Vikan


Vikan - 05.10.1961, Blaðsíða 27

Vikan - 05.10.1961, Blaðsíða 27
 II 4 ’bUPn ap HrútsmerkiS (21. marz—20. apr.): Þetta verður í alla staði skemmtilegasta vika, og Þú munt lifa góðu og áhyggjulausu lífi. Vinur þinn gerir þér ómetanlegan greiða í sambandi við eitthvað, sem þú og annar vinur þinn hafið haft á prjónunum undanfarið. Vertu ekki svona tortrygginn í garð eins með- lims fjölskyldunnar. Hann á það ekki skilið. Nautsmerkiö (21. apr.—2Í. maí): Þú ættir ekki að leggja of hart að þér í vikunni, því að engin ástæða er til Þess Þessa dagana. Mál, sem valdið hefur þér talsverðum áhyggjum undanfarið, leysist nú á skemmtilegan hátt. Þú ferð eitthvað út á sunnudaginn, og þá muntu lenda í einkennilegu ævin- týri. Þessi nýi vinur þinn er ekki allur þar sem hann er séður. Heillatala 14. Tvíburamerkiö (22. maí—21. júní): Þú ert held- ur fljótfær þessa dagana og ræðst í hluti, sem þér virðist afar einfaldir, en sannleikurinn er sá, að það sem þú tekur þér fyrir hendur í vikunni þarfnast skynsamlegrar yfirvegunar. Þessi vika verður mjög óvenjuleg fyrir ungt fólk, og ekki ber á öðru en Amor eigi einhvern þátt í því. KrabbamerkiÖ (22. júní—23. júli): Þú virðist allt Hof sérhlífinn þessa dagana og þér finnst allt upp á móti þér, en sannleikurinn er sá, að þú virðist bara hafa gaman af þvi að kvelja sjálfan þig. Úr þessu verður að bæta hið snarasta, því að ell- egar gætirðu lagzt i þunglyndi. Vinur þinn kemur með góða uppástungu og þú skalt umfram allt fara að orðum hans. Ljónsmerkiö (24. júli—23 ág.): Þér verður mjög litið úr verki þessa dagana, vegna þess að þú virðist ekki kunna að einbeita þér að því, sem ástæða er til að leggja áherzlu á. Á vinnustað gerist eitthvað, sem veldur þér einhverjum úhyggjum, en úr því rætist fyrr en varir. Það hefur tals- vert borið á öfund i fari þínu undanfarið. Meyjarmerkiö (24. ág.—23. sept.): Stefnumót í vikunni getur haft mikil áhrif á gerðir þínar næstu viku. Þú skalt skella skollaeyrum við þeirri sögu, sem þú heyrir um vin þinn og reyna að sýna mönnum fram á hið sanna. Þér verður oftlega komið á óvart í vikunni og það yfirleitt gleðilega — líklega er bezti dagurinn miðvikudagur. Vogarmerkiö (24. sept—23. okt.): Þú munt eiga við nokkur vandamál að striða í vikunni, en lík- lega muntu sleppa skammlaust frá þeim flest- um, ef þú gefur þér tima til þess að yfirvega málin. Þú virðist of vanafastur og álítur gamlan vana hið eina rétta. Þú verður að temja Þér meiri fjöl- breytni í lifnaðarháttum. Drekamerkiö (24. okt.—22. nóv.): Þú skalt um- fram allt varast að dæma náungann í vikunni, því að með Því gætir þú einmitt dæmt sjálfan þig. Hafðu augun vel opin á fimmtudaginn. Þá gerist eitthvað sem skiptir framtíð þína miklu, og illa getur farið, ef þú hegðar þér ekki skynsamlega. Gamalt loforð, sem þú gafst vini þínum, rifjast nú upp fyrir þér. Bogmannsmerkiö (23. nóv.—21. des.): Þér sinn- ast eitthvað við einn vin þinn í vikunni, en þið eruð allt of góðir vinir og tilefnið smávægilegt, til Þess að verða reiðir hvor öðrum lengi. Þú hefur ekki verið nógu hreinskilinn við ástvin þinn undanfarið. Úr því verður þú að bæta hið snarasta. Þú ferð i ókunnugt hús um helgina, og þar ríður á að koma fram af háttvísi. Heillatala 5. Geitarmerkiö (22. des.—20. jan.): Þetta verður einstaklega Þægileg vika, og þótt ekki gerist ýkjamargt merkilegt, munt þú lifa góðu lifi og áhyggjulausu. Allt, sem bú skrifar í vikunni getur skipt framtíð þína miklu. Þú skalt fara varlega með peninga í vikunni, því að i næstu viku muntu þarfnast meiri peninga en þú átt Þessa dagana. VatnsberamerkiÖ (21. jan.—19. feb.): Þér bjóðast tvö stór tækifæri í vikunni, en ekki er þér ráð- legt að notfæra þér nema annað þeirra. Hugsaðu vel málið — liklega er þér hyggilegast að notfæra þér þaö tækifærið, sem í fyrstunni virðist ógirni- legra. Á vinnustað kemur fyrir leiðinlegt atvik, og átt þú að einhverju leyti sök á Því. Heillatala 4. FiskamerkiÖ (20. feb.—20. marz): Þú tekur veiga- mikla ákvörðun í þessari viku, og er þér hollast að yfirvega þetta vel, áður en þú leggur út í neitt. Þú skalt vera heima við í vikunni til þess að ljúka þessu verkefni, sem þú hefur með hönd- um, því að í næstu viku getur það orðið um seinan. Fimmtu- dagur skiptir konur mjög miklu. Heillatala 7. m

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.