Vikan


Vikan - 05.10.1961, Blaðsíða 43

Vikan - 05.10.1961, Blaðsíða 43
heimilistækin hafa dóm reynslunnar eru nýtízkuleg létta hússtörfin staðist H.F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN, HAFNARFIRÐI iriHiþ 1 - 1 p i1'.' . - -4§£j Kæri Draumaráðandi, Mig dreymdi þennan draum fyrir skömmu. Mér fannst ég vera upp í Kjós, og átti að halda dansleik um kvöldið. Svo byrjaði dansinn. Fyrsta dansinn dansaði ég við vinkonu mína. Þá varð kærastinn minn vond- ur, því ég dansaði ekki við hann. Hins vegar var hann með annari RSftu dl?aUMur!2Int\ Draumspakur maður ræður drauma fyrir lesendur Vikunnar. stelpu. Svo þegar líða tók á kvöldið var spilaður vals, þá fannst mér hann koma á móti mér og svo byrj- uðum við að dansa, en það var eng- inn á gólfinu, nema við tvö. En þegar stelpan, sem hann var með áður sá þetta, varð hún svo vond að hún fór og sást ekki meira á dansleiknum. Þegar dansinn var búinn fannst mér hann taka upp blóm og gefa mér. En þá vaknaði ég. Með fyrirfram þökk, Gerða. Svar til Gerðu. Sagt er að ef ungt fólk dreymi að það stigi dans, tákni það á'- nægjulegan endi ástantála þess. í þínum draumi virðist samt eitt- hvað skyggja á ánægjuna þangað til þið mætist á gólfinu og stigið dans. Blómið er einnig mjög gott tákn, og ekki ósennilegt að þið náið saman og giftist einn góðan veðurdag. Kæri draumráðandi. Mig dreymdi þennan draum fyrir nokkuð löngu og ég get aldrei gleymt honum og þess vegna langar mig að fá ráðningu á honum. Mér fannst vera veizla heirna hjá mér og pabbi og mamma stæðu fyrir því og þar fannst mér vera margt fólk og meðal annars allt fólk af næsta bæ, en þegar fólkið er að fara segir piltur, sem var þar, að hann ætlaði að bíða og koma á eftir hinu fólk- inu gangandi og hann gerði það. En þegar hann var að leggja af stað, kallaði hann mig á eintal út i for- stofu, en ég man ekki hvað fór okk- ar á milli, en þegar ég kom aftur fór bróðir minn að stríða mér, hvað ég hefði getað frætt piltinn um núna. Ég sagðist álíta að honum kæmi það heldur lítið við. En skömmu eftir fóru tveir bílar fram- hjá og fannst mér að pilturinn hefði ætlað að hitta bilstjórana, en þaö var bara getgáta. Skömmu siðar kom hann aftur og með honum tvcir menn gangandi og fannst mér að hann vera með annan fótinn vaf- inn en pilturinn ómeiddur. Mig dreymdi að það kom mús og ég ætl- aði að drepa hana en mistókst, en í næstu tilraun gat ég drepið liana. Með fyrirfram þökk. Baddý. Svar til Baddý. Að dreyma sig í veizlu með öðru fólki er tákn um gleði og gæfu. Fundur þinn og piltsins í forstofunni er tákn um nýjan trúnaðarvin. Að vinur þinn lenti í bílslysinu og slapp ómeiddur er að hann sigrast á óvæntum erfið- leikum. Að dreyma mús er fyrir illu umtali, en þar sem þú sigr- ast á henni verður þér kleift að kveða niður hinn illa orðróm. Kæri draumráðandi. Mig dreymdi, að það var verið að dæla á mig vatni og með mér var stelpa, sem ég þekki vel, og var hún alltaf að þurrka mér um liöf- uðið. Svo löbbuðum við inn göt- una, og hún fór í aðra kápu. Þegar hún kom aftur, datt hún, og kápan varð öll skítug, svo að við kvödd- umst og fórum heim. Hvað merkir draumurinn? Annar meistari. Svar til Annars meistara. Að fá vatn á sig úr dælu er venjulega fyrir lasleika, ef ekki er um því meira vatnsmagn að 1 ræða. f þínu tilfelli virðist ekki vera um mikið vatn að ræða, og verðurðu sennilega að liggja í rúminu tvo, þrjá daga f einhverri umferðarpest, en stúlka mun hjúkra þér, meðan á því stendur. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.