Vikan


Vikan - 05.10.1961, Page 26

Vikan - 05.10.1961, Page 26
40. verðlaunakrossgáta Vikunnar. Vikan veitir eins og kunnugt er verðlaun fyrir rétta ráðningu á kross- gátunni. Alltaf berast margar lausnir. Sá sem vinninginn hefur hlotið fær verðlaunin, sem eru: 100 KRÓNUR. Veittur er þriggja vikna frestur til að skila lausnum. Skulu lausnir send- ar í pósthólf 149, merkt „Krossgáta." Margar lausnir bárust á 35. kross- gátu Vikunnar og var dregið úr rétt- um ráðningum. INGUNN ÞÓRÐARDÓTTIR Sjúkrahúsinu Blöndósi. hlaut verðlaunin, 100 krónur og má vitja Þeirra á ritstjórnarskrifstofu Vikunnar, Skipholti 33. Nafn. Heimilisfang. Lausn á 35 krossgátu er hér að neðan. rr = ra y n d b r e y t i n g = = f r e m J a = á 1 n i r = a f k r = n J 6 1 i n D d n = e b r 0 0 r n a t 1 1 = a i d a k r 0 n s k i P t a m u n u r = k i s u k = n á r = a r 6 m a = r e k k u n g r a r = t i 1 f k a 1 s i D c = ö = s i = = 1 0 ■p = i n g = = = k e n n s 1 u s t u n d i n g V a r 0 = 1 a g s u s s i & á 1 a = = t a u t e r r -- m n = a r 0 n u r m u 1 é = m ö = — = u m f e r ö a r s t J 6 r n - = ra 1 n s k = f 1 a t k a k a ALLI HELDUR YEIZLU. Framhald af bls. 22. Anna vildi líka gjarnan vekja at- hygli á því, að hún hefði farið í fín- asta kjólinn sinn, en hún þorði það ekki. Alli móðgaðist svo auðveldlega, ef einhver var fínni en hann. Svo komu þau að rjóðrinu í skógin- um, og þar sá Anna merkilega sjón. — Hvað, sagði hún, þetta eru allt saman dýr? Ég hélt, að vinir þínir væru einhverjir, sem maður gæti tai- að við. — Ég get talað við þá, sagði Alli, svo ef þú vilt spyrja þá um eitthvað, Þá segðu mér það. Svo skal ég segja þér, hvað þeir segja í staðinn. ■—■ Já, en Alli, hér eru bæði högg- ormar, broddgeltir og mýs, sagði Anr.a skelkuð. — Já, auðvitað, sagði álfurinn. Komdu, og heilsaðu höggormlinum kurteislega. Anna var vel upp alin lítil stúlka, svo að hún reyndi að standa graf- kyrr, þegar höggormurinn liðaðist á- fram í grasinu. Hann hneigði sig dá- lítið, þegar hann var kominn alveg að henni, og hún hneigði sig og brosti á móti, en það var alls ekki svo auð- velt. — Og hérna kemur broddgölturinn, sagði Alli. Broddgölturinn hljóp svo fast upp að fótum önnu, að langir broddar hans rispuðu húð hennar. Hún var næstum þvi farin að gráta, en stillti sig. —• Og þessi litla mús hérna, hún vill gjarnan komast upp í höndina á þér, sagði Alli, því að annars getur hún ekki séð þið almennilega. Anna lokaði augunum og rétti höndina nið- ur að músinni. Hún skreið og kitlaði hana í höndina, svo að hún flýtti sér að setja hana niður aftur. — Æ, sagði Alli, hvað þú ert skrýt- in. Veiztu, hvað dýrin segja um þig? Þú skilur það ekki, en það geri ég. Þau segja, að þú sért einkennileg og skrýtin stelpa. Þau kæra sig alls ekki um að vera vinir þinir. — Já, en Alli, ég get ekki að Þessu gert, sagði Anna, og nú grét hún í alvöru. Ég er ekki vön að umgangast svona dýr. Ég er hrædd um, að höggormurinn bíti mig og brodd- gölturinn stingi mig, -— og músin, ó, hún skríður svo óhugnanlega. En mér geðjast ágætlega að þeim öllum. Og þó, — ég veit ekki, hvað ég á að gera. Alli náði ekki að svara, því að um leið heyrðu þau krákuna hrópa hátt: — Kra, . . . Krakra, . . . kri, . . . kra.. — Hjálp! hrópaði Alli. Krákan seg- ir, að refurinn sé á leiðinni hingað. Nú verðum við öll étin nema þú, þvi að hann þorir ekki að ráðast á þig. Æ, elsku Anna mín, þú verður að hjálpa okkur. —- Já, ef ég bara get, sagði Anna og snökti. — Flýttu þér, og seztu í grasið, og leyfðu okkur öllum að koma upp í í kjöltuna á þér, sagði Alli. Og Anna gerði eins og hann sagði. Músin kom fyrst og tróð sér niður í fellingu á kjólnum. Svo kom Alli og klifraði upp i beltið. Broddgölturinn læddist varlega áfram til að stinga ekki, og höggormurinn kom síðastur og vafði sig upp í marga hringi. Að síðustu kom krákan og settist á aðra öxlina á önnu. — Þið megið ekkert gera mér, hvislaði Anna. — Krej . . . krej . . . , sagði krákan. — Það þýðir nei, nei, sagði Alli. Og svo kom refurinn. Hann stóð lengi í felum bak við runna. Hann fann lyktina af öllum þessum dýrum og dauðlangaði til að éta þau. En hann þorði ekki að koma nálægt Önnu. Það endaði með því, að hann sneri við og fór burtu. — Ég átti að þakka þér frá öllum dýrunum hérna, sagði Alli á eftir, og segja, að þeim fyndist þú vera sæt og elskuleg stúlka og spyrja hvort Þú ætlir að halda áfram að vera hrædd við þau. — Nei, svo sannarlega ekki, sagði Anna og brosti niður til litlu dýr- anna, því að nú veit ég, að þau eru einnig falleg og geta einnig orðið hrædd. Svo kitlaði hún broddgöltinn á nefið, klóraði músinni á bakinu og leyfði krákunni að narta í eyrað á sér. Höggormurinn var sá eini, sem hún hreyfði ekki við, því að maður veit aldrei ... Þannig vildi það til, að Anna eign- aðist góða vini meðal vina Alla litla. Og þau höfðu mörg skemmtileg boð eftir þetta. Ungfrú Yndisfríð Ungfrú Yndisfríð er kominn á dag- bókaraldurinn, og á hverjum degl skrifar hún nokkrar siður í dagbókina um atburði dagsins. Hún heíur það fyrir venju að geyma dagbókina sina í Vikunni, en henni gengur mjög illa að muna, hvar hún lét hana. Nú skor- ar hún á ykkur að hjálpa sér og segja sér blaðsíðutalið, þar sem dag- bókin er. Ungfrú Yndisfrið veitir verðlaun og dregur úr réttum svörum fimm vikum eftir að Þetta blað kem- ur út. Verðlaunin eru: CARABBLUA UNDIRFÖT. Dagbókin er á bls........... Nafn. Heimilisfang. Sími............. Síðast er dregið var úr réttum lausn- um, hlaut verðlaunin: JENNA JBNSDÓTTIR. Drekavogi 12. 26 VIKAN.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.