Vikan


Vikan - 05.10.1961, Blaðsíða 12

Vikan - 05.10.1961, Blaðsíða 12
opasker V Þórshofn ■Íerðubreíð ■erpir Ha llorm sstaðýr •SnæfejK Kálfa fellsstaíur ngi Raufarhöfn ____ , '■* Langanes Papey Grunsamlegir menn handteknir Austfjörðum Djúpivogur imerkursandur msmyri Frá hernámsárunum eítir Gunnar M. Magnúss Almannaskarð Stokksness ÚR SKÝRSLU JÓNATANS. Skömmu eftir styrjaldarlok, árið 1945, birti Jónatan Hallvarðsson, þá sakadómari í Reykjavík, skýrslu varðandi níu íslendinga og einn Þ.jóðverja, sem höfðu tekið að sér fyrir hönd Þjóðverja að fara frá Noregi eða Þýzkalandi til íslands og njósna um hernaðaraðgerðir Bandamanna. í þessari skýrslu segir svo I upp- hafi máls: „Látnir hafa nú verið lausir úr gæzluvarðhaldi þe-ir menn, er afhentir voru hingað af hernað- aryfirvöldunum, sakaðir mn starfsemi i þágu Þjóðverja hér á landi. Frumskýrslur hafa verið teknar af jieim, en rannsókn í málum þeirra verður lialdið áfram, en síðan verða þau send til dómsmálaráðuneytisins til fyrirsagnar. Gæzluföngunum var sleppt úr varðhaldi með því skilyrði, að þeir dveljist innan lögsagnarumdæmis Reykjavíkur meðan á málinu stendur, eða á öðrum stað, sem dómarinn sam- þykkir ...“ Menn þessir höfðu þá flestir ver- ið rúmt ár fangar brezka og banda- ríska hersins hér á landi. Frá komu sumra þessara manna hingað til lands hefur að nokkru verið sagt i Vikunni árið 1900, en sá, sem þetta ritar, birti þá grein- ina: — Esja í sjónpípu kafbátsins. En landganga þriggja félaga, sem komu með þýzkum kafbát til Aust- urlands, hinn 30. apríl 1944, varð allsöguleg. Út af því varð til sagan: „Útilegumenn á 20. öld“, en frá því útilegumannaævintýri verður sagt i þessari grein. ÚTILEGUMENN Á 20. ÖLD. Frá hinum grunsamlegu mönnum hefur greinabezt verið sagt í rit- gerð eftir séra Vigfús Ingvar Sig- urðsson á Desjamýri. Birtist hún í ritinu Gerpi, í október 1948. En aðalheimildarmenn séra Ingvars voru Bakkgerðingarnir: Þórður Jónsson verzlunarmaður í Sigtúni, Björn Helgason í Hjallhól, Helgi Jónsson s. st. og Björgvin Vil- hjálmsson, Læknishúsi, svo og fjöl- skylda Péturs Péturssonar í Njarð- vík. Verður stuðzt við heimildir séra Ingvars i frásögn þessari. Séra Ingvar kveðst hafa verið staddur á Seyðisfirði hinn 5. maí 1944, og setið þar sýslufund Norður- Múlasýslu. Hafði fundur staðið síð- ari hluta dags, en var framlengdur eftir kvöldmatartíma. Er skammt var liðið frá því fundur var framlengd- ur, var barið að dyrum. Var þar kominn Karl Finnbogason skóla- stjóri. Hafði hann hraðan á og mælti: — Borgarfjörður biður um sýslu- mann með hraðsamtali fljótt. „Að símtalinu loknu mátti sjá á svip sýslumanns og framkomu, að eitthvað óvenjulegt væri á seyði,“ segir séra Ingvar, en þar sem þetta mál snerti Borgarfjörð, spurði ég og fleiri, hvað um væri að vera. En han gaf lítið út á það, bað menn aðeins vera rólega og bætti því við um leið og hann hraðaði sér út úr fundarsalnum, að ef til vill væri þetta ekki svo alvarlegt.“ „Þennan sama dag var farið frá Bakkagerði upp á Unaós með vörur fyrir Kaupfélag Borgarfjarðar á tveimur vélbátum og tveimur upp- skipunarbátum. Er það sem næst tveggja tíma ferð. Annan vélbátinn áttu þeir fóstbræður Bjorn Helga- son og Þórður Jónsson á Hjallhóli í Bakkagerði og var Björn formað- ur á honum. Veður var kyrrt þennan dag og fremur hlýtt í lofti, og sjór svo sléttur, að varla lóaði að steini. En 12 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.