Vikan


Vikan - 05.10.1961, Blaðsíða 3

Vikan - 05.10.1961, Blaðsíða 3
Unglingaverð... Kæra Vika min! .... Viltu svo koma kvörtun á framfæri um aðgöngumiSana að „völlunum“. Fyrir börn kostar mið- inn kr. 5, og þegar maður er orðinn 12 ára þarf maður að borga 25 til 30 krónur. Af hverju ekki að hafa unglinga-aðgöngumiða á 10 og 15 krónur? .... Tvær, sem hafa áhuga á knatt- spyrnu. Hjálpfús lesandi... Kæra Vika. í 34. tbl. var beðið um að útvega stykki í Ada þvottavél. Ég vildi gjarnan láta þig fá heimilsfang fyrir Ada-vélar, því að ég á Ada-vél og fékk ekki neitt stykki í hana nema hjá verksmiðjunni í Englandi. Ég sendi þér þetta heimilisfang, ef ske kynni að „Frú úti á landi“ gæti haft gagn af. Lesandi Vikunnar úr Hafnar- firði. ADA (HALIFAX) LTD. JOHNSON ST HALIFAX YORKSHIRE England. Nú er hann búinn að hremma mig . . . Kæri Póstur. Getur þú ekki leyst úr vandamáli, sem er farið að taka á taugarnar í mér. Ég er ung kona og búin að vera gift í — ár og á ágætan eigin- mann, og við elskum enn hvort annað. En síðustu mánuðina hefur borið dálítið á því, að maðurinn villi ekki að ég dansi vangadans, þegar ég fer á böll. Ég hef ekki gert það hingað til, en nú á nokkrum böilum hef ég dansað vangadans við strák, sem ég er hrifin af. Ég er engin gála og lief alltaf verið frekar stillt. Mér finnst þetta ósköp sak- laust, og því skyldi ég ekki mega það, eins og allar aðrar stelpur á mínum aldri. Ég er sextán ára og finnst ég ekki vera neitt smábarn lengur. Mamma skammar mig ekki, því hún er alltaf góð við mig, en ég finn, að henni þykir þetta miður. Ég vil ekki særa hana, og ég vil heldur ekki láta hana fara með mig eins og smábarn. Hvað á ég að gera? Ein i vanda. --------Það tjóar ekki að benda á, að þetta geri allar telpur á þínum aldri. „Allar telpur á þín- um aldri“ gætu nú einu sinni haft rangt fyrir sér — enda þótt ég sjái ekki að þetta sé neinn stórglæpur í þetta sinn. Það er erfitt að gera bæði þér og mömmu þinni til hæfis, og ég sé ekki anað en önnur ykkar verði að láta í minni pokann, og finnst mér ekkert að því, þótt það yrði mamma þín, úr því það er svona saklaust, eins og þú segir. Hvernig er það annars — fer hún mamma þín alltaf með þér á þessi böll? Öll bréfin. . . Kæri Póstur. Hvernig stendur á þvi að Vik- unni berast svona mörg bréf viku- lega? Eru öll þessi bréf frá les- Útgefandí: VIIÍAN II.F. Rilstjóri: Gísli Sigurðsson (ábm.) Auglýsingagtjóri: Jóhannes Jörundssoti. Framkvœmdaatjóri: Hiimar A. Kristjánsson. Eitstjórn og auglýsingar: Skipholtl 33. Slmar: 35320, 35321, 35322. Póst- hólf 149. AfgreiBsla og drelfing: BlaBadreifing, Miklubraut 15, siml 36720. Drelflngarstjóri: Óskar Karls- son. VerS 1 lausasölu kr. 15. Askrift- arverð er 200 kr. érsþriöjungslega, grelðlst fyrirfram. Prentun: Hilmlr h.f. Myndamót: Eaígraf h.f. / næsfa blaði verður m.a.: * Danskur menntahroki og íslenzk handrit. Blaðamaður frá Vikunni ræðir við Bjarna M. Gíslason í Ry á Jótlandi. * Flökkustúlkan. — Smásaga þýdd úr esperantó eftir Ronald Mc Donald. * Morðinginn. — Sakamálasaga. * Alltaf eitthvað nýtt. — Þátturinn um hús og húsbúnað fjallar að þessu sinni um húsgögn og ýmsar nýjungar, sem hafa skotið upp kollinum hérlendis og erlendis að undanförnu. * Kvikmyndasagan: Skæruliðar næturinnar. Annar hluti. * Kwame, Kwame, frelsari vor kemur. Síðari hluti greinar Stuart Alsop urn Afríku. Dagur Þorieifsson þýddi. * Vikan og heimiljkð. — Fjórar síður fyrir húsmæður. * Skrifað stendur. Morkileg grein um það efni, hvort takmarR- anir barnseigna séu ókristilegar. Aðsent bréf, sem Dr. Matthías Jónasson svarar. * Það er ekki saraa hvernig það er gert. Læknirinn gefur góð ráð í sambandi við líkamleg störf. * Vikan og tæknin, hjónakornin, í