Vikan


Vikan - 05.10.1961, Blaðsíða 38

Vikan - 05.10.1961, Blaðsíða 38
Að vera falleg og halda fegurð sinni með húðsnyrtingu PLACENTA CREME Notkunarreglur á íslenzku meS hverri túbu. E>ví fyrr sem þér byrjið að leggja rækt við húSina því erfiSara verSur að gizka á aldur yðar siðar meir! MUNIÐ Suzanne André PLACENTA CREME Inniheldur náttúrleg efnij sem hörundið drekkur í sig. Styrkið eðlilega starfsemi húðvefjanna, eykur blóðsóknina til hörundsins, og gerir það þannig unglegra og mýkra. Hrukkur og drættir hverfa. Fæst í snyrtivöruverzlunum. Framleiðandi: Suzannc Andrí Kosmetik GmbH Wiesbader Þúsund pund fyrir frændann. Framhald af bls. 17. Eruð þér viss um, að það fyrir- finnist nokkur erfðaskrá spurði Forbes fulltrúi og strauk hökuna. Við erum búnir að gerleita í húsinu, og hún virðist hvergi finnanieg. — Erfðaskráin er einhvers stað- ar, fullyrti Mortimer. Eg var sjálf- ur viðstaddur, þegar Mark undir- ritaði hana, og tvennt af vinnu- fólkinu ritaði undir sem vitundar- vottar. Þessi erfðaskrá var gerð fyrir misseri. Þeir sátu inni í skrifstofu hins myrta. Forbes var að enda við að tilkynna Mortimer, að lögreglan í Lundúnum hefði þá um morgun- inn fundið lik af manni nokkrum, að nafni Holson, í íbúð við hliðar- götu eina. Það væri ekki neinum vafa bundið, að þessi Holson hefði myrt Márk, — lögreglan hefði fund- ið morðvopnið í íbúðinni, gamla hermannabyssu, og nokkra pen- ingaseðla með söinu fingraförum og fundizt höfðu á peningaskáp Marks. — Það virðist þvi ekki neinum vafa Imndið, að um ránmorð hafi verið að ræða, sagði fulltrúinn. Og þá var það, sem Mortimer fór að ræða um erfðaskrána, en þó af fyllstu gát. Þennan sama morgun hafði hann látið hana í umslag og komið henni fyrir í leynihólfinu i skrifborði Marks, sem enginn nema hann og Mortim- er höfðu haft hugmynd um. Nú var aðeins eftir að sjá svo um, að lögreglan fyndi erfðaskrána þar. — Eruð þér viss um að þér hafið leitað í öllum hirzlum og hólfum, herra fulltrúi? spurði liann. — Ég hef sjálfur haft umsjón með leitinni ásamt Ross yfirlög- reghijijóni, og við erum báðir orðn- ir þessu vanir . .. Mortimer sat góða stund með hálflukt augu og hugsaði málið. — Einkennilegt má það vera, tautaði hann.Ef arfleiðsluskráin hefur ekki verið eyðilögð, þá er ég viss um, að liún fyrirfinnst einhvers staðar hérna inni i her- berginu, svo vel þekkti ég allar venjur og hátterni frænda mín heitins. Annars geymdi hann slik einkaskjöl oftast í leynih ifinu i skrifborðinu. — Þér hafið vitan- lega leitað þar? — Hvaða leynihólf eruð þér að tala um? spurði Forbes og hrukk- aði ennið. Mortimer langaði mest til að hlæja unnhátt. Þar með hafði hann vissu fyrir þvi, sem hann þóttist raunar mega vita, að þeir höfðu ekki athugað leynihólfið, og þar með tókst lokaatriðið i fyrirætlun hans, eins og hann hafði gert ráð fvrir. Hann starði stórum augum á fulltrúann og lézt verða afar undrandi. — Jæja, svo að þið hafið ekki fundið leyniliólfið, sagði hann. Það hefur þá ekki veri opnað, siðan frændi var myrtur. Hann gekk að skrifhorðinu og þrýsti á fjaðrastillana, sem faldir voru i