Vikan


Vikan - 05.10.1961, Blaðsíða 20

Vikan - 05.10.1961, Blaðsíða 20
$pcnnnndi 09 skemmtileg óstor- SA0A efttr Potrib Fcnwick 13. kafli. — Þetta hef ég i>ráð, án þess að ég gerði mér það ljóst, hvíslaði hann undrandi. — Lísa, ástin mín! Hvað ég hef getað verið staurblindur allan þennan tíma ... Það ert þú, ... Þú, sem ég elska ... Mig hlýtur að vera að dreyma, hugsaði hún og vissi ekki sitt rjúk- andi ráð. Það gat ekki verið vaka og veruleiki, að hún stæði þarna, fyndi líkama þeirra þrýstast hvorn að öðr- um og heyrði hann hvísla að sér ást- arorðum. Og samt gat Það ekki verið draumur. Slíkan koss gat ekki konu dreymt. Og Það hlaut að vera vaka, þvi að hún heyrði hann hvísla enn, og rómur hans var hrærður og titr- andi: — Ég hef orðið ástfanginn af þér, þegar ég leit þig fyrst, enda þótt ég gerði mér ekki grein fyrir þvi. Og svo hef ég talið mér trú um, að ég væri ástfanginn af Marínu ... Marínu! Það var sem köldu, bitru sverði væri lagt í gegnum hana, þegar hún heyrði nafn systur sinnar. Þarna hafði hún hvílt í örmum hans, ... fundið varir hans brenna á vörum sínum án þess að minnast systur sinn- ar. Og þetta hafði honum líka skil- izt, það sá hún í svip hans. Hún hörf- aði frá honum, heyrði sjálfa sig mæla þau orð, sem hlutu að binda bráðan endi á unaðinn: — Við megum þetta ekki ... vegna Marínar ... Hetjudáö sjálfsafneitunarinnar. Hún heyrði, að hann varp þungt öndinni. — Ég verð að segja henni allt eins og er, mælti hann. — Ég verð að skýra henni frá öllu og biðja hana að láta mig lausan. — Og særa hjarta hennar, hugsaði Lísa, sem minntist þess, hve rödd systurinnar hafði verið döpur, þegar hún talaði um þann óleik, sem „karl- skrattinn I New York“ hefði gert þeim. Eða hafði hún haft grun um það Þá Þegar, — áður en Victor gerði sér það ljóst, — að ekki væri allt sem skyldi? Hafði það verið ör- væntingin yfir því, sem svipti hana allri von ... — Nei, Victor, þú mátt aldrei minn- ast á þetta við hana, sagði hún. — Það mundi særa hana meir en okkur getur grunað. Við verðum að taka tillit til hennar. Hann þagði stundarkorn. Svo mæJti hann, alvarlegur á svip og með bæn- arrómi: — Hugsaðu þetta nánar, Lísa. Eg elska þig. Við elskum hvort annað, þeirri staðreynd verður ekki haggað. Mér finnst ég vera ótíndur glæpamaður, og ég verð að segja henni sannleikann umsvifalaust. Ég get ekki kvænzt henni eftir þetta. Það væri að ofurselja sjálfan sig lífs- íyginni ... — Við verðum að hlifa henni við slíkum sársauka, sagði Lísa og ein- beitti öllum viljastyrk sínum að þess- ari augljósu staðreynd. Og hún bætti við eins og til frekari áherzlu: — Hún elskar þig, Victor. — Það gerir þú líka, Lísa, enda mundi málið horfa allt öðruvísi við, ef þú gerðir það ekki. Þá mundi mér ef til vill reynast fært að koma þessu í lag án þess að særa hana, — aðeins hamingju hennar vegna. En nú kemst ég ekki hjá að særa aðra hvora ykk- ar. — Þetta er óbærilegt, Lísa. Málið mundi horfa allt öðruvísi við, ef þú elskaðir mig ekki ... Lísa endurtók orð hans í huganum. — Ég elska þig ekki, sagði hún. — Hvað segirðu? Hann varð furðu lostinn, öldungis eins og hún hafði gert ráð fyrir. Hún las tortryggnina og undrunina úr svip hans, — og hún þóttist sjá, að hún yrði að beita einhverjum brögðum til að sannfæra hann. Ef hann á ann- að borð tryði því, að hún ynni honum ekki, mundi hann kvænast Marínu, og allt komast í samt lag þeirra á milli. — Mér þykir ákaflega vænt um þig, mælti hún enn, en ég elska big samt ekki. — Og einhvern veginn tókst henni að halda rödd sinni í skefjum, enda Þótt þessi lygi væri henni sár- ari en tali tæki. Hann starði enn á hana, dökkum, spyrjandi augum. — Þú