Vikan


Vikan - 05.10.1961, Blaðsíða 13

Vikan - 05.10.1961, Blaðsíða 13
undanfarið hafði gengið kuldatíð og fyrir rúmum hálfum mánuði kingt niður svo miklum austansnjó, að hann var hvergi nærri leystur upp. — — Þegar bátarnir voru komnir norður mejð Ósafjöllum, tóku þeir fóstbræður eftir óvenjulegum slóð- um í snjónum í Selvogsnesinu. En þar er undirlendi lítið undir brött- um fjöllum og háir bakkar niður að fjörunni. En er þeir ræddu um þetta sin á milli, hvernig á slóðum þessum gæti staðið, kölluðu þeir á hinum bátnUm, að þarna mundu vera kindurnar frá Ósi i Hjaltastaða- 'þinghá, sem vitað var um að vant- aði frá þvi fyrir úfellið.---- Um klukkan fjögur siðdegis var búið að losa vörurnar úr bátunum á Unaósi og þeir að verða tilbúnir til heimferðar. Talaðist þá svo til, að þeir Hjallhólsbræður færu á und- an hinum i von um að ná í sel á svonefndum Selvogi, sem gengur inn í Selvogsnesið og er hyldjúp- ur upp að klöppum. Liggja þar oft selir uppi og höfðu þeir fóstbræður oft verið fengsælir á þeim vogi, enda eru þeir báðir góðar skyttur og aflamenn. Áður en þeir komu að vognum stöðvuðu þeir vélina og réru hljóð- lega inn á voginn til þess að styggja ekki selina, ef þeir kynnu að vera þar. Lentu þeir við klöppina norð- anmegin og ætlaði Björn að fara á land með byssu, en Þórður að róa bátnum fyrir klapparhalann og inn á voginn, er hann heyrði skot eða Björn gæfi merki. En áður en af þvi yrði, segir Björn, að ekki muni þýða að fara upp í voginn, þvi þar séu menn fyrir. Sjá þeir þá 3 menn í urðinni upp af voginum, standa þar við læk, er fellur ofan i miðjan voginn. Hugði Björn þá vera Njarðvikinga komna þangað til að skjóta sel, en Þórður hafði orð á því, að sér þætti þessir menn ekki líkjast Njarðvíkingum að neinu. Ákvað Björn þá, að þeir færu út á svokallaða Ósallös, þar skammt fyrir utan, að svipast um eftir sel, og setti vélina í gang til burtferðar. En er þeir voru nýkomnir af stað, hiaupa tveir af mönnum þess- um niður á klöppina og veifuðu þeim að koma. Var Björn á báðum áttum, hvort hann ætti að sinna því, en sneri þó inn á voginn, án þess að ræða frekar um það við fé- laga sinn, hvaða menn þetta væru. En er þeir komu nær, sáu þeir, að hér voru fyrir ókenndir menn, er þeir hugðu hafa lent þar upp af einhverju skipi. Voru tveir þeirra yngri menn og íslendingslegir, en einn var eldri maður og leit út fyrir að vera útlendingur. Allir voru menn þessir í prjóna- peysum og í pokabuxum, en tveir höfðu húfu með ensku lagi á höfði ... Var svo að sjá, sem þeir hefðu verið að þvo sér við lækinn, því sumir báru handklæði á herðum og voru nýbúnir að bera leðurfeiti á skó sína.“ Þeir bræður renndu nú bátnum upp að klöppinni, en þeir i vognum kornu fram á klöppina og heilsuðu þeim á islenzku. Virtist þeim bræðr- um þó, að hér væri um grunsam- lega menn að ræða og hugsuðu með sér, að hafa varann á og vera við- bragðsfljótir, ef á þyrfti að halda. SAMTAL VIÐ VOGSBÚA. Tóu þeir nú tal saman, en ekki varð þeim bræðrum þó Ijóst við hverja þeir töluðu. Kváðust menn- irnir vera við veðurathuganir og komnir fyrir þremur dögum norð- an af Héraðssöndum. Sögðu þeir, að senditæki, er þeir hefðu með- ferðis væri bilað, þeir þyrftu þvi að komast til Seyðisfjarðar og sennilega leggja af stað áleiðis þangað um kvöldið, en spurðu, hve langt væri þangað. Ekki vildu menn þessir þiggja far með þeim bræðrum til Borgar- fjarðar, én þaðan myndi fljótlega falla ferð til Seyðisfjarðar. Kváðust hinir vilja fara yfír fjöllin og spurðu til vegar. Þá spurðu þeir, hvort mikið hefði sézt til skipaferða um daginn. Borg- firðingarnir sögðust aðeins hafa séð reyk úr einu skipi, er þeir hugðu vera togara, Elzti maðurinn, sem virfist vera fyrirlíði hinna, leiddi nú talið að stríðinu, og spurði, hvernig það stæði nú. Var þeim svarað, að það gengi sinn sama gang, en létu þess ekki getið, að farið væri að halle á Þjóðverja. Borgfirðingarnir reyndu yfirleitt að láta sem minnst á því bera, að þeir teldu náunga þessa grunsam- lega. — Já, stríðið stendur sem hæst, varð fyrirliðanum að orði. Um það bil sáu þeir bræður hina bátana halda fyrir voginn og heim- leiðis. Kvöddu þeir þá vogsbúa og héldu af stað, en greinilega fundu þeir, að landmenn vildu hafa lengra samtal við þá, en úr þvi varð ekki. ÁGIZKANIR UM VOGSBÚA. Þeir bræður höfðu ekki komið auga á neitt skýli þeirra vogsbúa. Kom þeim í hug, að ef til vill væru þarna niðurkomnir menn, sem sagt var að vantað hefði af norsku skipi, sem snemma í aprilmánuði kom við Framhald á bls. 30. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.