Vikan


Vikan - 05.10.1961, Blaðsíða 33

Vikan - 05.10.1961, Blaðsíða 33
vorum að athuga hann. Jú, hann þyrfti að fá sérstaka hjúkrunarkonu, satt er það. En þær liggja ekki á lausu. . . — Alísa er laus eins og stendur, varð Barnes lækni að orði. E’f hún er ekki úrvinda af svefnleysi og þreytu, væri hún kannski fáanleg. Það sakar að minnsta kosti ekki að spyrja hana. — Við skulum greiða henni tvöfalt kaup, sagði Audrey — eða hvað sem hún fer fram á. Dr. Potter brosti. — Þið þekkið hana auðheyrilega ekki, hana Alísu litlu, sagði hann. Þið gætuð ekki freistað hennar, þótt þið byðuð henni milljón dollara. Ef hún fæst til að taka þetta að sér, þá er það ein- göngu vegna drengsins. Hann teygði sig eftir simanum og hringdi. — Alisa, öskraði hann. Vertu nú snör að troða þínum stóru bífum í rosabullurnar, við getum ekki án þín verið. Varstu að þvo þér um höf- uðið? Vefðu þá handklæði um haus- kúpuna, og komdu i hvelli. Þrettán ára drengur — með heilabólgu, — hraustur strákur, Alísa. Gott, vertu þá snör í snúningum. . . Hann sneri sér að Audrey og Chuck. — Drengurinn er í umsjá Barnes læknis, og hann veit, hvað gera þarf. Þetta verður erfiðast fyrsta sólar- hringinn, en Alísa verður hjá drengn- um í nótt og fram undir hádegi á morgun. Eftir það verðið þið að skipt- ast á um það. Ég gerði ráð fyrir, að þið munduð taka þessu af skynsemi, og leyfði mér þess vegna að fá nætur- gistingu fyrir ykkur hjá Minu. Það er að vísu ekki fyrsta flokks gisti- staður, en þó sá bezti, sem hér er um að velja. Og Þér ættuð að verða yður úti um hentugri skó, frú Kent. Gististaðurinn einkenndist af ódýr- um baðmullargluggatjöldum og gólf- gljáaþef. En þegar þau komu inn í herbergið, sem þeim var ætlað, lá bréfmiði þar á borðinu. „Vona, að ykkur líði vel hérna. Bið fyrir veika drengnum ykkar. Min.“ — Við verðum að kaupa okkur náttföt og tannbursta í fyrramálið, varð Chuck að orði. Hann var að ör- mögnun kominn af þreytu og áhyggj- um. —- Verði hann ekkert skárri á morgun, verðum við að flytja hann héðan með sjúkraflugvél, sagði Aud- rey. Hún þagði andartak og svipaðist um í fátæklegu herberginu. Við verð- um að vera hvild og hress á morgun, bætti hún við. Og svo háttuðu þau, og báðum fannst byrðin þyngri fyrir það, að þau urðu að bera hana hvort í sínu lagi. Ástin hefði getað létt þeim hana, en henni höfðu þau glatað, og þau voru of þreytt til að leita hennar nú. Þau vöknuðu klukkan sex að morgni. — Ég verð að kaupa mér rakvél og annað smávegis, sagði Chuck. Það eru mataráhöld frammi í eldhúsi, og það er bezt, að við kaupum okkur mat til nokkurra daga. — Já, svaraði Audrey vélrænt. Ég skal skrifa lista yfir það helzta . . . Hvorugt þeirra hafði orð á því, sem þeim lá báðum þyngst á hjarta, — að þeim væri ef til vill óþarft að gera ráð fyrir langri dvöl, — að þau yrðu ef til vill að halda heim í dag og horfast í augu við tómleikann. — Ég veit, að þú ert orðinn svang- ur sagði Audrey. En ég get ekki tekið mér neitt fyrir hendur, fyrr en ég hef fengið eitthvað að vita um líðan hans. — Það skil ég vel, svaraði Chuck. Og hann fann til nokkurrar gleði, þrátt fyrir allt; þetta var vist í fyrsta skipti um langt skeið, sem þau höfðu bæði ákveðið hið sama. Alísa reis á fætur, þegar þau komu inn. — Hitinn hefur eitthvað lækkað, sagði hún. Ég hef vakað yfir honum í alla nótt, og Barnes læknir hefur komið til hans á klukkutímafresti. Ég held, að Kon hafi þetta af. Já, ég er viss um það. Chuck virti hann fyrir sér, dökkan hárlubbann, óhreinar hendurnar, •— og aldrei unni hann honum meir, að honum fannst. Hann minntist orða yfirlæknisins, að ef til vill gæti sjúk- dómurinn haft nokkrar afleiðingar, og hann langaði til að falla á kné í bæn. Hann blygðaðist sín fyrir þetta; það væri eins og að fara fram á lán- veitingu að fara að biðja til guðs nú, — lánveitingu hjá aðila, sem hann hafði ekki snúið sér til árum saman. Þau gengu hljóðlega úr úr herberg- inu. Dyrnar að borðstofunni stóðu opn- ar, og kona var þar inni að bera fram morgunkaffið. Hún ávarpaði þau. —- Þið leruð foreldrar drengs|ins, sagði hún, hans Rons litla. Ég kom inn til hans áðan. Hann hefur þetta af, því megið þið treysta. . . . Hún virti Audreý fyrir sér. Þér hafið auð- vitað lagt af stað eins og þér stóðuð, það er ekki nema eðlilegt. En þér lifið ekki út daginn þannig klædd. Það er útsala á þunnum sumarkjólum hjá Peeney, — þér ættuð að kaupa yður einn — og svo létta strigaskó. Ef með þarf, get ég lánað yður fyrir þessu i bili. Ég veit, hvernig þetta er, þegar svona stendur á . . . — Þakka yður fyrir, sagði Audrey, og það vottaði fyrir hroka í rödd hennar. Ég ætla að fara að ráðum yð- ar. Bf við dveljumst hérna eitthvað. . . — Þið verðið hérna i viku -—■ að minnsta kosti, sagði konan. Jafnvel þótt kraftaverk gerðist, verður hann að liggja í viku minnst, kannski hálf- an mánuð. Væri ég í yðar sporum, mundi ég búa mig undir það. Og ef þér viljið hjálpa til, get ég lánað yður hvíta sloppa og annað, sem með þarf ... Þau mættu Barnes lækni. Hann var syfjaður og þreytulegur, og ekki sagði hann neitt, sem styrkti von þeirra, dr, Potter ekki heldur. Þau fóru síðan í verzlanir og keyptu það, sem þau van- hagaði helzt um; allir virtust bera kennsl á þau og spurðu Þau um líðan drengsins. Og svo leið hver dagurinn af öðr- um — i von og vonbrigðum, gleði og örvæntingu. Þau skiptust á um að vera hjá Ron. Og hver dagurinn færði þau hvort nær öðru, stytti bilið, sem áður hafði verið á milli þeirra. Og loks, þegar Barnes læknir gat fullviss- að þau um, að Ron fengi algeran bata, — fundu Þau hvort annað aftur —• uppi i fjöllunum ... I dansinn með Morgnn Þar sem dansinn dunar og gleðin ríkir — er Morgaii - Morgoo er kjördrykkur Veljið VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.