segir þetta ekki satt, mælti hann eftir stundar- þögn. — Fyrir andartaki kysstir þú mig, og sá koss sagði allt annað. Ætlaði henni þá ekki að takast að sannfæra hann? spurði hún sjálfa sig. Varir hennar höfðu þegar sagt þann sannleika, sem hún reyndi nú að sverja fyrir. Hún reyndi að finna einhver ráð til að taka af allan vafa, og loks fann hún það aftur í gleymdri fortíð sinni. — Eg reyndi að gera mér það í hugarlund, . . . og eitt andartak tókst mér að telja sjálfri mér trú um, að þú væri Pétur. Þú ert líka talsvert svipaður honum. Ég veitti því athygli, þegar við sáumst I fyrsta skipti . . . þess vegna varð kossinn eins og hann varð. — Pétur? spurði hann og hvessti á hana augun. — Maður, sem ég kynntist heima á Englandi . . . Pétur Farley, yfir- maður í skrifstofunni, þar sem ég vann. Hann starði enn á hana, en nú var ekki framar nein tortryggni í augna- ráði hans. Það var annað, sem hún las í augum hans og hana tók óum- ræðilega sárt að vera völd að. — Þú átt við, að þú hafir verið ástfanginn af þessum Pétri? spurði hann. Og hún kinkaði kolii. — En hann kvæntist annarri, sagði hún. — Þess vegna varð ég því svo feginn, þegar við komumst á brott úr Englandi og gátum setzt að hér, þar sem ég hugði, að ekkert mundi minna mig á hann. — Þangað til ég kom fram á sjón- arsviðið, mælti hann af slíkri beizkju, að henni hnykkti við. Og ósjálfrátt rétti hún honum höndina. — Þú mátt ekki taka þér þetta svona nærri, sagði hún. — Það er ekki viljandi, að ég særi þig. Mér Þykir ákaflega fyrir því. . . . — /Það skiptir engu máli, sagði hann stuttur í spuna . . . Það er bara leitt, að ég skyldi ekki vita þetta. En nú veit ég það að minnsta kosti. Hann laut niður, og tók símskeytið upp af gólfinu. — Ég verð að fara og segja Marínu -gleðifréttirnar, bætti hann við, og rödd hans var köld og hreimlaus. — Nú er ekki lengur nein ástæða til þess að særa hana. Við getum gengið i það heilaga, þegar henni sýnist svo . . . Hann gekk föstum skrefum út úr herberginu. Lísa starði á eftir honum og beit á jaxlinn, svo að henni tækist að stilla sig um að kalla hann til baka. Hún leit ekki um öxl, stóð í sömu sporum, þangað til hún heyrði hann skella hurðinni út að verönd- inni að stöfum. Þá hvíslaði hún lágt: — Nei, nú er ekki nein ástæða til þess að særa hana. BERYL HRÓSAR SIGRI. Mikki var að athuga innyflin í Gæðingi úti i bílskúr, þegar hann heyrði fótatak nálgast og leit upp. Það var Beryl, sem stóð i skúrdyr- unum. Hún var æst að sjá, og það sló bliki á augu henni öldungis eins og daginn, þegar hann kynntist henni um borð í Aramintu forðum. — Halló, sagði hann. — Ertu að leita að mér? — Erindið er svo sem ekki merki- legt, svaraði hún. — Ég ætlaði bara að skila þessu. . . Um leið og hún mælti þetta blíðum rómi, lagði hún trúlofunarhringinn í olíukámugan lófa hans. — Og til Þess að segja þér, að ég fer til New York á morgun. Augu hennar leiftruðu af hrifningu. — Ég á að koma þar fram í sjónvarpi. Raunar hafði einungis verið minnzt á reynsluupptöku í bréfinu, en hún var nú þannig gerð að hún taldi sér alltaf sigurinn vísan. Mikki starði á hringinn í lófa sér, hringinn, sem einu sinni hafði verið honum tákn allrar hamingju og gleði, og hann var ekki öldungis viss um, að hann mætti trúa eigin eyrum I þetta skipti. — Sjónvarpi? endurtók hann. Og það stóð ekki á henni að skýra nánar frá einstökum atriðum. — Ég hef fengið stórkostlegt tilboð frá þess- um Alan Hermann, sem sér um sjón- varpsdagskrá fyrir eina af þekktustu gosdrykkjaverksmiðjunum í Banda- ríkjunum, Pepsoda, sagði hún áköf. Eigandi þeirra er margfaldur milljón- ari, einn af mestu auðkýfingum I Bandaríkjunum, að því er