Vikan


Vikan - 05.10.1961, Blaðsíða 24

Vikan - 05.10.1961, Blaðsíða 24
Alli heldur veizlu Dag nokkurn sagði Anna: Alli, þú getur ekki látið þér sæma að hlaupa alltaf út, þegar pabbi og mamma koma inn í stofu eða þegar einhverjir vinir minir koma í heimsókn. Ég vildi svo gjarnan sýna þeim, að það er rétt, að ég á lítinn álf, sem er ekki stærri en svo, að hann getur staðið á hendinni á mér. — Þakka þér kærlega fyrir, sagði Alli. Það er nú alveg eins ég, sem á þig. Við losnum ekki hvort við annað. — Vertu nú ekki leiður, sagði Anna. Mér fannst bara, að það gæti verið skemmtilegt, ef við ættum sam- eiginlega vini, — einhverja, sem við gætum bæði hitt. — Hvers vegna ættu það endilega að vera þínir vinir, sem ég á að kynn- ast? sagði Alli. Þú gætir alveg eins kynnzt mínum vinum. — Já, en kæri Alli, hrópaði Anna, það vil ég gjarnan. Flýttu Þér dálítið. Hvar eru þeir? Getum við farið til þeirra strax? Alli varð svolítið gramur. — Þú ert ailtaf svo óþolinmóð. Þú getur fengið að koma út í skóginn. Þú veizt, þar sem við hittumst fyrst, en ekki fyrr en eftir viku. Þá skal ég vera búin að ná fólkinu saman, og við getum haldið glæsilega veizlu. Anna hafði aldrei verið i glæsilegri veizlu, en hún hlakkaði mikið til. Alli hvarf nokkrum dögum áður með þeim forsendum, að hann þyrfti að undirbúa veizluna. Þegar laugardagurinn rann upp, fór Anna í sinn fínasta kjól og fór út í skóginn, þar sem hún hafði fyrst hitt Alla. Hann sat undir tré og beið. — Þessa leið, sagði hann, og ég vona, að þú takir eftir því, að ég er með mína fínustu rauðu húfu í til- efni dagsins. Framrald á bls. 26. (?) 2)ARNA .qaman VILLUGJARN VEGUR. Mannshugurinn er eins og ferðamaður i veglausum frumskógi. Hættur leynast við hvert fótmál, en leiðarmerkin fá og áttavit- inn ótryggur. Samt er maðurinn háldinn þrotlausri óþreyju að kanna þennan myrkvið, og hann stælir sig gegn þeim geig, sem ofdirfska hans vekur honum. Auðvitað stendur ekki hver einstaklingur í umtalsverðri and- legri landkönnun. Flest göngum við okkar daglega, fábreyttá veg og þykjumst annaðhvort viss uin, að hvaða marki hann leiði, eða gerum okkur alls enga grein fyrir neinu markmiði og höfum ekki aðrar áhyggjur en daglegar þarfir munns og maga. Mörg okkar hafa þó hugboð um, að mannlífið kunni að eigi sér æðri tilgang, sem torvelt sé að átta sig á, og jafnvel á okkar daglega vegi verða torfærur, sem vekja okkur óró og geig, að við séum á rangri leið. Þá veitir það fró að sjá merki og áletrun, sem vísa hiklaust ákveðna leið. Öryggistilfinningin vaknar að nýju í brjósti okkar, hvort sem leiðarmerkið staðfestir þá stefnu, sem við héldum áður, eða beinir okkur inn á aðra braut. Hins spyrjum við sjaldan, hver hafi sett leiðarmerkið, hvort víst sé, að hann hafi þekkt leiðina örugglega eða hvort síðan hafi orðið þær breytingar, sem geri forn leiðarmerki úrelt og villandi. Hin ákveðna for- sögn, sem við höfum skráða fyrir augum okkar, sefjar okkur svo gersamlega, að leitandi vilji og tortryggin gagnrýni lamast. Löngu síðar losnum við e. t. v. úr fjötrum sefjunarinnar og sjáum þá, að hin skýrletraða leiðsögn villti um leiðir og leiddi okkur langt afvega frá okkar eigin réttu braut. Þá finnst okkur, að þetta hefði alltaf átt að vera auðskilið mál. Varða stendur aldrei þar, sem enginn maður sté fæti sínum! Hin skráða leið- sögn öll er skoðun liðins tíma, til orðin við sérstakar aðstæður, og hefur því aðeins takmarkað framtíðargildi. BÓKSTAFSHLEKKIR. Mönnum er misjafnlega lagið að litast um og átta sig, um leið og þeir halda ferðinni áfram. Oft þykjast þeir færastir leið- sögumenn, sem blindaðir eru þröngsýni og kreddum. Mörg okkar reynast istöðulítil gegn áróðri þeirra. Jafnvel röng leiðsögn vekur okkur öryggiskennd og léttir af okkur þeim vanda að staldra við sjálf og meta í sjónhending ýmsar leiðir. Þessar sálarlífsstaðreyndir opna steinrunnum kreddum leið til áhrifa á líf og atferli nútímamannsins. Þær bregða yfir sig marg- víslegu gervi; stundum seiðmagni eldfornra rita, kirkjulegum Framhald á bls. 32. Drengirnir hlæja. Þeir hafa Svo fer Kalli á stað, en hann báðir gaman af. er ekki betri en Bubbi. Hann dettur kylliflatur á mag- ann. Við tjörnina er ys og þys. Skammt frá Bubba og Kalla standa margir strákar og hlæja. Þeir eru að hlæja að Bubba og Kalla. Maður einn hefur staðið rétt hjá og fylgst með þessu. Hann gefur sig á tal við strákana. Hann segist hafa byrjað að renna sér á leggjum. Strákarnir bjóðast til að lána honum skauta. Þeir ætla sér að plata sveitamanninn. Þeir bjóðast líka til að festa skautana á hann. Einn strák- urinn festir skautana öfugt. Hann leyfir það. 24 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.