti Spike Iiörkulega. Ég geymi yður nefnilega kúlu, ef ég skyldi þurfa að beita þeirri aðferðinni .. . þimtnd pund hingað fyrir hálftíma. — Því miður gat ég ekki komið fyrr, svaraði Mortimer. Takið nú vel eftir því, sem ég segi. Fyrir tiu mínútum gekk maður nokkur hér út um hliðið. Það var Mark, frændi minn. Hann liefur vonandi ekki komið auga á yður? —■ Vitanlega ekki. En ég sá hann og treysti mér til að þekkja hann aftur, hvar sem ég sé hann. Og áður en lengra er komið, finnst mér, að við ættum að ræða greiðsl- una dálítið nánar — og þá fyrst Mortimer tók í hönd Spikes og notaði tækifærið til að lita á úln- lið hans. Enn einu sinni sá hann öll stunguörin á hörundinu eftir nál morfínsdælunnar. Spike var morfínisti. Það hafði Mortimer tekið með í reikninginn, þegar hann gekk frá síðustu atriðunum í áætlun sinni. Þ að kom í hlut Forbes, fulltrúa í glæparannsóknadeild lög- reglunnar, að leita ráðningar á morðgátunni. Hann yfir- Sakamálasaga eltir Colin Robertson Mortímer fékk hjartslátt, þeg- ar hann sá manninn aftur. Gat það verið, að hamingj- an ætlaði að reynast honum svona hliðholl? Hann var lengi búinn að vera á hnotskóg eftir inanni, sem væri fær um að inna af hendi starf, sem krafðist sér- stakrar hæfni. Mánuðum saman hafði hann eytt tveimur kvöldum í viku á kaffihúsum, sem tiðsótt voru af fólki, er sífellt átti í útistöðum við lögin, og dulbúið sig sem einn af jieirra hópi. Og hann hafði sér i lagi fengið augastað á einmitt jjessum lágvaxna, þrekna manni, sem hann mætti nú þarna á braut- arpallinum. Hann hafði rætt litils háttar við hann endrum og eins og spurzt fyrir um hann. Og það var mál manna á jiessum stóðum, að Spike Ilolson væri til í allt ■— fyrir sæmilega borgun. Það var slíkur maður, sem Mort- imer þurfti á að halda, og þegar hann svo mætti honum fyrir hend- ingu þarna á brautarpallinum, sagði hann við sjálfan sig: -—■ Það er vilji forlaganna, að ég ráði Spike Holson til starfans .. . Hann settist inn í sama klefa og Holson, og þegar lestin rann af stað, höfðu ekki aðrir setzt þar að, svo að þeir sátu þarna einir. Eftir nokkrar minútur leit Spike upp og brosti gleitt. — Ég ætlaði ekki að þekkja yður aftur, sagði hann. Ég hef aldrei séð yður svona prúðbúinn, en alltaf haft hugboð um, að jiér væruð í rauninni finn maður, sem vissra orsaka vegna .. . Jæja, hvað er jiað þá, sem þér þurfið minnar aðstoðar við? — Morð, svaraði Mortimer, en gætti þess að segja það þannig, að eins’mætti taka það sem spaug. — Þér hafið vitanlega heyrt að ég sé til í allt — fyrir sanngjarna borgun, varð Spike að orði, og hann gætti þess einnig að segja það þannig, að eins mætti halda, að hann væri að gera að gamni sínu. — Ég hafði hugsað mér þúsund sterlingspund. — Yður gctur ekki verið alvara . .. Spike gapti af undrun. Svo laut hann fram í sætinu, nær Mortimer. — Og samt lítur út fyrir, að yður sé alvara. Við skulum að minnsta kosti ræða þetta dálítið nánar . .. með tilliti til samninga. — Ég á vellauðaugan frænda . .. Mortimer talaði lágt og áherzlu- laust. — Ég á að kallast einka- ritari hans. Hann hefur gert erfða- skrá sína, og samkvæmt henni er ég aðalerfinginn. En það lítur ekki út fyrir, að hann muni deyja eðli- legum dauðdaga næstu tuttugu ár- in. — Og svo á ég að sjá um, að liann deyi skyndilega eðlilegum dauðdaga, og eiga á hættu að verða hengdur fyrir vikið? ' h — Enginn mundi hafa yður grunaðan. Ekki hafið þér neinn hag af því að ryðja honum úr vegi. — Það er nú eins og á það er litið, tuldraði Spike. — Þúsund sterlingspund eru líka peningur. — Enginn mundi hafa hugmynd um, að þér hefðuð fengið þann pening fyrir vikið. Þegar um morð er að ræða, liggja jafnan margir undir grun, og lögreglan beinir rannsókn sinni fyrst og fremst að þeim, sem auðséð er, að hafa muni einhverra