bronsskrautinu. Leynihólfið hrökk upp. f leynihólfinu var ekkert að sjá nema umslagið með erfðaskránni. Mortimer tók það, dró erfðaskrána upp úr þvi og rétti Forbes. — Þarna er hún þá komin fram, mælti hann sigri hrósandi. Fulltrúinn virtist bæði hikandi og furðu lostinn, og það þótti Mort- imer góðs viti. Þegar hann kvaddi stundu síðar, var Mortimer ákaf- lega lireykinn af sjálfum sér. Vit- anlega hafði hann veitt leyfi sitt til þess, að fulltrúinn tæki erfða- skrána með sér til nánari athug- unar. Hún var svo sem í öruggum höndiim, ■—- og Mortimer gat sjálf- ur verið öruggur. — Þá er ég loks viss um það, að ég verði þrjátíu jnisund sterl- ingspundum ríkari, áður en langt um liður, tuldraði hann ... aginn eftir kom Forbes full- trúi aftur. Hann kom einmitt í joann mund, er Mortimer var nýsetzttir að morgunverði, og var því beðinn að doka við. Mortim- er kom að hálftíma liðnum. — Jæja, jiér liafið vonandi kom- izt að raun um, að erfðaskráin sé ófölsuð, lierra fulltrúi, sagði liann. — Vitanlega er hún ófölsuð, enda lief ég aldrci verið í vafa um það . .. Fulltrúinn horfði fast á hann. En það er ýmislegt annað, sem virðist dálítið grunsamlegt. — Einmitt það . .. Mortimer lét sem hann tæki þessu rólega, en í rauninni fannst honum sem hjarta sitt hætti að slá eitt andartak. Hann beið fram- haldsins . . . — Ég leyfði mér að senda þeim í Scotland Yard erfðaskrána og bað þá að athuga, hvort ekki fynd- ust á henni fingraför, mælti Forbes enn. Og svo einkennilega vill til, að þeir fundu fingraför Spikes Holsons á sjálfri erfðaskránni, en hins vegar ekki á umslaginu. — Hverju slciptir það? Mortimer yppti öxlum. Ég fæ ekki séð, að það geti haft neina hernaðarlega þýðingu. — Þegar ég fór héðan i gær, átti ég símtal við málfærslumann frænda yðar sáluga, mælti Forbes enn og lét sem hann hefði ekki veitt framígripi hans athygli. Mál- færslumaðurinn kvað erfðaskrána alltaf hafa verið geymda i peninga- skápnum. nú vitum við að Holson stal öllum peningum úr skápnum. Ég er viss um að hann hefur lika stolið erfðaskránni. , — Vegna þess að fingraför hans finnast á henni? spurði Mortimer. Er það nú ekki full-fljótfærnislega ályktað? Mortimer sagði þetta kæruleysis- lega, enda þótt hver taug hans titr- aði af ótta og kvíða. Hann hafði algerlega gleymt að athuga þetta með fingraförin, og það leyndi sér ekki, að nú hafði grunur fulltrúans beinzt að honum. En Forbes mundi þó ekkert geta sannað. Og grunur er hættulaus, sé ekkert til sönnunar. —Við verðum að líta á málið frá okkar sjónarhóli, herra Mortim- er. Við höfum ekki enn komizt að raun um neitt, sem gæfj vis- bendingu um, að Spike Holson hafi þekkt frænda yðar. Hann hef- ur þvi ekki getað vitað neitt um leynihólfið, þar sem erfðaskráin fannst. En setjum nú sem svo engu að siður, að hann háfi vitað um það, opnað það og fundið plaggið. Þá ættu fingraför hans að finnast bæði á umslaginu og plagginu sjálfu. Svo er þó ekki. Þá verðum við að grípa til annarrar skýringar, — að Spike Holson hafi stolið erfðaskránni, um leið og hann íB VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.