Vikan


Vikan - 05.10.1961, Blaðsíða 30

Vikan - 05.10.1961, Blaðsíða 30
 i ^.^HIH^Iuminlum flsklkassarnlr frá Hoyang uppfylla allar kriifur, sem gerftar eru «11 flskikassa. Notkun þeirra um borö í fiskibátunum tryggir: betri nýtingu aflans. meiri gætl, hærra gæöamat og hærra verö. Notkun Heyang fiskikassanna í fiskvinnslustoðum trygg- Ir melra geymsluþol og betri vöru. bar sem kassarnir staflast saman og falla í betta valsa svo lott leikur ekkl um bá. bráönar ísinn mun hægar en í öörum gerðum fiskikassa og vatniö rennur allt burt. Aluminium í Hoyang fiskiköss- unum er „seltuvariö". Foröist gerlagróöur. Notiö Höyang fiskikassa. FRIÐRIK JÖRGENSEN Æ C I S C Ö T U 7 — S í Bl I 1 1020 GRUNSAMLEGIR MENN. Framhald af bls. 13. Langanes og Raufarhöfn. Var full- yrt, að fleiri mundu hafa verið með þeim en voru á því á norðurhöfn- unum. Sýslumaður hafði látið hrýna það fyrir hreppsbúum að segja til þess, ef vart yrði við grunsamlega menn þar um slóðir. Myndu menn sæta ábyrgð fyrir, ef þeir leyndu nokkru sliku lútandi. Þegar bræðurnir sögðu félögum sínum á liinum bátunum frá þessu, var litill trúnaður lagður á það, þar eð þeir á hinum bátunum höfðu ekki orðið varir við neitt. Sízt var því trúað, að þarna væri um að ræða menn af norska skipinu. Það fór þvi á sömu leið, þegar komið var til Bakkagerðis, lítill trúnaður var lagður á, að þarna væri um útilegumenn að ræða. Sag- an flaug samt manna milli á svip- stundu. Þegar Eyjólfur Hannesson hreppstjóri heyrði þessar fregnir, brá hann við og fór að grennslast eftir því nánar. Hafði hann með hraðsamtali samband við sýslu- mann, eftir klukkan 7 um kvöldið og tilkynnti honum þetta, svo sem fyrr er frá greint. Síðar um kvöldið fregnaðist það, að setuliðið á Seyðisfirði hefði fengið vitneskju um hina grunsam- legu menn ,og hefðu sent skip mann- að hermönnum áieiðis til Borgar- fjarðar, en þar vildu þeir fá tvo kunnuga menn til þess að vísa leið- ina norður í Selvog. Töldu setuliðs- menn ótvírætt, að hér væri um ein- liverja sendimenn Þjóðverja að ræða. Klukkan 11 um kvöldið kom svo fallbyssubátur frá hernum og lagð- ist á höfnina 1 Borgarfirði. HERMENN KOMA Á HNOTSKÓG. Foringjar úr bandaríska hernum liöfðu samband við þorpsbúa, hrepp- stjórann Eyjólf og þá Þórð og Björn, scm flutt höfðu tíðindin um hina grunsamlegu menn í Selvognum. Spurði yfirforingi margs um þessa menn og háttalag þeirra, en einkum þó, hvort þeir hefðu verið vopnum búnir. Þórður, sem aðallega varð fyrir svörum, kvaðst geta gizkað á, að þetta væru Norðurlandabúar, Danir eða Norðmenn, en ekki Englend- ingar, eða jafnvel íslendingar, sem dvalizt hefðu erlendis. Vopn hefðu þeir engin séð. Foringinn taldi þá, „að hér gæti ekki verið um neina njósnarmenn að ræða, heldur væru þetta islenzk- ir ferðamenn“. Þórður hélt því enn fram, að þetta væru ekki eðlilegt framferði manna, sem væru venjulegir ferða- menn. Varð þá úr, að foringinn ákvað að hefja leit að mönnunum og kvaddi Þórð til fylgdar og leið- sögu. Var Þórði það heldur óljúft, en hann hafði verið allan daginn á ferðalagi, lét hann þó tilleiðast. Björgvin Vilhjálmsson i Bakka- gerði flutti svo hermennina og Þórð „upp yfir“ á sínum bát, en herskipið skyldi bíða á Borgarfirði. Komið var fram yfir miðnætti og því skuggsýnt til landsins, þegar lagt var af stað, einkum var dimmt yfir fjörunni, þar sem klappirnar voru auðar. Segir nú ekki