Vikan


Vikan - 05.10.1961, Blaðsíða 25

Vikan - 05.10.1961, Blaðsíða 25
Dr. Matthias Jónasson: Fyrir þúsundum ára skráði einhver, að framandi blóði skyldi eigi veita viðtöku. Nú fyrir skömmu dó hann vegna þess að foreldrar þess voru af sérstökum trúarflokki sem ekki getur sætt sig við blóðgjöf því „skrifað stendur" — Handrita - Bjarni Allir Islendingar vita, hvern við er átt með þessari yfirskrift, og væri hún þýdd á dönsku og föðurheitið (Gíslason) sett i staðinn fyrir for- nafnið, mundu Danir og jafnvel íbú- ar allra Norðurlanda vita, hvern átt er við, — Bjarna M. Gíslason rithöf- und. Barátta hans fyrir heimflutningi íslenzku handritanna hefur staðið svo lengi og haft svo víðtæk áhrif, að það er ekki hægt að ræða handrita- málið, án þess að nafn hans sé á einhvern hátt tengt við það. Hann hefur skrifað merkar bækur um mál- ið og gengið i berhögg við danska prófessora og fræðimenn í ræðum og ritum. Allir þeir Danir, sem hafa fylgt okkur að málum, hafa stutt sig við söguleg fræðirit hans og talið hann sjálfskipaðan forystumann í broddi þeirrar fylkingar, sem barðist fyrir heimflutningi handritanna. 1 rauninni er Bjarni sá maður, sem fann þá einustu leið, sem fær var til lausnar málinu. Fram til hans dags höfðum við Islendingar reynt að ná handritunum frá Dönum með þvi að bera málstað okkar undir danska fræðimenn. Eíndirinn varð að Handrita-Bjarni 13 ára. minnsta kosti alltaf sá, að kröfur frá Islands hendi voru af dönsku stjórn- inni bornar undir þá, en fræðimenn danska háskólans reyndust okkur alltaf andvigir. Bjarni sá, að sliku þrefi var gagnslaust að halda til streitu, og ákvað þess vegna að bera málstað Islands undir dönsku þjóð- ina sjálfa með því að skýra málstað Islands fyrir henni á opinberum vett- Hér er Bjarni 18 ára. Hann fór utan til Danmerkur 1934. Bjarni er kvæntur danskri konu, Inger, og þau búa í bænum Ry á Jótlandi. Hér er Inger ásamt einu af þremur börnum þeirra. VIKAN 25 vangi í ræðum og ritum. Hann fékk alla lýðskólahreyfingu Dana til fylgis við sig, og smám saman stækkaði flokkur íslandsvinanna svo mikið, að dönsku stjórnmálaflokkarnir gátu ekki lengur látið málið fram hjá sér fara. Og endirinn varð sá, að þjóðar- viljinn reyndist sterkari en þröngsýnn áróður vísindamannanna. 110 danskir stjórnmálamenn samþykktu heim- flutning handritanna gegn 39. Ætl- unin var að senda handritin hingað til lands 17. júní, en formanni íhalds- flokksins tókst að koma í veg fyrir það, að frumvarpið yrði afgreitt sem lög, fyrst um sinn. En samkvæmt grundvallarlögum Dana, gengur frumvarpið um skilun handritanna i gildi, eftir að nýjar kosningar hafa farið fram. Biðin eftir handritunum í þetta sinn verður því vonandi ekki jafnvonlaus og langdræg og áður Bjarni M. Gíslason á bókasafni sínu. fyrr. Margir hafa unnið að þessu máli, og aðrir þykjast hafa verið þar mik- ið á varðbergi. En þegar handritin koma til Islands, fer ekki hjá því, að nafn Bjarna M. Gíslasonar verður tengt við hinn mikla sögulega sigur íslands á þessu sviði. Bjarni mundi Framhald á bls. 32.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.