Vikan


Vikan - 05.10.1961, Blaðsíða 11

Vikan - 05.10.1961, Blaðsíða 11
HOFUÐBORGIN OKKAR í vor sem leið birtist grein um ísland í bandariska viku- ritinu Saturday Evening Post. Höfundur fór lofsamlegum orðum um íslendinga, landslag á íslandi og veðurfar, og i heild má segja, að greinin hafi verið mjög sanngjöm. Hann minntist líka á Reykjavik og taldi hana miiína sig á einstaka þorp á Nýja-Englandi um kvöldmatarleytið. Nú vitum við ekki, hvernig þorp á Nýja-Englandi líta út, hvorki um kvöldmatarleytið né í annan tíma, en ráða má af frá- sögninni, að manninum hafi þótt Reykjavik helzti grámusku- leg. Það er ekki hægt annað en taka undir með honum'; höfuðborgin okkar er ekki sérlega glæsileg á köflum, og mætti rita um það margar þykkar bækur. Hér eru tvær svipmyndir úr höfuðborginni okkar, sem tala sínu máli. Annars vegar eru kappreiðar hjá Hestamannafélaginu Fáki á skeiðvellinum við Elliðaár. Slagviðri er, eins og stundum kemur fyrir á Suðurlandi, jafnvel þótt sunnudagar sé og menn í sínu fínasta pússi. Völlurinn er fyrir löngu orðinn eitt svað, og kláragreyin vaða djúpt i hann á sprettinum og skvetta forinni yfir fáa, en áhugasama áhorfendur. Veðreiðar eru yfirleitt hinar glæsilegustu samkomur er- lendis. Þar safnast saman svokallað „flnt fólk“ og sýnir sig i fötum eftir nýjustu tizku. Það þykir alveg sérstaklega spennandi að fara á Derby; þar ríkir glaðvær stemning í fallegu umhverfi. Þegar hugsað er til þess, er ekki liægt annað en brosa að slagveðursreiðinni á Elliðaárvelli. Hin myndin er af miðbænum, og hún kemur mönnum líklega svolítið ókunnuglega fyrir sjónir. Vegna hvers er Esjan svona? Af hverju er allt svona samþjappað, og hvaðan hefur myndin verið tekin? Þvi er fljótsvarað. Myndin er tekin úr turni Þjóðminjasafnsins, og ljósmyndarinn notaði sterka aðdráttarlinsu. Það er út af fyrir sig ekkert merki- legt. En hitt er merkilegt, að miðhluti höfuðborgarinnar skuli að mestu leyti vera svo óhrjáleg hrófatildur og blikk- skúrar. ,x. í ’ r H " n # 2 «‘ • ís m m »tf ff« :; III ” 2 ^ t? #s« i'Sir?'" ■ fij llt

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.