Vikan


Vikan - 05.10.1961, Blaðsíða 9

Vikan - 05.10.1961, Blaðsíða 9
 Óeirðir á götu í Leojioldville, Kongó. Múgurinn hleypur á eftir manni og veit ef til vill ekki hvað hann hefur gert. Þetta eru fæðingarhríðir lýðveldis, sem fær sjálfstæði án jiess að hafa öðlast stjórnmálaþroska. Einn af leiðtogumí Afríku, Nkrumah, forsætisráðherra Ghana. Hann hefur líkt sjálfum sér við Krist, en kunnugir telja hann öllu líkari Adolf sáluga Hitler. ljúgir j)ú yfir frumskógasvæði Afríku og horfir yfir landið fyrir neðan, verðurðu fyrir þrenns konar áhrifum. í fyrsta lagi er þa(S víSáttan, Jafnframt því, sem langar og leiS- inlegar klukkustundir líSa. hlýtur ógnarvíSátta hins afriska land- flæmis aS festast i vitund þinni í öSru lagi er þaS tilbreytingar- leysið. FrumskógasvæSin eru enda- laus, en ef til vill vikja þau þó eftir margra kiukkustunda flug fyr- ir öSru gróSurbelti, sem aSeins er vaxiS runnum. SíSar taka svo viS savanna-sléttur. En hér er ekkert að sjá af jieim sífellda fjölbreyti- leika, er blasir viS augum, ef flog- ið er yfir Ameríku Evrópu og mesttan hluta Asiu. í þriðja lagi er þaS tómleikinn. í Ameriku og Evrópu er auSvelt aS sjá úr lofti, hvernig aðgerSir mannanna hafa hvarvetna breytt yfirborði jarðar, og sipns staðar i MiS-Austurlöndum og annars staðar i Asíu virðist hún hafa verið ger- eydd -—- likt og af farsótt. En þú getur flogið klukkustundum saman yfir Afrílcu án þess að sjá nokkur merki um mannlegar verur. Úr lofti virðist landið vera ósnort- ið sm i upphafi Þessi þrenns konar áhrif eru á rökum reist. Hitabeltissvæði Afríku eru viðáttumeiri en Bandarikin og Evrópa til samans, en á hinum 8.500.000 fermilum milli Sahara og Limpopo-ár búa tæplega 170 millj- ónir manna. ÁstæSan er einföld: landið er fátækt. í mestum hluta Afriku er efsta borS jarðvegsins þunnt og þrungið sýrum. MiS- Afrika er — satt að segja — yfir- leitt ókurteis gagnvart mannlifinu. Sú staðreynd skýrir margt, — til dæmis fyrirbrigðið. „wawa“, sem táknar „Vestur-Afríka sigrar á ný“ (á ensku: West-Africa wins again). Bretar fundu upp orðtak þetta, en það fyrirbrigði, sem það túlkar, —- hina sérstöku snilligáfu Svörtu- Afriku til að eyðileggja alla, sem ekki eru Afrikumenn, — er alþjóð- legt. Sitthvað gengur stundum miS- ur vel annars staðar i heiminum, — fólk kemur ekki á stefnumót, bílar eru keyrðir í rusl, skriffinn- ar spilla fyrir þér tímanum, leigu- bílstjórar fara með þig á vitlausan stað, þvotturinn þinn glatast o. s. frv. En i Svörtu-Afríku gerast slík atvik ekki stundum. Þau eru alltaf að gerast. Þau koma jafnvel fyrir, þegar kringumstæðurnar virðast já- kvæðar og hliðhollar, innan um feikn af glotti og flissi. Við þeim er ekkert að gera annað en muldra: „Wawa.“ Hin kátinublandna deyfS og van- máttur, er gerir það að verkum, að útlendingar halda áfram að muldra „wawa“, eru staðreyndir í afrískri tilveru. Og hverjum manni, er vill botna eitthvað í hitabeltis- löndum Afríku, er mikilvægt aS gera sér ljóst, hvers vegna svo er. umir Ameriku- og Evrópumenn þrífast vel i afrisku hitabeltis- löndum. En flestum líður þar ekki reglulega vel. Þar er orð- inn alþjóðlegur siður að barma sér yfir „Afriku-minninu.“ Ef þú miss- ir af stefnumóti eða gleymir nafni vinar þins, er Afríkuminninu kennt um. Þeir, sem lengi hafa dvalizt i Afriku, sverja, að Afriku-minniS sé raunverulega til, að eftir nokkra dvöl i hita og sagga hitabeltisins hætti heilinn að starfa á skilmerki- legan hátt. Hvað sem því líður, finna flestir útlendingar í Afriku stöðugt til einhverra óljósra óþæg- inda. Sjúkir þurfa þeir ekki að vera, en samt sem áður eru þeir ekki fullkomlega heilbrigðir. Raunar eru flestir Afríkumenn ekki vel friskir heldur, og mjög margir eru meira að segja alvar- lega veikir. „Sjúkdómarnir eru hið eðlilega ástand,“ ritar George Kimble i liinum ágætu skrifum sínum um Mið-Afríku. „Þeir hefj- ast handa við fæðingu mannsins og halda starfi sínu áfram til dauða hans. Og sá AfrikumaSur, sem að- eins þjáist af einni plágu, er mjög liamingjusamur .. . Það er engan veginn óvenjulegt, að maður, sem haldinn er holdsveiki, þjáist einnig af malaríu, svefnsýki, skjögri eða ormaveiki." Sé þetta haft i huga, er naumast ástæða til að vera hissa á „wawa.“t, Varla þarf að búast við þvi aðfa finna þrek eða samkeppnisvilja® hjá þjóð, sem að mestu er mynduð af einstaklingum, sem þjást af fleiri en einum sjúkdómi, sem veiklar þrótt þeirra. Hitt er furSu- legra, hve glaðværir og krafta- miklir flestir Afríkumenn eru. Eins mundi vera heimskulegt að láta sér detta i hug,að stjórn, er byggð- ist á ,,'wawa“-kerfinu, gæti orðið nein fyrirmynd um öfluga og upp- lýsandi stjórnarhætti á lýðræðis- legum og þingræðislegum grund- velli. Vilji einhver skilja, hvað í rauninni er að gerast i Afriku, er fyrsta lexían einkar einföld: Hann má ekki dæma Afriku með hlið- sjón af amerískum eða evrópskum aSstæðum. Þessi lexia verður enn lærdóms- rikari, ef fariS er út fyrir borgir, sem byf"?Sar eru i evrópskum stil, og litazt um í regnskógunum og á runnasvæðunum. Ásamt ljós- myndara frá Post, Ollie Atkins að nafni,fór ég margar stuttar ferðir til innhéraða Afríku, i Gineu, Tó- gólandi, Nígeriu og Katanga-fylki i Iíongó. Og alls staðar rákumst við á hið sama; ef farið var nokkr- ar milur út fyrir borgirnar, tekur viS sú Afrika, er drottnaði fyrir heimsóknir Evrópumanna. Jafnvel í borgunum biður Afríka þin við gistihúsdyrnar. HiS leiðin- lega Mainland Hotel í Lagos, höf- uðborg Nigeriu, er til dæmis full- komlega brezkt. Á hverjum morgni eru gestirnir vaktir þar miskunnar- laust með tebolla, hve mikið sem þá langar til að sofa lengur. En rétt fyrir utan dyrnar getur að lita fingralaus fórnardýr holds- Framhald á bls. 28. Svört Afríkuæska haldin mörgum sjúkdómum. Sá, sem þjáist aðeins af einni plágu er mjög hamingjusamur. Ilil VIKAN1 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.