af ferðum þeirra annað en það, að þegar komið var norður að Kögri, sá Þórður glitta í eitthvað á floti á sjónum rétt við borðstokkinn. Var þar kominn kassi, er þeir félagar höfðu séð á floti á sjónum rétt við borðstokkinn. Var þar kominn kassi, er þeir félagar höfðu séð á floti á Selvognum, en ekki hirt. Vildi foringinn ná kass- anum til athugunar. Við athugun töldu hermennirnir, að naglarnir i kassanum væru ekki ameriskir, en vel gætu þeir verið þýzkir. Þegar inn i Selvoginn var komið, taldi Þórður leiðsögn sinni lokið, og skildi þar með þeim. Segir séra Ingvar svo frá: RAKIN SLÓÐIN. „Hermennirnir fóru þegar i land og gengu hvatlega upp klappirnar og lýstu fyrir sér með vasaljósum. Fundu þeir brátt mannaslóðir í snjónum, er lágu fram og aftur og sumar margtroðnar. Tók þá heldur að lifna yfir foringjunum. Beint upp af vognum fundu þeir hellisskúta á að gizka 3 faðma á breidd og góða 2 faðma á lengd inn i bergið, og var vel manngengt fremst i honum. 1 hellismunnanum var hár steinn, er sprungið hafði úr berginu fyrir ofan, sem nálega byrgði fyrir hell- isopið, svo naumast sást inn í það að utan. Var sjáanlegt, að menn hefðu hafzt þar við nýlega. A gólf- inu var þykkt lag af lyngi og bæli eftir menn. Sást, að þeir höfðu not- að vaxkerti sér til lýsingar, því vax hafði dropið niður á lyngið á stöku stað. Hermennirnir höfðu þar aðeins stutta viðstöðu, en hröðuðu sér upp á bakka, eftir slóð, sem þeir fundu þar. Borgfirðingarnir ræddu þá um það sín á milli, hve óvarlegt það væri að skilja þá eina eftir við bát- inn, því að mennirnir gætu leynzt eftir i vognum, þrátt fyrir þessa leit og komið og átt allskostar við þá. Þórður fór þvi á eftir hermönn- unum, náði tali af yfirforingjanum og sýndi honum fram á, að fleiri væru fylgsni í vognum en þeir hefðu rannsakað, sem mennirnir gætu leynzt í, og kæmu þeir að íslend- ingum vopnlausum, gætu þeir gert það sem þeim sýndist og jafnvel náð bátnum á sitt vald. Bauð þá foringinn einum hermannanna að fara niður til þeirra. Foringjarnir héldu svo áfram eftir slóðinni, er lá upp í djúpt klettagil og þaðan upp eftir brattri fjallshlíðinni og komu hermennirnir í humátt á eftir þeim. Þórður fylgdi þeim eftir upp i gilið og beið þar eins hermannsins, sem dregizt hafði aftur úr. Var Þórður þá á báðum áttum, hvað hann ætti að gera: hann var illa lagaður til gangs i þungum og há- um sjóstigvélum, en hátt og bratt upp fannirnar. Er hermaðurinn nálgaðist hann, tók Þórður eftir slóð, eins og eftir skíði, en við nánari athugun sáu þeir, að hún var eftir sleða. Her- maðurinn hélt svo áfram eftir sleða- slóðinni, en Þórður sneri við niður í hellisskútann. Höfðust þeir þar við og rannsökuðu hann til hlítar, en fundu þar ekkert nema bréfmiða með gotneskum stöfum, sem þeim tókst ekki að fá neitt orð út úr. Eftir klukkustundar bið kom her- maðurinn aftur, sá, sem Þórður átti síðast tal við, og kvaðst ekki hafa náð í hina. Biðu þeir svo þarna 4 í hellinum, það sem eftir lifði næt- ur. Höfðu hermennirnir sér það til skemmtunar að skjóta til marks með rifflunum. Og mátti vart á milli sjá, hvorir væru hæfnari. Klukkan 5 um morguninn komu báðir hinir hermennirnir slæptir og uppgefnir til baka. Kváðu þeir foringjana hafa sagzt ætla alla leið til Egilsstaða og leita mannanna, en hinir ættu allir að fara U1 baka á 3D VIXAK

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.