fullri alvöru eftir Drómund, myndasögur, pósturinn, bridge, Æskan og lífið, framhaldssag- an, verðlaunakrossgáta, draumaráðningar eftir Þór Baldurs, Ungfrú Yndisfríð og síðast en ekki sízt stjörnuspáin, sem enginn má láta framhjá sér fara. minn nennir ekki að halda sér til. Ég meina ekki að ég vilji hafa hann penpíulegan, en þegar hann er hætt- ur að raka sig nema svo sem þriðja hvern dag, þá finnst mér nóg kom- ið — það er eins og hann hugsi sem svo: Nú er hann búinn að hremma mig, og þá þarf agnið ekki að vera eins girnilegt lengur. Mér finnst þetta óréttlátt gagnvart mér. Hvað finnst þér að ég ætti að gera? Hvað á ég að segja honum? Ein í öngum sínum. --------Segðu honum nákvæm- lega það, sem þú segir f bréfinu hér að ofan. Ef það dugar ekki, getur þú reynt að ganga tjásulega til fara í svo sem tvo þrjá daga. Það þola karlmenn ekki og lík- lega verður það til þess að hann fer að breyta betur. Yangadans... Kæra Vika. Mig langar til að biðja þig að hjálpa mér og gefa mér góð ráð. Svo er mál með vexti, að mamma endum? Ég skil ekki, hvað fólk vill með því að skrifa sum þessi bréf. Eru lesendur blaðsins haldnir ó- stöðvandi skriffinnskulosta? Fjalar. Ég veit það ekki, en þú? . . . VIKAN, Reykjavík. Ég leyfi mér að bera fram þakkir fyrir grein, sem ég las í Vikunni og hét „Þrældómur í metnaðarskyni“. Hún var um menn sem byggja stærra en þeir hafa efni á og binda sér óviðráðanlegan bagga. Ég las hana þrisvar og kann hana utan- bókar vegna þess að mér þótti hún mjög góð og hvert orð sannleikur. Komið þið með meira af svona efni fyrir alla muni. Svo var það svolítið annað, sem ég vildi minnast á við Vikuna. Sem bryti á Laugarvalni hef ég haft talsverð kynni af íþróttamönnum og það er einn alvarlegur Ijóður á þeirra ráði, sem mér finnst, að þeir þyrftu að losna við. Þeir koma stundum hingað að Laugarvatni, en þeim finnst alltaf, að þeir eigi að fá allt fyrir ekki neitt. Af hverju geta þeir ekki borgað fyrir sig eins og aðrir menn? Ég get ekki skilið, að íþróttamenn þurfi frekar að biðja um ölmusu en aðrir. Þetta segi ég ekki af því ég sé á móti iþrótt- um, heldur vegna þess að þær verða að vera reknar á einhverjum skyn- samlegum grundvelli. Eysteinn Jóhannsson. bryti Laugarvatni. Kæri póstur. Þið birtuð einu sinni í Vikunni mjög athyglisverða grein um hina yfirlætislausu ökuníðinga, það er að segja mennina sem „eiga götuna,“ og aka með þeim hraða, sem þeim sýnist. Mig minnir að það hafi ver- ið varpað fram þeirri spurningu, hvort ekki væri rétt að hafa lág- markshraða á einstaka vegum og götum. Hafið þið nokkuð heyrt, að þetta væri á döfinni? Ég er einn af þeim, sem hefði mikinn áhuga fyrir því að það kæmist á. Jakob Jónsson. Silfurtúni. Við höfum ekki heyrt, að það sé á döfinni að koma í veg fyrir að menn geti ekið eins og þeim sýnist á þröngum tvístefnugötum og þar með stóraukið hættu á umferðaslysunV- Hinsvegar höf- um við ekki haft tal af lögreglu- stjóra um þetta mál og það kann vel að vera með einhverjar að- gerðir síu í undirbúningi. Við minntumst á þetta seinna, Getur það verið , . . Kæra Vika mín! Ég er gasalega hrifin af strák, sein ég hef nokkrum sinnum séð, en ég hef bara aldrei talað við liann. Heldurðu að þetta sé bara vitleysa 1 mér, eða getur maður verið ást- fanginn i manni, sem inaður hefur aldrei talað við? Hvernig er skriftin? Malla. --------Það getur vel verið að þú sért pínulítið skotinn í þess- um strák — en hræddur er ég umi, að langt sé enn í hjónabandið. Hvernig væri að reyna að tala við hann og kynnast honum? — Ég þekki yngismey, sem er af- skaplega skotin í Ijósmynd . . . Skriftin er snotur, en dálítið „karakter“laus. vikaní 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.