Hermann segir. Um leið datt henni í hug, að Her- mann hefði gjarna mátt fræða hana betur um þennan milljónara, sem átti að verða húsbóndi hennar, — til dæmis, hvort hann væri kvæntur og á hvaða aldri hann væri. Hún yrði raunar ekki lengi að komast að því, þegar þar að kæmi. Og svo fór hún að hugsa um það, sem henni var mikilvægast þessa stundina. — Þú verður að skreppa með mig til flugvallarins í fyrra mál- ið, svo að ég geti flogið rakleitt til New York. Mikki reyndi að átta sig á ölJum þessum ósköpum. — Til New York, . . . . til flugvallarins, á ég við . . . Sjálfsagt. Hvenær vil.tu Jeggja af stað? — Eins snemma í fyrramálið og unnt er, svaraði Beryl hiklaust. —■ Ég fæ þá kannski tíma til að svipast eitthvað um í Ríó. Því fyrr sem ég kemst á brott úr þessu hræði- lega greni, því betra. Og það er víst um það, að ekki saknia ég neins hérna . . . Hún hafði lengi þráð að geta sagt þetta eða eitthvað þessu líkt. — Við getum lagt af stað, þegar þér sýnist, svaraði Mikki rólega. — Það var leiðinlegt, að hann skyldi taka þessu svona, rétt eins og sjálfsögðum hlut, hugsaði Beryl. E“n henni kom ekki til hugar að láta þetta kæruleysi hans draga nokkuð úr tilhlökkun sinni. . — Gott, þá fer ég að koma far- angrinum mínum í lag, svarið hún. Að svo mæltu gekk hún á brott hröð- um skrefum, hnarreist og roggin. . . Mikka þótti þetta eiginlega ekki að- eins ótrúlegt, heldur og of gott til þess, að það gæti verið satt. En hring- urinn lá í lófa hans til sanninda- merkis. Og þá var það, að það rifj- aðist upp fyrir honum, að Anna hafði eitthvað verið að minnast á, hvort Beryl gæti sungið, . . . hvað hún mundi gera, ef henni byðist vinna. Nú hafði kraftaverkið gerzt. . . . Ein- hver Alan Hermann í New York, ein- mitt þar, sem Anna átti heima. . . Það skyldi Þó aldrei vera, að Anna eigi einhvern þátt í þessu? hugsaði hann. LOKSINS FRJÁLS . . . Mikki stakk á sig hringnum, gekk út á veginn og bar hönd fyrir augu. Anna ætti að fara að koma, það var orðið nokkuð áliðið. Hann sá, að Rósa var að bera matinn á borð úti á ver- öndinni og skuggar trjánna voru teknir að lengjast. Hann svipaðist um, og eftir stundarkorn kom hann auga á önnu, þar sem hún kom ríð- andi á Estrellu og fór allgeyst. Hann gekk út að hliðinu og beið hennar þar. Þegar hún kom auga á hann, veifaði hún til hans, og hann hélt til móts við hana. Og þegar hún nálg- aðist, gat hann í fyrsta skipti virt hana gaumgæfilega fyrir sér án þess að finna til nokkurs samvizkublits gagnvart Beryl. — Hvernig gekk? spurði hann, og augu hans blikuðu. — Dásamlega, svaraði hún og sveiflaði sér mjúklega af baki Est- rellu, stóð við hlið honum tággrönn og stælt, klædd aðskornum reiðbuxum og hvítri silkiblússu, sem var flegin í hálsinn. Hún var hattlaus, og lokk- arnir flögruðu til í golunni. Nú voru þeir ekki lengur reyrðir í hnakka- hnút. Það var eins og hún hefði ger- breytzt daginn, sem hún aðstoðaði hann við að mæla fallorku fossins. Það var eins og hún læsi hugsanir hans, því að hún bar höndina að hári sér og strauk lokkana. — Ég lít víst út eins og fuglahræða varð henni að orði. Hann langaði mest til að segja henni, að hún væri fegursta kona í heimi, en það var annað, sem honum fannst meira riða á að segja henni. — Þekkir þú einhvern náunga, sem heitir Hermann og vinnur eitthvað við sjónvarp? spurði hann. Svipur hennar varð alvarlegur. — Já, svaraði hún. — Hefur Beryl þá fengið bréf frá honum? — Jæja, svo að þú hefur þá komið þessu í kring, varð honum að orði. 1 rauninni hafði hann vitað það, enda þótt hann vildi fá það staðfest. — Beryl fer til New York á morgun, 2D VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.