hagsmuna að gæta í því sambandi. — Þér eigið við, að grunurinn mundi falla á yður, en ekki mig? Spike talaði nú i fyllstu alvör.u. — Einmitt. Þér eruð alsendis ókunnugur maður og komið máli þessu ekkert við. Þér liafið aldrei litið þennan frænda minn augum, og ég er reiðubúinn að sverja, að ég liafi aldrei séð yður eða heyrt. Ég læt yður fá hundrað sterlings- pund strax, svo að þér getið keypt -notaðan bíl. Það er eitt atriði í áætlun minni. .. Hafið þér áhuga á þessu? — Því skal ég svara, þegar þér hafið gert mér nokkru nánari grein fyrir áætluninni, mælti Spike með varúð. Mortimer sagði Iionum í hálfum hljóðum, að frændi sinn ætti heima í stóru, gömlu einbýlis- húsi fimm kilómetra frá Grantham. — Húsið stendur i stórum garðj, sagði Mortimer. Við getum hitzt við suðvesturhliðið klukkan niu í kvöld, og þá læt ég yður fá teikn- ingu af húsinu og aðrar upplýsing- ar, sem þér þurfið með. Þér hafið aldrei unnið fyrir peningum á jafnauðveldan hátt og þessum þúsund sterlingspundum, sem ég býð yður. Þetta síðasta sagði hann einungis til áherzlu, þvi að hann ætlaði sér alls ekki að greiða þessi þúsund stepííngspund, — meðal annars af þeirri góðu og gildu ástæðu, að hann átti þau ekki til. Það voru og fremst þessi hundrað sterlings- pund fyrir bílnum. — Þau eru hérna. Mortimer tók fimm tuttugu punda seðla úr veski sínu og rétti lionum. — Þér kaup- ið bílinn í Lundúnum, akið honum hingað, leggið honum þarna úti í skóginum, svo að hann sjáist ekki, en akið síðan á brott í hon- um, þegar starfi yðar er lokið. Og hér er uþpdráttur af húsinu. Svefnherbergi Marks frænda er á annarri hæð. Það er auðvelt að klífa upp að glugganum eftir renn- unni, og ég skal sjá svo um, að hann standi opinn — á miðviku- dagsnóttina? — Hvers vegna á miðvikudags- nóttina? — Vegna þess að grunurinn fell- ur að sjálfsögðu fyrst á mig. Ég verð því að hafa óyggjandi fjar- vistarsönnun. Á miðvikudagskvöld verð ég í samkvæmi í golfltlúbbn- um frá klukkan átta til tvö um nóttina. Þér verðið að hafa lokið starfinu að minnsta kosti tveimur klukkustundum áður en ég kem lieim, svo að fjarvistarsönnunin komi að haldi. Er þetta ekki allt nægilega ljóst? — Allt í lagi, svaraði Spike og kinnkaði kolli. Ég nota gömlu lier- skammbyssuna mína og hef hljóð- deyfi á henni, svo að vinnufólkið vakni ekki við skothvellinn. Og ég kemst áreiðanlega heilu og höldnu aftur til Lundúna. — En hvenær heyrði þjónustufólkið í húsi hins myrta mjög nákvæmlega. Að sjálf- sögðu var Mortimer lika yfirheyrð- ur. Læknirinn úrskurðaði, að morð- ið hefði verið framið um mið- nætti. Þá var Mortimer staddur í golfklúbbnum, og var það staðfest af mörgum vitnum. Allt hefði farið samkvæmt áætl- un, ef Spike hefði látið sér nægja að gera cinungis það, sem um var samið, en ekki tekið til sinna ráða. En þegar hann hafði skotið Mark, gerði hann sér lítið fyrir og opn- aði ueningaskápinn, hirti það reiðufé, sem þar var að hafa og ekki var mikið, en lakara var, að hann lét sig ekki muna um að taka erfðaskrána líka, þar sem lýst var yfir því, að Mortimer væri aðalerlingi að auði Marks. Hún hafði legið í skápnum, en reyndist nú hvergi finnanleg. Sá lymski þorpari! Mortimer var honum dálítið gramur, en hélt yöku sinni að öðru leyti. Spike gat ekki beitt hann neinum þving- unum, og erfðaskrána skyldi hann verða að láta af hendi, þegar þar að kæmi. Mortiiner þurfti að ræða við einn af málfærslumönnum fjöl- skyldunnar i Lundúnum, svo að hann þurfti ekki að finna upp á neinu sýndarerindi þangað. Þegar hann hafði lokið erindinu hjá mál- færslumanninum, hringdi hann til Spiltes, sem stakk upp á þvi, að Þetta var afburðavel framkvæmt. Martin hafði notað alla snilli sína og þetta myndí verða hinn fullkomni glæpur nema ... 1S VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.